Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 48
Tóbaksverzlunarinnar, Hjarta-
verndar og Krabbameinsfélags-
ins í sameiningu. Og það, sem
mér finnst alvarlegast í þessu
máli er það, að bæði Hjarta-
vernd og Krabbameinsfélagið
skuli leggja blessun sína yfir
þessi vinnubrögð, og undir-
gangast þessa pólitísku mis-
beitingu, sem þarna á sér stað,
og í annan stað, hvernig getur
sami maður stjórnað sölu á
vöru, og jafnframt barizt gegn
neyzlu hennar, eins og for-
stjóri Tóbaksverzlunarinnar
gerir.
— Er hægt að selja fólki allt
milli himins og jarðar með
auglýsingum?
— Þessi skoðun heyrist að
vísu oft, en er að mínu viti
tóm della, auglýsingin er aðeins
hjálpartæki, sem að gagni kem-
ur þegar varan uppfyllir þær
kröfur sem gerðar eru til henn-
ar, og stenzt samkeppni við
sambærilega hluti.
Ef svo er ekki, má ef til vill
vera að um einhvern tíma sé
hægt að véla fólk með auglýs-
ingum, en þegar fram í sækir
hittir það þann hinn sama í
hnakkann.
Sé ekki til staðar þörf fyrir
það sem auglýst er, gagnar aug-
lýsing ekkert hversu góð sem
hún kann að vera. Því er það
þegar til lengdar lætur þörf-
in og kostir þess sem auglýst
er, sem sker úr um árangurinn.
— Hvað viltu segja að lok-
um?
— Nútíma fjölmiðlun býður
upp á marga möguleika, og á-
hrifamátt auglýsingarinnar má
nýta á marga vegu.
En áhrifamátturinn ber einn-
ig í sér hættur, það er auðvelt
að misbeita honum, og ganga
of langt, í rauninni miklu auð-
veldara heldur en að beita hon-
um í skynsamlegu hófi. Farsæl
þróun á þessu sviði er í hönd-
um auglýsingastofanna fyrst og
fremst. Því er nauðsynlegt að
þeir sem að auglýsingum vinna
séu meðvitandi um ábyrgð
sína, og stundi sálfsgagnrýni.
Þér greiðið e.t.v.
aðeins meira fyrir
CUDQ
I staðinn fáið þér gæðagler, sem stenzt ýtrustu
kröfur verkfræðinga CUDO-eftirlitsins til framleiðslu
á tvöföldu gleri fyrir íslenzka staðhætti.
CUDO-merkið tryggir yður tvöfalda einangrun -
hljóðeinangrun og hitaeinangrun - fullkomna
erlenda tækni með meira en áratugs reynslu
á íslandi.
CUDOGLER; YÐAR ÖRYGGI.
CUpOGLER HF
SKULAGÖTU 26 SlMI 26866
TVÖFALT
[CUDÖ-I
GLERHF.II
48
FV 1 1973
argus