Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 17
Bandaríkin
IMýjar aðgerðir til að hindra
flugvélarán
Flugfarþegar í Bandaríkjun-
um munu á næstunni finna
enn betur fyrir ströngum var-
úðarráðstöfunum, sem gerðar
verða til að koma í veg fyrir
flugvélarán. Ýmis konar raf-
eindatækjaskoðun, leit í hand-
töskuin og vopnaður vörður
við útgöngudyr flugstöðvanna
hefur nú verið fyrirskipað á
æ fleiri flugvöllum.
í hinum stærri flugstöðvar-
byggingum hafa ný og öflugri
málmleitartæki verið tekin i
notkun og hafa þau leitt til
mun betri árangurs í fyrir-
byggJandi aðgerðum en eldri
tæki gerðu. Nú munu um 200
slik í notkun en gert er ráð
fyrir að þau verði rúmlega
1000 í byrjun febrúarmánaðar
n.k. Tækjum þessum er komið
fyrir við hlið að útgöngudyr-
um í flugvélar, þannig að far-
þegar ganga í gegnum geisla
þeirra.
MARGS KONAR AÐGERÐIR
ÁFORMAÐAR
Auk þessara stærri málm-
leitartækja eru líka notuð
FV 1 1973
smærri tæki, sem flugvalla-
starfsmenn nota í leitinni að
hugsanlegum flugvélarræningj-
um. Flugmálastjórn Bandaríkj-
anna hefur dreift um 1200 af
þeirri gerð til 531 flugvallar,
sem reglubundið áætlunarflug
fer um í Bandaríkjunum. Það
er sambandsstjórnin í Was-
hington, sem greiðir kostnað
vegna þessa tækjabúnaðar.
Einkennisklæddir verðir eru
nú sífellt að störfum á 80
stærstu flugvöllunum auk
1100 sérþjálfaðra lögreglu-
manna, sem eiga að glíma við
mál af þessu tagi á 40 öðrum
flugvöllum.
Allt þetta er aðeins byrjun
á mjög auknu eftirliti, sem
haldið verður uppi á banda-
rískum flugvöllum. Samgöngu-
ráðherrann bandaríski til-
kynnti í byrjun desember
hverra aðgerða yrði gripið til
á næstu vikum:
• Frá og með 5. janúar eiga
allir farþegar, sem fara um
borð í bandarískar flugvélar
að gangast undir skoðun með
rafeindatækjum eða þá að leit-
að sé á þeim af öryggisvörð-
um á flugvöllum. Ennfremur
verður leitað gaumgæfilega í
öllum handtöskum, sem far-
þegar ætla að hafa með sér í
farþegaklefa flugvélar.
& Þann 6. febrúar munu
vopnaðir verðir taka sér stöðu
við öll afgreiðsluborð í flug-
stöðvarbyggingum og fylgjast
með því, hverjir þar fara í
gegn. Þetta eiga að vera lög-
gæzlumenn úr viðkomandi hér-
aði, ekki öryggisverðir alríkis-
lögreglunnar.
Á flugvellinum í Atlanta,
þar sem leitaraðferðir hafa
verið reyndar undanfarið,
hefur eitt flugfélagið komið
fyrir stórum leitartækjum við
anddyri að 28 afgreiðsluborð-
um.
Ef fram koma torkennileg
merki á leitartækjunum er við-
komandi farþegi beðinn að
losa sig við alla málmhluti og
sýni tækin þá enn hættumerki
er leitað á farþeganum. Af
þeim 13000 farþegum, sem
þannig voru athugaðir á ein-
um degi, hreyfði aðeins einn
mótmælum.
HVER BORGAR BRÚSANN?
Samkvæmt áætlun sam-
gönguráðherrans verður þörf á
3000 vopnuðum vörðum á
bandarískum flugvöllum.
Kostnaður við þetta verður
greiddur af svæðisyfirvöldum
eða viðkomandi flugvallar-
stjórn. Flugmálastjóri Chicago-
borgar gerir ráð fyrir að var-
úðarráðstafanir gegn hinum
hugsanlegu flugvélaræningjum
muni kosta um 3,8 milljónir
dollara á ári á þremur flug-
völlum borgarinnar. Á O’Hare-
flugvellinum einum verður að
ráða til starfa 300 öryggisverði
til viðbótar þeim sem fyrir
eru.
Yfirvöldin á flugvellinum í
Los Angeles telja, að það kosti
um 4,3 milljónir dollara á ári
að ráða, þjálfa og greiða kaup
þeim 285 einkennisklæddu
vörðum, sem þar verður þörf.
17
Flugfarþegi gengur inn í klefa, þar sem rafeindatceki leita að
málmhlutum á honum. Slíkar aðgerðir eru nú viðhafðar á öllum
helztu flugvöllum í Bandaríkjunum.
L