Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 20
fyrst og fremst um það að ræða, að útkoma sjávarútvegs- ins, — útgerðarinnar og hrað- frystihúsanna — var ærið góð á árunum 1970 og 1971, en hefur síðan farið versnandi. Ástæðurnar eru öllum kunnar, fyrst og fremst vaxandi til- kostnaður innanlands og að einhverju leyti lakari afli, að- allega lélegri aflasamsetning. Fjárfestingin í sjávarútveg- inum er líka afskaplega mikil og þýðir þetta í rauninni, að þessi atvinnugrein leggur ekki fyrir fyrningarfé og byggir ekki upp sjóði. Hún er að eyða þeim og auk þess leitar hún eftir þeirri lánafyrirgreiðslu, sem hægt er að fá. Samhliða þessu hefur sparn- aður farið hlutfallslega heldur minnkandi, einkum á seinni hluta ársins 1972, og reynir það eðlilega mjög á lausafjár- stöðuna. Okkur sýnist, að árið 1972 hafi innlánin aukizt um 12% miðað við 21% árið 1971 og útlán aukizt um 15% 1972, en 23% árið 1971. Hins vegar gerir maður sér vonir um, að hin bætta staða, sem útflutn- ingsatvinnuvegirnir fá við gengisbreytinguna verði til þess að bæta fjárhagsstöðu þeirra. Fjárþörfin hjá atvinnu- vegunum verður eftir sem áður mikil, því að fjárfestingin er mikil og hún verður fljót að gleypa þann ágóða, sem verða kann. — Hvað eru það miklar upp- hæðir, sem fara um Lands- banka íslands á einu ári? — Tölur liggja ekki fyrir um síðasta ár, en árið 1971 var velta bankans, innborganir og útborganir, 555 þúsund millj- ónir. Miðað við aðra banka er velta Landsbankans tiltölulega há, því að hann hefur mikla gjaldeyrissölu. Það er kann- ski eftirtektarverðast að at- huga tölur um afgreiðslufjölda. Þær eru hreint ekki svo fáar afgreiðslurnar, sem fram fara cg nóturnar, sem eru skrifað- ar. Árið 1971 hafa afgreiðslur orðið rúmar fimm milljónir, það er að segja nótur, sem skrifaðar eru og færslur í bók- um bankans. Þessi tala hefur farið miög vaxandi ár frá ári. ~ bankastjórar hafið áreiðanlega ekki farið varbluta af pagnrýni á útt>enslu banka- kerfisins og þá miklu fjármuni, sem varið er til bygginga og starfrækslu útibúa. Hvcrju svarið þið þvílíkum athuga- semdum? — Jú, það er alltaf verið að kvarta undan þessari þenslu, að afgreiðslustaðirnir séu of margir, of margt starfsfólk o. s. frv. Okkur hérna finnst, að við séum alltaf að fullnægja eftir- spurn, — að við séum að veita þjónustu, sem beðið er um. Við höfum aldrei ætlað okkur að þröngva þjónustu upp á einn eða neinn. Og það er ekki ann- að að sjá en að í þjóðfélaginu sé þörf fyrir þessa þjónustu í þeim mæli, sem hún er veitt núna. Það ætti heldur ekki að koma á óvart. Þetta er ekkert öðruvísi þróun en orðið hefur hvarvetna í heiminum hjá þjóðum, er komizt hafa á sama efnahagsstig og við höfum náð. Það er alls ekki rétt, sem hald- ið hefur verið fram, að banka- kerfið sé tiltölulega stærra hér en í nágrannalöndunum. Ef borið er saman við Norður- löndin er fjöldi útibúa hér og starfsmannafjöldi minni hlut- fallslega. — Hvað eru það margir, sem vinna hjá Landsbanka fslands og hvað eru útibúin mörg? — Hjá Landsbankanum vinna núna um 500 manns, um land allt. f Revkjavík eru úti- búin sex, en úti á landi höfum við útibú á Akranesi, ísafirði, Akureyri, Húsavík, Eskifirði, Höfn í Hornafirði, Selfossi, Grindavík og Keflavíkurflug- velli. en auk þess eru af- greiðsluskrifstofur frá bessum útibúum á nokkrum stöðum. — RíWir eitthvert samkomu- lasr milli bankanna um það, hvar heir setja upp útibú liver um sie? — Nei, það er siður en svo. í bví efni ríkir heldur ekkert kannhiaup. vegna bess að leyfi viðskintaráðunevtisins þarf til að setja upp út.ibú og Se'ðla- bankjnn er ráðunautur í því sambandi. Hann reiknar út, hvar eðhleet sé, að útibú komi og hver bankinn fái bað. Þann- ie eru umsúVnir bankanna um stofnun út.ibúa at.hugaðar af þessum aði'um, áður en ierfi em veit.t Oe bau hafa vfirleitt ek^i Ineið mjög á lausu að undanförnu. — Hvert er viðhorf almenn- ings til snurnaðar nú um þess- ar mundir. Þú nefndir, að dregið hefði úr spamaði að Viðskiptamaður kynnir sér upplýsingarit um hið nýja sparilána- kerfi Landsbankans. 20 FV 1 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.