Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 89
Hún lcigði arminn um hálsinn
á honum og horfði djúpt í
augu hans:
— Væri ég nú álfamærin ljúfa
og lofaði að uppfylla þrjár
heitustu óskir þínar, hverjar
væru þá hinar tvær?
♦
Dómarinn: Þér fáið 30 ár.
Sakborningur: Ég er nú
orðinn 65 og lízt illa á að ég
geti tekið þau öll út.
Dómarinn (hallar sér að sak-
borningi og hvíslar vinsamlega
í eyra hans): —Það er allt í
lagi. Þér gerið bara eins og
þér getið, væni minn.
♦
— Hvað er þetta. Ég hélt þú
værir farinn í þriggja vikna
bisness-ferð til Ameríku.
— Já, ég hafði líka reiknað
með^ því. En ég slapp méð
sekt.
♦
Yfirlæknirinn kom á hælið
eftir stutt orlof.
— Jæja. Hvernig gengur með
þennan, sem heltlur að hann
sé köttur.
— Æ. hann er dáinn. Hann
sneri sig úr hálsliðnum, þegar
hann var að reyna að þvo a
sér bakið.
♦
— Ó mamma.. Höfum við
ekki verið heppin með litla
bróður?
— Jú, og því það?
— Það stóð nefnilega í blaði,
að fimmta hvert barn sem
fæddist væri Kínverji.
mm
í Lonaon
.U^fJ
sunna
travel
©
©c
Flogið beint alla sunnudaga.
Verð frá 14.900,-.
Dvöl á Hotel Kennedy, sem er 1. flokks
hótel, öll herbergin með einkabaði og
sjónvarpi. Verð 16.900,-
Kynnið yður hinar fjölbreyttu
kynnis- og leikhúsferðir.
Útvegum 10% afslátt í ýmsum
góðum verzlunum og meðlimakort .
á skemmtistaði.
I samvinnu við BEA.
Vinsamlegast fyllið út nafn, heimilisfang og símanúmer,
og sendið skrifstofu okkar. Þá munum við senda (eða' hringja)
your allar upplýsingar.
nafn:
1 heimilisfang: sími:
FERBASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRSTI7
SlMAR 1640012070
♦
FV 1 1973
89