Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 79
að vori. Þessi netaupptaka he£-
ur þegar haft það í för með
sér, að í nokkrum laxveiðiám
í Kanada var á liðnu sumri
bezta laxveiði síðan 1947, og
það stór lax. Nái fram að
ganga samkomulag það, sem
gert hefur verið um laxveiðar
á úthafinu vestur af Græn-
landi, mun þeim veiðum hætt
á næstu fimm árum, Netaveið-
in við Kanada, sem nú hefur
verið hætt, gaf í afla um %
af þeirri veiði, sem fengizt hef-
ur við Grænland. Þessi frið-
un getur haft mikilsverð áhrif
á alla stangaveiði í Kanada,
sem er helzti keppinautur ís-
lands um bandaríska laxveiði-
menn. Hér heima er bandarísk-
um laxveiðimönnum seld vikan
á allt að 1750 dali, en í Kan-
ada kostar hún í beztu ánum
nú um 650 til 700 dali, og er
þá öll þjónusta sú sama, og
betri að því leyti, að hver
veiðimaður hefur eigin leið-
sögumann. Þá getur friðunin á
vesturhluta Atlantshafsins haft
mikil áhrif á laxveiðar á Bret-
landseyjum.
SAMKOMULAG VANTAR
UM AUSTURHLUTA
ATLANTSHAFSINS
Okkar meginvon — okkar
laxveiðimannanna — iiggur í
því, að lögmál frelsis, fram-
boðs og eftirspurnar taki að
verka öfugt við það, sem ver-
ið hefur með auknu framboði
á veiðileyfum, sem víðast við
Atlantshafið. Það kann að ger-
ast á næstu fimm til tíu árum.
En til þess að reyna að flýta
þeirri þróun, á þann hátt, sem
fæstir gætu neitt haft gegn,
ætti aí fremsta megni að reyna
að koma á sams konar sam-
komulagi á austurhluta Atl-
antshafsins, og reynt hefur
verið að gera á vesturhluta
þess. Það samkomulag nær að-
eins til svæðisins, sem mark-
ast af beinni línu, dreginni
beint suður af suðurodda
Grænlands. ísland er á austur-
svæðinu. Verði Noregur til
dæmis með öllu friðaður fyrir
sjávarveiði á laxi, leikur lít-
ill vafi á því, að veiðiár þar,
sem um áratugi hafa haft á
sér alþjóðlegt orð, myndu á
ný fara að gefa þá veiði, er
þarf til þess að draga að er-
lenda veiðimenn. Með slíku
samkomulagi yrði jafnframt
girt fyrir þann möguleika, að
vetrarmið íslenzka laxins fynd-
ust. Stærð íslenzka laxastofns-
ins er ekki meiri en svo að
sennilega mætti gera hann að
engu, á aðeins einu ári, með
svipaðri sókn og verið hefur
við Lofoten eða vesturströnd
Grænlands.
TEKJUR AF ERLENDUM
VEIÐIMÖNNUM EÐLILEGAR
Án þjóðnýtingar, sem sumir
hafa minnzt á, skerðingar á
veiðirétti erlendra manna hér-
lendis, með öðrum orðum, án
umfangsmikilla ríkisafskipta,
sýnist bezt við eiga að snúa
vörn í sókn, stuðla að friðun
laxins og ræktun, hérlendis og
erlendis,, með öðrum orðum að
reyna að stuðla að því, að á ný
komist á það jafnvægi, sem
áður ríkti, því að — eins og
fróður Bandaríkjamaður sagð'
nýverið við mig. „Bandarískir
laxveiðimenn, sem hafa fé, eru
aðeins rúmlega 4000, og þeir
veiða ekki allir á hverju ári.“
Frá þjóðhagslegu sjónarmiði
— teljist það ekki svik við
innlendu stangaveiðiíþróttina
að komast svo að orði — þá
sýnist hins vegar lítill vafi á
því leika, að erfitt sé að vinna
gegn því á heilbrigðum grund-
velli, að þjóðin hafi þær tekj-
ur af erlendum veiðimönnum,
sem hún getur haft.
Verðí þær tekjur vel nýttar,
meðal annars til aukinnar
ræktunar og netafriðunar,
heldur laxveiðin áfram að
vaxa og þar kann því saman
að fara — þótt einkennilegt
megi virðast — peningasjón-
armið og náttúruverndarsjón-
armið, sem ætti síðar að skila
okkur betri veiðiám og fleiri
— og þegar allt kemur til alls,
verður víst ætíð að hugsa fram
í tímann.
neLtakk!
FV 1 1973
79