Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 41
Ovenjulegar auglýsingar vekja athygli Rætt við Gunnar Dungal, forstjóra Pennans Þegar verzlunin stóð sem liæst nokkrum dögum fyrir jól leit fréttamaður FV inn á skrif- stofu Pennans s.f. í Hafnar- stræti og hitti að máli Gunnar Dungal, forstjóra. Gunnar er einn af þeim framkvæmda- mönnum, sem tekið hefur aug- lýsingar í sína þjónustu með góðum árangri og auk þess vekja þær jafnan athygli manna. Gunnar féllst á að svara nokkrum spurningum um hvernig hann skipuleggur aug- lýsingaherferðir Pennans. EKKI AUGLÝSINGA- STOFUR EINGÖNGU — Gunnar, þú notar ekki mikið auglýsingastofur. Hvers vegna ekki? — Það eru margar ástæður fyrir því að ég nota ekki aug- lýsingastofur eingöngu. Þegar ég var við nám í V—Þýzkalandi fyrir nokkrum árum, þá var ég meðal annars í starfsþjálfun í auglýsingadeild Pelikan—verk- smiðjanna í Hanover. Þar sá ég hvernig auglýsingar eru unn- ar og lærði jafnframt glugga- útstillingar og að setja upp aug- lýsingar. Auglýsingin sjálf er raunverulega ekki svo mikið verk, en vanda þarf undirbún- in hennar. Fyrirtækið, sem ætl- ar að auglýsa, þarf að ákveða hvaða vöru það ætlar að taka fyrir hverju sinni; þar á eftir þarf að ákveða hvaða ,,slogan“ á að nota. Næst á eftir kemur mynd og rammi auglýsingarinn- ar. Þetta eru fjögur meginatr- iði. „JÖRÐ TIL SÖLU“ — Hvernig skipuleggur þú auglýsingaherferðir Pennans? — Ég ákveð hvað ég auglýsi á hverju sölutímabili fyrir sig, en þau eru þrjú í þessari verzl- unargrein, þ.e.a.s. þegar skól- inn byrjar á haustin, síðan kemur jólaverzlunin og bók- lialdsáramótin reka lestina. Það má segja að ég gangi með þetta í maganum í nokkra mánuði og velti þá fyrir mér hvaða slagorð verði bezt að nota Gunnctr: „Legg íram hug- myndina og ákveð efni." hverju sinni. Ég reyni að gei'a venjuleg orð óvenjuleg, eða venjulegar setningar óvenjuleg- ar. Sem dæmi um þetta má nefna auglýsinguna „Jörð til sölu“ eða „Pennavinir“. í ár varð Penninn 40 ára og ef við hefðum sagt í auglýsingunni t.d. „40 ára“, þá hefði enginn veitt henni athygli, svo að í stað þess sögðum við „40 jóla“. Um tíma var ég að hugsa um að auglýsa taflmenn, sem skornir eru í tré, undir fyrirsögninni „Timburmenn“, í staðinn fyrir t.d. „Höfum fyrirliggjandi tafl- menn úr tré“, sem fáir hefðu lesið. Nú önnur ástæða fyrir því að ég nota ekki eingöngu auglýsingastofur er sú að á flestum þessum stofum starfa aðeins nokkrir teiknarar og þeir hljóta af þeim sökum að vera með ákveðinn stíl og falla þess vegna í fastan ramma, sem ég vil vera laus við. Við skulum í þessu sambandi athuga hvernig þessum mál- um er háttað í Vestur—Þýzka- landi, þar sem eytt er í auglýsingar 330 milljörðum ísl. króna á ári. Þar gerir almenningur sömu kröfur til auglýsenda og hér, þ.e.a.s. ósk- ar eftir fjölbreytni og nýjung- um í auglýsingum. A auglýs- ingastofum í V—Þýzkalandi starfar mikill fjöldi teiknara, sem sífellt koma með nýjar og ferskar hugmyndir, sem tryggja að auglýsingin grípur auga les- andans. Hér eru starfandi 5— 6 auglýsingastofur með fáa teiknara. Ég á við, að það er ekki hægt að búast við því að 5—6 stofur geti verið jafn frjóar og sambærileg fyrir- tæki erlendis með miklu rík- ari markaði. ÓÁNÆGÐUR MEÐ MERKI AUGLÝSIN G ASTOFA — Nú notar þú samt teikn- ara á auglýsingastofum hér? — Það er rétt. Ég legg fram hugmyndina og ákveðið efni, en auglýsingastofan sér um uppsetninguna og hlutfall aug- lýsingarinnar. Ég dreifi sjálfur auglýsingum til fjölmiðla og geri 3 mánaða áætlun hverju sinni, sem ég reyni að hafa til- búna 2 mánuðum áður en sölu- tímabilið hefst. Ég vil einnig nefna það, að ég sem auglýsandi er fjarri því að vera ánægður með það fyr- irkomulag sem hér ríkir að auglýsingastofur setji merki sitt alltaf á áberandi stað í auglýs- FV 1 1973 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.