Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 72
Skipuleggjum starfið framtíðinni Heimsókn til Arthur Bell & Sons Ltd. framleiðanda Bell‘s Whisky Fréttamaður Frjálsrar verzl- unar var nýlega á ferð í Skot- landi, þar sem hann heimsótli skozka whiskeyframleiðandann Arthur Bell & Sons Ltd. og fékk að skoða fyrirtækið, þ.á.m. brugghús, vöruhús og dreifingarmiðstöð. Fyrirtækið var stofnað 1825 og hefur nú framleitt Bells whiskey í 147 ár og framleiðsl- an stöðugt aukizt. Bells wiskey er nú mest selda whiskeyteg- undin s markaðinum í Skot- landi og eru það ekki lítil meðmæli með vörunni, því að Skotar hljóta að vita ailra manna mest um whiskey. Bells er í hópi þriggja söluhæstu whiskeytegunda á Bretlands- markaði með um 15% aí markaðnum. Bells whiskey er einnig flutt út til flestra landa heims og 1971 jókst út- flutningurinn um hvorki meira né minna en 52%. Salan fyrstu 6 mánuði 1972 nam um 1C milljónum sterlings- punda og var það um 25% aukning miðað við sama tíma 1971. Aðalstöðvar fyrirtækisins hafa írá upphafi verið í borg- inni Perth í Skotlandi skammt frá bökkum Speyárinnar, sem heimsfræg er orðin, því að úr henni kemur nær allt það vatn, sem notað er við fram- leiðslu skozka whiskeysins, sem whiskeymenn um allan heim telja það bezta sem völ sé á. Fréttamaður FV hitti að máli í aðalstöðvum fyrirtækis- ins, Reymond Miquel, aðal- framkvæmdastjóra og ræddi stuttlega við hann. Miquel er ungur maður, 41 árs að aldri og hefur getið sér góðs orðs í brezku athafnalífi, sem harð- duglegur og útsjónaisamur stjórnandi, en hann hefur nú starfað við fyrirtækið í 16 ár. Arthur Bell & Sons, er nú einn al' fáum sjálfstæðum wiskeyframleiðendum í Bret- landi, en flest fyrirtækin hafa með árunum sameinast í stór- ar samsteypur. Á sl. ári var Bells gert að almenningshluta- félagi og var eftirspurn eftir hlutabréfum 17 sinnum meiri en hægt var að anna. Hlutafé er nú 15 milljónir sterlings- punda. Reymond Miquel: ,,Mitt hlut- verk er að þróa og stœkka fyrirtcekið og hugsa um fram- tíð þess. Ég geri þá kröfu til minna manna, að þeir vinni allir með það grundvallarhlut- verk í huga. Við œtlum okkur stœrri hluta af markaðnum og erum vissir um að geta það." FV: Stjórnunaraðferðir þín- ar hafa vakið athygli og ýmis blöð og tímarit í viðskipta- heiminum hafaskrifað um þær. Hvað er það, sem þú telur mikilvægasta atriðið í stjórn- un? Hr. Miquel: Hið mikilvæg- asta er að starfsmenn, stjórn- endur og umboðsmenn fyrir- tækisins líti á Bells, sem núm- er 1 á sínu sviði. eftir FV: Hvernig stjórnar þú fyr irtækinu? Hr. Miquel: Fyrirtækið er framleiðslu- og sölufyrirtæki, sem horfir alltaf fram í tím- ann og skipuleggur starf sitt eftir framtíðinni, en ekki því, sem gerist í dag eða gerðist í gær. Allir stjórnend- u.r fyrirtækisins í hinum ýmsu deildum halda reglulega fundi í hverri viku. Eg fæ síðan nákvæmar skýrslur af þessum fundum og á þeim byggi ég að mestu ákvarðanir mínar. Ég legg mikla áherzlu á að fá all- ar upplýsingar í hendur án tafar, til að geta tekið snögg- ar ákvarðanir. Mitt hlutverk er að þróa og stækka fyrirtækið og hu.gsa um framtíð þess. Eg geri kröfu til minna manna að þeir vinni allir með það grundvall- arhlutverk í huga. Við ætlum okkur að ná stærri hluta af markaðinum heima og erlend- is og við erum allir vissir um að við getum það. Meiri hluti af tíma mínum fer í að huga að útflutningsmálum og leiðum til að auka hann, því að fram- tíðaruppbyggingin byggist að mestu á útflutningsmörkuðum. Samkeppnin á whiskeymarkað- inum er geysihörð, en við vinnum einnig mikið saman að sameiginlegum hagsmunamál- um. Brezk stjórnvöld eru sí- fellt að reyna að auka tekjur sínar af whiskeyútflutningi, en hlutur hins opinbera er þegar orðinn gífurlegur. Ég get til dæmis nefnt, að whiskeyflaska, sem kostar 2,50 pund í búð gefur okkur aðeins 30 pence í aðra hönd.Þ.e.a.s. við fáum tæplega 1/6 af venjulegu út- söluverði. Haldi hlutur hins opinbera áfram að stækka, getur það orðið hættulegt fyrir uppbyggingu og rekstrargrund- völl fvrirtækjanna. FV: Hvernig er þessu sam- starfi háttað? Hr. Miquel: Við sem störfum 72 FV 1 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.