Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 15
Sovétríkin:
Erfiðir tímar framundan
Dregið verulega úr neyzluvöruframleiðslu.
Hætta á matvælaskorti.
Sovézkir ráðamenn hafa við-
urkennt opinberlega, að þeir
verði nú að glíma við meiri-
háttar efnahagsvanda. sem er-
lendir stjórnmálasérfræðingar
telja, að geti haft varanleg
áhrif á sambúð Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna á næstu ár-
um.
Þessi efnahagslegi afturkipp-
ur var viðurkenndur í tilkynn-
ingu frá Kreml hinn 20. desem-
ber, þar sem skýrt var frá því,
að dregið yrði stórlega úr fram-
leiðslu árið 1973, einkanlega
neyzluvöruframleiðslunni.
Að baki þessari ákvörðun
liggja gífurlegir erfiðleikar í
landbúnaðinum og uppskeru-
brestur, sem talinn er hinn
versti í heila öld.
Af þessum sökum á sovézkur
almenningur nú von á naum-
um kosti á ýmsum sviðum á
sama tíma sem spáð er aukn-
um hagvexti og almennt bætt-
um efnahag fólks í Bandaríkj-
unum. Auk þess sem hinn al-
menni sovézki neytandi verður
óþægilega fyrir barðinu á hinni
alvarlegu þróun efnahagsmál-
anna, má gera ráð fyrir að áætl-
anir Sovétmanna um nýjungar
og endurbætur í iðnaðinum
strandi á skorti á hráefnum og
enn strangari takmörkun á inn-
fiutningi véla og annars tækja-
búnaðar.
SNÚA SÉR TIL
BANDARÍKJAMANNA
Búizt er við, að áhrifa þessa
gæti með eftirfarandi hætti í
samskiptum Sovétmanna og
Bandaríkjamanna:
• Sovétmenn verða nú að
snúa sér til Bandaríkjamanna
varðandi kaup á korni og enn-
fremur lánafyrirgreiðslu vegna
kaupa á iðnaðarvörum. Þegar
hafa Sovétmenn samið um kaup
á 30 milljón tonnum af korni
á Vesturlöndum, þar af tveim
þriðju frá Bandaríkjunum, fyrir
alls tvo milljarða dollara. Enn
frekari innflutningur korns
verður að fara fram, ef Sovét-
leiðtogar ætla að standa við
gefin loforð um aukna kjöt-
framleiðslu. Þar eð gjaldeyri
sem er af skornum skammti í
Sovétríkjunum, er með þessum
hætti varið til kaupa á korni,
verður þörfin fyrir erlend lán
til kaupa á iðnaðarvörum enn
brýnni en áður.
• Stjórnmálasérfræðingar
halda því fram, að versnandi
efnahagur heima fyrir muni
orka svo á ráðamenn í Kreml,
að þeir leggi sig alla fram um
að árangur náist í viðræðum
stórveldanna um takmörkun
vígbúnaðar, og vilji þannig
koma í veg fyrir nýtt vígbúnað-
arkapphlaup. Sovétríkin eru
sögð munu standa illa að vígi
í nýju hernaðarkapphlaupi við
Bandai'íkin.
© Sovézkir leiðtogar verða
tilneyddir að forðast sérhverjar
þær aðgerðir í utanríkismálum,
er spillt gætu sambúð austurs
og vesturs eða leitt til illdeilna
við Bandaríkjamenn. Greinilegt
þykir, að hinni nýju afstöðu
ráðamanna í Moskvu gagnvart
sambúð við Bandaríkjamenn og
stjórnvöld í Washington, muni
vaxa fiskur um hrygg í fram-
haldi af hinum nýju viðhorfum
í efnahagsmálum Sovétríkj-
anna, og verða almennt til þess
að skapa meiri skilning milli
ríkja í austri og vestri.
Þá eru hin sálrænu áhrif
efnahagsörðugleikanna líka
augljós þegar tekinn er saman-
burður á lífskjörum almennings
í Sovétríkjunum og Bandaríkj-
unum og því breiða bili, sem
skilur þessar tvær þjóðir að í
því efni.
Ákvarðanir Æðsta ráðsins nú
fyrir jólin voru einmitt á þá
lund að framleiðsluskerðing
kemur harðast niður á neytend-
um en hlutur þungaiðnaðarins
verður tiltölulega miklu betri.
Neyzluvöruframleiðlan á
þessu ári mun aðeins vaxa um
4,5% í stað 8,1% eins og áætl-
að hafði verið upphaflega.
Miklu veigaminni samdráttur
hefur verið fyrirskipaður í
þungaiðnaðinum, eða úr 7,8%
aukningu í 6,3%.
Þetta þýðir, að horfið hefur
verið frá þeirri stefnu, sem mót-
uð var fyrir tveimur árum og
átti að gefa neyzluvörufram-
leiðslunni allan forgang.
VAXANDI SKORTUR
NEYZLUVÖRU
Jafnvel áður en hin opinbera
ákvörðun var formlega kynnt
I brauðbúð í Sovétríkjunum. Fyrirsjáanlegur er skortur á sum-
um neyzluvörum almennings, en með stórfelldum innflutningi á
korni œtla valdhafar að sjá til þess, að fólkið vanti ekki brauð.
FV 1 1973
15