Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 68
Sigurður Magnússon, fyrrv. formaður Kaupmannasamtakanna:
Skipulagsmál
verzlunarsamtakanna
Oftlega hefur verið rætt um
skipulagsmál verzlunarsamtak-
anna undanfarin ár. Nauðsyn
þess að taka þau til endur-
skoðunar og finna þeim það
form, sem geti skilað árangri
og áhrifum í hlutfalli við afl-
ið sem býr í hinum frjálsa
atvinnurekstri, ef honum er
stefnt nokkurn veginn í sam-
eiginlegan farveg, í stað þess
að hann kvíslist í margar átt-
ir, rétt eins og óreglulegur ár-
farvegur í rigningartíð eða
vorleysingum.
ÝTARIÆG GREINARGERÐ
Tilefni þess að ég sendi
Frjálsri Verzlun hugleiðingar
í þessum efnum er það, að
fyrir nokkru gafst mér tæki-
færi á að lesa „Álitsgerð
nefndar“. sem skipuð var til
að semja skýrslu á grundvelli
framkominna hugmynda um
þessi mál, en boðað var til
sérstakrar ráðstefnu vorið
1971 a Hornafirði til að ræðá
ýtarlega þetta víðfeðma mál-
efni. Og með því að ég um
árabil átti all mikinn þátt í
að þoka þessum málum áleið-
is, svo sem síðar verður að
vikið, fannst mér til hlíða að
leggja nokkur orð í belg, enda
mun ætlazt til þess að sem
flestir geri sér far um að
fylgjast með framvindu þess-
ara mála og leggja á ráðin,
hvernig bezt muni staðið að
væntanlegri endurskipulagn-
ingu.
Álitsgerðin, sem samin er
af framkvæmdastjórum K.Í.,
F.Í.I., F.Í.S. og V.Í., auk
Sveins Björnssonar, verkfræð-
ings, er mjög greinargóð
skýrsla um hvernig félagsleg-
um málefnum umræddra sam-
taka er háttað í dag. Jafn-
framt er þar að nokkru greint
frá forsögu málsins og foi
sendum þess, að alvarlega er
farið að hugsa fyrir endur-
skoðun og breytingum. Segir
m.a. í kaflanum um mark-
mið endurskipulagningarinnar,
„Að tengsl samtaka við-
skiptalífsins hafi verið losara-
leg innbyrðis og máttur þeirra
Sigurður: „Málefni verzlunar-
innar hafa verið notuð sein
eins konar skiptimynt í hrossa-
kaupum ýmissa stjórnmála-
spekúlanta."
og áhrif jafnvel farið dvín-
andi þegar samanburður sé
gerður við aðrar félagshreyf-
ingar í landinu. Hins vegar
verði að freista þess að sam-
hæfa það félagslega afl sem
samtökin búi yfir.“ Hér eru
vissulega orð í tíma töluð, sem
verður að gefa fyllsta gaum í
þjóðfélagi vaxandi stétta-
áhrifa.
í heild sinni ber álitsgerðin
þess vitni, að höfundar henn-
ar hafa gert sér far um að
gera málefnið sem aðgengileg-
ast fyrir hina almennu félags-
menn, enda telja þeir það
megin tilganginn með starfi
sínu að vekja áhuga og skiln-
ing almennt á vettvangi við-
skiptalífsins á nauðsyn sterkr-
ar sameiginlegrar félagsupp-
byggingar eftir leiðum, sem
þeir útfæra nánar. Höfundarn-
ir taka þó skýrt fram, að frá
upphafi hafi þeir litið svo á,
að þeir hafi unnið þetta verk-
efni sem óháðir einstaklingar
og að þeir hefðu ekki gengið
svo langt að setja fram t.d
uppkast að lögum fyrir sam-
tökin í endurskipulögðu formi.
Slíkt væri naumast tímabært
fyrr en málið hefði verið
kynnt betur hlutaðeigandi að-
ilum.
Þessi afstaða nefndarinnar
verður að teljast mjög eðli-
leg, en rétt er þó að menn
geri sér grein fyrir því, að
einmitt með setningu laga og
reglna fyrir hið væntanlega
skipulag má búast við að
leysa þurfi hinar viðkvæm-
ustu og vandmeðförnustu hlið-
ar málsins, a.m.k. ef marka
má af umræðum og undirtekt-
um á liðnum árum, þegar
skipulagsmálin hafa verið til
umræðu.
EINU SINNI VAR
Sú var tíð, að samtök smá-
kaupmanna voru aðilar að
Verzlunarráði íslands. Á árun-
um eftir síðari heimsstyrjöld-
ina, þegar skömmtun og út-
hlutun leyfa var í algleym-
ingi, töldu fyrirsvarsmenn
Kaupmannasamtakanna hins
vegar, að málefnum sínum
væri betur borgið með því að
vera ekki í ráðinu og happa-
sælla mundi fyrir samtökin og
félagsmenn þeirra að draga
sig út úr Verzlunarráðinu og
vinna að málefnum smásölu-
verzlunarinnar á eigin vegum.
68
FV 1 1973