Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 15
Sovétríkin: Erfiðir tímar framundan Dregið verulega úr neyzluvöruframleiðslu. Hætta á matvælaskorti. Sovézkir ráðamenn hafa við- urkennt opinberlega, að þeir verði nú að glíma við meiri- háttar efnahagsvanda. sem er- lendir stjórnmálasérfræðingar telja, að geti haft varanleg áhrif á sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á næstu ár- um. Þessi efnahagslegi afturkipp- ur var viðurkenndur í tilkynn- ingu frá Kreml hinn 20. desem- ber, þar sem skýrt var frá því, að dregið yrði stórlega úr fram- leiðslu árið 1973, einkanlega neyzluvöruframleiðslunni. Að baki þessari ákvörðun liggja gífurlegir erfiðleikar í landbúnaðinum og uppskeru- brestur, sem talinn er hinn versti í heila öld. Af þessum sökum á sovézkur almenningur nú von á naum- um kosti á ýmsum sviðum á sama tíma sem spáð er aukn- um hagvexti og almennt bætt- um efnahag fólks í Bandaríkj- unum. Auk þess sem hinn al- menni sovézki neytandi verður óþægilega fyrir barðinu á hinni alvarlegu þróun efnahagsmál- anna, má gera ráð fyrir að áætl- anir Sovétmanna um nýjungar og endurbætur í iðnaðinum strandi á skorti á hráefnum og enn strangari takmörkun á inn- fiutningi véla og annars tækja- búnaðar. SNÚA SÉR TIL BANDARÍKJAMANNA Búizt er við, að áhrifa þessa gæti með eftirfarandi hætti í samskiptum Sovétmanna og Bandaríkjamanna: • Sovétmenn verða nú að snúa sér til Bandaríkjamanna varðandi kaup á korni og enn- fremur lánafyrirgreiðslu vegna kaupa á iðnaðarvörum. Þegar hafa Sovétmenn samið um kaup á 30 milljón tonnum af korni á Vesturlöndum, þar af tveim þriðju frá Bandaríkjunum, fyrir alls tvo milljarða dollara. Enn frekari innflutningur korns verður að fara fram, ef Sovét- leiðtogar ætla að standa við gefin loforð um aukna kjöt- framleiðslu. Þar eð gjaldeyri sem er af skornum skammti í Sovétríkjunum, er með þessum hætti varið til kaupa á korni, verður þörfin fyrir erlend lán til kaupa á iðnaðarvörum enn brýnni en áður. • Stjórnmálasérfræðingar halda því fram, að versnandi efnahagur heima fyrir muni orka svo á ráðamenn í Kreml, að þeir leggi sig alla fram um að árangur náist í viðræðum stórveldanna um takmörkun vígbúnaðar, og vilji þannig koma í veg fyrir nýtt vígbúnað- arkapphlaup. Sovétríkin eru sögð munu standa illa að vígi í nýju hernaðarkapphlaupi við Bandai'íkin. © Sovézkir leiðtogar verða tilneyddir að forðast sérhverjar þær aðgerðir í utanríkismálum, er spillt gætu sambúð austurs og vesturs eða leitt til illdeilna við Bandaríkjamenn. Greinilegt þykir, að hinni nýju afstöðu ráðamanna í Moskvu gagnvart sambúð við Bandaríkjamenn og stjórnvöld í Washington, muni vaxa fiskur um hrygg í fram- haldi af hinum nýju viðhorfum í efnahagsmálum Sovétríkj- anna, og verða almennt til þess að skapa meiri skilning milli ríkja í austri og vestri. Þá eru hin sálrænu áhrif efnahagsörðugleikanna líka augljós þegar tekinn er saman- burður á lífskjörum almennings í Sovétríkjunum og Bandaríkj- unum og því breiða bili, sem skilur þessar tvær þjóðir að í því efni. Ákvarðanir Æðsta ráðsins nú fyrir jólin voru einmitt á þá lund að framleiðsluskerðing kemur harðast niður á neytend- um en hlutur þungaiðnaðarins verður tiltölulega miklu betri. Neyzluvöruframleiðlan á þessu ári mun aðeins vaxa um 4,5% í stað 8,1% eins og áætl- að hafði verið upphaflega. Miklu veigaminni samdráttur hefur verið fyrirskipaður í þungaiðnaðinum, eða úr 7,8% aukningu í 6,3%. Þetta þýðir, að horfið hefur verið frá þeirri stefnu, sem mót- uð var fyrir tveimur árum og átti að gefa neyzluvörufram- leiðslunni allan forgang. VAXANDI SKORTUR NEYZLUVÖRU Jafnvel áður en hin opinbera ákvörðun var formlega kynnt I brauðbúð í Sovétríkjunum. Fyrirsjáanlegur er skortur á sum- um neyzluvörum almennings, en með stórfelldum innflutningi á korni œtla valdhafar að sjá til þess, að fólkið vanti ekki brauð. FV 1 1973 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.