Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 22
tækis, sem hefur sín daglegu hlaupareikningsviðskipti hjá einhverjum öðrum banka. Þetta sama sjónarmið ríkir æ meir í viðskiptum bankanna við einstaklinga, og það fyrsta, sem við kynnum okkur, þegar beðið er um fyrirgreiðslu, er það, hvort viðkomandi sé fast- ur viðskiptamaður bankans. — Sú hlið á bankastjóra- starfinu, sem einna helzt snýr að almenningi er sú, sem birt- ist hér á morgnana í móttöku- tímum, þegar fólk kemur og biður um víxiIJán. Hvað gera bankastiórar eftir hádegið? —■ Hér í Landsbankanum höfum við tekið upp þá vinnu- aðferð, að einn okkar þriggja bankastjóranna er til viðtals hverja viku ásamt tveimur öðrum starfsmönnum bankans. Þessir þrír vinna svo þá vik- una sameiginlega að daglegri afgreiðslu, sem sé lánafyrir- greiðslu til einstaklinga og auk þess afgreiðslu á öðrum erind* um, sem liggja fyrir þann dag- inn eins og kaupum á vöru- víxlum frá fyrirtækjum, se_m eru í föstum viðskiptum. Ég held, að þetta sé skynsamlegt vinnufyrirkomulag og mér finnst, að bankastjórarnir eigi ekki að telja eftir sér að sinna þessu. Það er eðlilegt, að fólk vilji geta rætt við þá um vandamál af þessu tagi og það væri ekki rétt af bankastjóra að skjóta sér undan því, að fólkið fengi tækifæri til þess. Þá viljum við gjarnan stuðla að því, að fólk, sem viðskipti hefur úti í útibú- unum hér í Reykjavík, fari þangað með fyrirgreiðslubeiðn- ir sínar. Þær eru afgreiddar á nákvæmlega sama hátt þar og í aðalbankanum. Við viljum, að þróunin verði í þá átt, að fólk hafi öll sín bankaviðskipti á þeim stað, þar sem það á sparisjóðsbók eða ávísana- reikning. Þannig kynnist það bankanum, eða þeim anga hans, sem þama er. Starfsfólk- ið kynnist viðskiptamönnun- um og allt samband verður eðlilegra og meira öryggi yfir því. Nú, fyrir utan þetta eru allar meiriháttar ákvarðanir, t. d. um stærri lánsfyrirgreiðsl- ur, skoðaðar miklu vandlegar en nokkuð af þessu, sem ég hef nefnt hér að framan. Bankastjórarnir eru líka fram- kvæmdastjórar fyrir þetta fyr- irtæki, sem hefur um 500 manns í vinnu á um 20 stöð- um. Þar koma upp nákvæm- lega sömu vandamál og 1 öðr- um stórum fyrirtækjum, er lúta að vinnuaðferðum og vinnuaðstöðu, starfsfólki o. s. frv. Þetta verður almenningur ósköp lítið var við. „Hvað gera bankastjórarnir eftir hádegið?“ spyrja menn stundum. Þeir, sem verja morgninum í samtöl við fólk- ið í móttökutímanum, afgreiða beiðnir þess eftir hádegið. Þá höldum við einnig fund allra bankastjóranna, sem fjallar um þau mál, er bankastjórnin þarf að taka afstöðu til í heild. í það fara venjulega einn eða tveir klukkutímar og stundum miklu meira, — Þú nefndir samskipti bankans og viðskintamann- anna. Hvernig er bað í sam- bandi við lánafyrirgreiðslu bankanna, tíðkast það á nokkr- um öðrum stað í hciminum þetta víxlafyrirkomulag, sem hér er svo til alls ráðandi í lánamálum bankanna? — Það fyrirkomulag, að við- skiptamaðurinn fái öll mál sín afgreidd á þeim stað, þar sem hann hefur hin daglegu við- skipti sín, tíðkast víðast hvar erlendis, að ég hygg. Það er rétt, að þessir persónuvíxlar hafa orðið eins konar „stand- ard“ úrlausn við vandamálum einstaklinganna og það þekk- ist varla annars staðar en hér. Það er líka ósk okkar að geta smátt og smátt komið því í annað horf, og sparilánin eru skref í þá átt. Lánin, sem við veitum í því kerfi, eru ekki í formi víxla heldur skuldabréfs með mánaðarlegum gjalddög- um, sem eru við það miðaðir í bessu sérstaka kerfi, að fólkið leggi mánaðarlega til hliðar á sparnaðartímabilinu ákveðna upphæð, fái síðan lánið, þegar tímabilinu er lokið, en greiði svo af því með svipaðri mán- aðarlegri upphæð og það hef- ur sparað. Þarna verður sem sagt samhengi milli sparnaðar- tímabilsins og lánstímabils. Fyrir þessu verða ekki teknar neinar sérstakar tryggingar, því að lántaki verður búinn að ávinna sér það traust í bank- anum, að við teljum okkur ekki þurfa að vera að hnýsast í, hvaða tryggingar hann getur sett. Ég held það verði lika stefn- an í framtíðinni, alveg burtséð frá sparilánakerfinu, að lán til einstaklinga verði í formi skuldabréfa með mánaðarleg- um afborgunum. Maður, sem kemur hingað og biður um 50 þús. kr. víxil til þriggja mán- aða hefur ekki aðstæður til að borga hann nema í vændum sé einhver sérstök greiðsla til hans. Við erum næstum því all- ir í þessu þjóðfélagi launa- menn, sem fáum okkar kaup um hver mánaðamót. Með því verðum við að standa skil á ýmsum skuldbindingum. Þess vegna er nauðsynlegt, að við komum lánaformi okkar í það horf, að það verði í fullu sam- ræmi við þessa staðreynd. Þetta er sú hugsun, sem er- lendir bankar leggja til grund- vallar sínum viðskiptum við einstaklinga. — Hefur dregið úr bví, að viðskiptamennirnir leggi hið pólitíska mat á bankastjórana og leiti þá fyrst og fremst til þeirra, sem sigla undir sama póHtíska flagginu og beir sjálf- sjálfir? — Ég veit það nú varla, hvað viðskiptamennirnir hugsa í þessu tilliti. Oft hefur maður það á tilfinningunni þó, að við- skiptamenn haldi, að þeir geti fengið eitthvað greiðari úr- lausn, ef þeir hitta ákveðinn bankastjóra og þá þann, sem þeir álíta vinveittan sömu þjóðfélagsöflum og þeir eru sjálfir. Auðvitað er þetta á mjög miklum misskilningi byggt vegna þess, að við höf- um okkar mjög föstu reglur og viðmiðanir um það, hvað við getum gert fyrir menn og hvað ekki. Við höldum okkur við þessar reglur og afgreiðsla er engum tilviljunum undirorp- in eins og því, hvaða banka- stjóri fjallar um málið. — Nýtt þjónustufyrirbæri í sambandi við peningamálin er hin svonefnda gíróþjónusta. Hvernig hefur hún reynzt, það sem af er? — Ég held, að hún hafi í stórum dráttum reynzt vel. Þeir, sem hafa tekið upp inn- heimtu í gegnum hana eru al- mennt ánægðir, eins og t. d. Póstur og sími. Auk þess er algengt, að menn greiði Gjald- heimtunni og tryggingafélög- unum í gegnum gíró. Það er líka ákaflega mikið um það, að góðgerðafélög ýmis konar, sem eru með happdrætti eða^ safnanir, noti þetta kerfi og í þeim tilvikum er það mjög Framh. á bls. 67. 22 FV 1 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.