Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 17
Bandaríkin IMýjar aðgerðir til að hindra flugvélarán Flugfarþegar í Bandaríkjun- um munu á næstunni finna enn betur fyrir ströngum var- úðarráðstöfunum, sem gerðar verða til að koma í veg fyrir flugvélarán. Ýmis konar raf- eindatækjaskoðun, leit í hand- töskuin og vopnaður vörður við útgöngudyr flugstöðvanna hefur nú verið fyrirskipað á æ fleiri flugvöllum. í hinum stærri flugstöðvar- byggingum hafa ný og öflugri málmleitartæki verið tekin i notkun og hafa þau leitt til mun betri árangurs í fyrir- byggJandi aðgerðum en eldri tæki gerðu. Nú munu um 200 slik í notkun en gert er ráð fyrir að þau verði rúmlega 1000 í byrjun febrúarmánaðar n.k. Tækjum þessum er komið fyrir við hlið að útgöngudyr- um í flugvélar, þannig að far- þegar ganga í gegnum geisla þeirra. MARGS KONAR AÐGERÐIR ÁFORMAÐAR Auk þessara stærri málm- leitartækja eru líka notuð FV 1 1973 smærri tæki, sem flugvalla- starfsmenn nota í leitinni að hugsanlegum flugvélarræningj- um. Flugmálastjórn Bandaríkj- anna hefur dreift um 1200 af þeirri gerð til 531 flugvallar, sem reglubundið áætlunarflug fer um í Bandaríkjunum. Það er sambandsstjórnin í Was- hington, sem greiðir kostnað vegna þessa tækjabúnaðar. Einkennisklæddir verðir eru nú sífellt að störfum á 80 stærstu flugvöllunum auk 1100 sérþjálfaðra lögreglu- manna, sem eiga að glíma við mál af þessu tagi á 40 öðrum flugvöllum. Allt þetta er aðeins byrjun á mjög auknu eftirliti, sem haldið verður uppi á banda- rískum flugvöllum. Samgöngu- ráðherrann bandaríski til- kynnti í byrjun desember hverra aðgerða yrði gripið til á næstu vikum: • Frá og með 5. janúar eiga allir farþegar, sem fara um borð í bandarískar flugvélar að gangast undir skoðun með rafeindatækjum eða þá að leit- að sé á þeim af öryggisvörð- um á flugvöllum. Ennfremur verður leitað gaumgæfilega í öllum handtöskum, sem far- þegar ætla að hafa með sér í farþegaklefa flugvélar. & Þann 6. febrúar munu vopnaðir verðir taka sér stöðu við öll afgreiðsluborð í flug- stöðvarbyggingum og fylgjast með því, hverjir þar fara í gegn. Þetta eiga að vera lög- gæzlumenn úr viðkomandi hér- aði, ekki öryggisverðir alríkis- lögreglunnar. Á flugvellinum í Atlanta, þar sem leitaraðferðir hafa verið reyndar undanfarið, hefur eitt flugfélagið komið fyrir stórum leitartækjum við anddyri að 28 afgreiðsluborð- um. Ef fram koma torkennileg merki á leitartækjunum er við- komandi farþegi beðinn að losa sig við alla málmhluti og sýni tækin þá enn hættumerki er leitað á farþeganum. Af þeim 13000 farþegum, sem þannig voru athugaðir á ein- um degi, hreyfði aðeins einn mótmælum. HVER BORGAR BRÚSANN? Samkvæmt áætlun sam- gönguráðherrans verður þörf á 3000 vopnuðum vörðum á bandarískum flugvöllum. Kostnaður við þetta verður greiddur af svæðisyfirvöldum eða viðkomandi flugvallar- stjórn. Flugmálastjóri Chicago- borgar gerir ráð fyrir að var- úðarráðstafanir gegn hinum hugsanlegu flugvélaræningjum muni kosta um 3,8 milljónir dollara á ári á þremur flug- völlum borgarinnar. Á O’Hare- flugvellinum einum verður að ráða til starfa 300 öryggisverði til viðbótar þeim sem fyrir eru. Yfirvöldin á flugvellinum í Los Angeles telja, að það kosti um 4,3 milljónir dollara á ári að ráða, þjálfa og greiða kaup þeim 285 einkennisklæddu vörðum, sem þar verður þörf. 17 Flugfarþegi gengur inn í klefa, þar sem rafeindatceki leita að málmhlutum á honum. Slíkar aðgerðir eru nú viðhafðar á öllum helztu flugvöllum í Bandaríkjunum. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.