Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 72
Skipuleggjum starfið
framtíðinni
Heimsókn til Arthur Bell & Sons Ltd.
framleiðanda Bell‘s Whisky
Fréttamaður Frjálsrar verzl-
unar var nýlega á ferð í Skot-
landi, þar sem hann heimsótli
skozka whiskeyframleiðandann
Arthur Bell & Sons Ltd. og
fékk að skoða fyrirtækið,
þ.á.m. brugghús, vöruhús og
dreifingarmiðstöð.
Fyrirtækið var stofnað 1825
og hefur nú framleitt Bells
whiskey í 147 ár og framleiðsl-
an stöðugt aukizt. Bells wiskey
er nú mest selda whiskeyteg-
undin s markaðinum í Skot-
landi og eru það ekki lítil
meðmæli með vörunni, því að
Skotar hljóta að vita ailra
manna mest um whiskey. Bells
er í hópi þriggja söluhæstu
whiskeytegunda á Bretlands-
markaði með um 15% aí
markaðnum. Bells whiskey er
einnig flutt út til flestra landa
heims og 1971 jókst út-
flutningurinn um hvorki meira
né minna en 52%. Salan
fyrstu 6 mánuði 1972 nam
um 1C milljónum sterlings-
punda og var það um 25%
aukning miðað við sama tíma
1971.
Aðalstöðvar fyrirtækisins
hafa írá upphafi verið í borg-
inni Perth í Skotlandi skammt
frá bökkum Speyárinnar, sem
heimsfræg er orðin, því að úr
henni kemur nær allt það
vatn, sem notað er við fram-
leiðslu skozka whiskeysins, sem
whiskeymenn um allan heim
telja það bezta sem völ sé á.
Fréttamaður FV hitti að
máli í aðalstöðvum fyrirtækis-
ins, Reymond Miquel, aðal-
framkvæmdastjóra og ræddi
stuttlega við hann. Miquel er
ungur maður, 41 árs að aldri
og hefur getið sér góðs orðs í
brezku athafnalífi, sem harð-
duglegur og útsjónaisamur
stjórnandi, en hann hefur nú
starfað við fyrirtækið í 16 ár.
Arthur Bell & Sons, er nú
einn al' fáum sjálfstæðum
wiskeyframleiðendum í Bret-
landi, en flest fyrirtækin hafa
með árunum sameinast í stór-
ar samsteypur. Á sl. ári var
Bells gert að almenningshluta-
félagi og var eftirspurn eftir
hlutabréfum 17 sinnum meiri
en hægt var að anna. Hlutafé
er nú 15 milljónir sterlings-
punda.
Reymond Miquel: ,,Mitt hlut-
verk er að þróa og stœkka
fyrirtcekið og hugsa um fram-
tíð þess. Ég geri þá kröfu til
minna manna, að þeir vinni
allir með það grundvallarhlut-
verk í huga. Við œtlum okkur
stœrri hluta af markaðnum og
erum vissir um að geta það."
FV: Stjórnunaraðferðir þín-
ar hafa vakið athygli og ýmis
blöð og tímarit í viðskipta-
heiminum hafaskrifað um þær.
Hvað er það, sem þú telur
mikilvægasta atriðið í stjórn-
un?
Hr. Miquel: Hið mikilvæg-
asta er að starfsmenn, stjórn-
endur og umboðsmenn fyrir-
tækisins líti á Bells, sem núm-
er 1 á sínu sviði.
eftir
FV: Hvernig stjórnar þú fyr
irtækinu?
Hr. Miquel: Fyrirtækið er
framleiðslu- og sölufyrirtæki,
sem horfir alltaf fram í tím-
ann og skipuleggur starf
sitt eftir framtíðinni, en ekki
því, sem gerist í dag eða
gerðist í gær. Allir stjórnend-
u.r fyrirtækisins í hinum ýmsu
deildum halda reglulega fundi
í hverri viku. Eg fæ síðan
nákvæmar skýrslur af þessum
fundum og á þeim byggi ég
að mestu ákvarðanir mínar. Ég
legg mikla áherzlu á að fá all-
ar upplýsingar í hendur án
tafar, til að geta tekið snögg-
ar ákvarðanir.
Mitt hlutverk er að þróa og
stækka fyrirtækið og hu.gsa
um framtíð þess. Eg geri
kröfu til minna manna að þeir
vinni allir með það grundvall-
arhlutverk í huga. Við ætlum
okkur að ná stærri hluta af
markaðinum heima og erlend-
is og við erum allir vissir um
að við getum það. Meiri hluti
af tíma mínum fer í að huga
að útflutningsmálum og leiðum
til að auka hann, því að fram-
tíðaruppbyggingin byggist að
mestu á útflutningsmörkuðum.
Samkeppnin á whiskeymarkað-
inum er geysihörð, en við
vinnum einnig mikið saman að
sameiginlegum hagsmunamál-
um. Brezk stjórnvöld eru sí-
fellt að reyna að auka tekjur
sínar af whiskeyútflutningi, en
hlutur hins opinbera er þegar
orðinn gífurlegur. Ég get til
dæmis nefnt, að whiskeyflaska,
sem kostar 2,50 pund í búð
gefur okkur aðeins 30 pence
í aðra hönd.Þ.e.a.s. við fáum
tæplega 1/6 af venjulegu út-
söluverði. Haldi hlutur hins
opinbera áfram að stækka,
getur það orðið hættulegt fyrir
uppbyggingu og rekstrargrund-
völl fvrirtækjanna.
FV: Hvernig er þessu sam-
starfi háttað?
Hr. Miquel: Við sem störfum
72
FV 1 1973