Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 65
ir, er hagstætt og rökrétt að velja staðlaða liti, sem auðvelt er að blanda. í notkun er litakerfi (,,Pan- tone“-kerfi), sem segir til um samsetningu lita og útlit mið- að við mismunandi notkun, svo sem fyrir mattan eða glatt- aðan pappír, vegna stórra og lítilla flata. Eðlilegast er, að fyrirtæki velji sér lit eða liti og noti hann út í gegn á öllum gögn- um fyrirtækis, sem að almenn- ingi snúa. Hægt er að kalla þá ,,fyrirtækisliti“. Ég veit um mörg dæmi frá þekktum, gömlum fyrirtækj- um, þar sem notaðar eru fjöl- margar mismunandi leturgerð- ir á hinum ólíku pappírum, jafnvel hvert eyðublað með sinni leturtegund. Engin sam- ræming í stærðum leturs, ekki stuðzt við viðurkennda staðla, hvorki í pappírsstærðum né því, að tekið sé tillit til þess, að pappírar eru tæki til hag- kvæmrar vinnslu. Velritun bréfa og annarra gagna er stór liður í starfi fyrirtækja. Sá tími er liðinn, að fyrir- tæki með sjálfsvirðingu geti látið slíkt viðgangast. Hendið lélegu dóti, sóðaleg- um, slitnum mótum, látið end- urvinna merki og skrift. Kom- ið upp einföldu, samræmdu kerfi pappíra, byggðu á viður- kenndum stöðlum og hagræð- ingarsj ónarmiðum. 3) Kerfisbundin vinnubrögð. Stjórn fyrirtækis verður að sjá til þess, að allt bað starfs- fólk, er fjallar um útlit á gögn- um þess, viti um þau grund- vallaratriði, er máli skipta. Gera þarf leiðbeinandi út- tekt af hálfu stjórnar fyrir- tækis og sé hún unnin af fag- mönnum á þessu sviði. Allalgengt er, að stór og jafnvel smá fvrirtæki erlendis eiei svona leiðbeinandi reglur (Design Guide) og margir um- boðsmenn erlendra fyrirtækja þekkja bessi plöeg, þar sem sagt er til um notkun merkja, lita og fleiri atriða í auglvs- ingum og öðrum gögnum við- komandi fyrirtækinu. Til bess að menn geri sér grein fyrir því, hver staða fvr- irtækis er á þessu sviði. mætti huesa sér könnun/úttekt, sem fælist í tiltölulega einfaldri ljósmyndun á þeim þáttum, Ast A 5l Aa Aa X X DSB kiosk ii X DSB ekspedition i Norregade 22 4- DSB restaurarrt DSB restaurant Þessi dœmi eru sýnishorn úr „Design Guide'' dönsku jórnbraut- anna. Þar er sagt íyrir um leturgerð, uppsetningu leturs og sýnt hvernig merkingar líta út í mismunandi notkun. — Unnið aí danska teiknaranum Niels Hartmann. sem ég gat um í upphafi. Pappírai', auglýsingar, skilti utan/innan, bílar, gluggar, bæklingar, umbúðir, fatnaður starfsfólks og e. t. v. fleira. Ef svarið er samhljóða að mati fyrirtækis og fágmanna: Samstætt útlit, greinilegt, fall- egt, þá er tilganginum náð, og ekki þörf frekari aðgerða í bili. Einnig mætti gera einfald- ar kannanir á áliti almennings á þessum þáttum, t. d. spyrja nokkurn fjölda manna um, hvort þeir kannist við merki fyrirtækis innan um önnur merki ómerkt fyrirtækinu. Einn meginþáttur í starfi fyrirtækis er vilji til að vera sjálfstætt, öðruvísi, — betra en samkeppnisaðilar. Liðir í þeirri viðleitni eru löngun til nýjunga, jafnvel kjarkur til frumlegheita. En þó skal hafa að meginmarkmiði samræmi og ákveðinn heildarsvip í öllu, sem frá fyrirtæki fer, eða að umhverfinu snýr. Einstakir liðir skapa heild- armyndina: meðferð á skrif- uðum texta, snyrtilegur frá- gangur bréfa, góður texti, vel með farið mál í prentuðum gögnum, svo sem bæklingum og auglýsingum. Einnig vil ég benda á mikil- vægi þess, að starfskraftar fyr- irtækis hafi ánægju af því að vinna eftir þeim leikreglum og með þeim gögnum, sem fyr- irtækið kynnir sig með. Fallegt merki, skrift og pappírar og vilji til snyrti- mennsku eru þættir í „sál- fræðilegri löngun“ teiknara til að gera góða hluti til kynn- ingar á fyrirtæki. Auðveldara er að byggja starf á góðum hlutum en lélegum. Að lokum langar mig að- eins til að koma inn á nýjustu kenningar um einföldun. Lögð er á það áherzla hjá mörgum teiknurum erlendis, að nú sé ástæða til að einfalda dæmið enn frekar. Samkeppni merkja og nafna sé slík, að of mikið sé að vera bæði með skrift og merki. Þetta þurfi að einfalda. Nægilegt sé annað hvort, og þá frekar nafn, helzt stutt og greinilegt, t. d. skammstöfun, sem fyrirtæki gengur undir og verður einkenni, unnið á sér- stakan, skýran hátt. Mín skoð- un er sú, að þessar aðstæður séu enn ekki fyrir hendi hjá okkur, en rétt sé að huga að þessum rökum. FV 1 1973 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.