Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Side 41

Frjáls verslun - 01.01.1973, Side 41
Ovenjulegar auglýsingar vekja athygli Rætt við Gunnar Dungal, forstjóra Pennans Þegar verzlunin stóð sem liæst nokkrum dögum fyrir jól leit fréttamaður FV inn á skrif- stofu Pennans s.f. í Hafnar- stræti og hitti að máli Gunnar Dungal, forstjóra. Gunnar er einn af þeim framkvæmda- mönnum, sem tekið hefur aug- lýsingar í sína þjónustu með góðum árangri og auk þess vekja þær jafnan athygli manna. Gunnar féllst á að svara nokkrum spurningum um hvernig hann skipuleggur aug- lýsingaherferðir Pennans. EKKI AUGLÝSINGA- STOFUR EINGÖNGU — Gunnar, þú notar ekki mikið auglýsingastofur. Hvers vegna ekki? — Það eru margar ástæður fyrir því að ég nota ekki aug- lýsingastofur eingöngu. Þegar ég var við nám í V—Þýzkalandi fyrir nokkrum árum, þá var ég meðal annars í starfsþjálfun í auglýsingadeild Pelikan—verk- smiðjanna í Hanover. Þar sá ég hvernig auglýsingar eru unn- ar og lærði jafnframt glugga- útstillingar og að setja upp aug- lýsingar. Auglýsingin sjálf er raunverulega ekki svo mikið verk, en vanda þarf undirbún- in hennar. Fyrirtækið, sem ætl- ar að auglýsa, þarf að ákveða hvaða vöru það ætlar að taka fyrir hverju sinni; þar á eftir þarf að ákveða hvaða ,,slogan“ á að nota. Næst á eftir kemur mynd og rammi auglýsingarinn- ar. Þetta eru fjögur meginatr- iði. „JÖRÐ TIL SÖLU“ — Hvernig skipuleggur þú auglýsingaherferðir Pennans? — Ég ákveð hvað ég auglýsi á hverju sölutímabili fyrir sig, en þau eru þrjú í þessari verzl- unargrein, þ.e.a.s. þegar skól- inn byrjar á haustin, síðan kemur jólaverzlunin og bók- lialdsáramótin reka lestina. Það má segja að ég gangi með þetta í maganum í nokkra mánuði og velti þá fyrir mér hvaða slagorð verði bezt að nota Gunnctr: „Legg íram hug- myndina og ákveð efni." hverju sinni. Ég reyni að gei'a venjuleg orð óvenjuleg, eða venjulegar setningar óvenjuleg- ar. Sem dæmi um þetta má nefna auglýsinguna „Jörð til sölu“ eða „Pennavinir“. í ár varð Penninn 40 ára og ef við hefðum sagt í auglýsingunni t.d. „40 ára“, þá hefði enginn veitt henni athygli, svo að í stað þess sögðum við „40 jóla“. Um tíma var ég að hugsa um að auglýsa taflmenn, sem skornir eru í tré, undir fyrirsögninni „Timburmenn“, í staðinn fyrir t.d. „Höfum fyrirliggjandi tafl- menn úr tré“, sem fáir hefðu lesið. Nú önnur ástæða fyrir því að ég nota ekki eingöngu auglýsingastofur er sú að á flestum þessum stofum starfa aðeins nokkrir teiknarar og þeir hljóta af þeim sökum að vera með ákveðinn stíl og falla þess vegna í fastan ramma, sem ég vil vera laus við. Við skulum í þessu sambandi athuga hvernig þessum mál- um er háttað í Vestur—Þýzka- landi, þar sem eytt er í auglýsingar 330 milljörðum ísl. króna á ári. Þar gerir almenningur sömu kröfur til auglýsenda og hér, þ.e.a.s. ósk- ar eftir fjölbreytni og nýjung- um í auglýsingum. A auglýs- ingastofum í V—Þýzkalandi starfar mikill fjöldi teiknara, sem sífellt koma með nýjar og ferskar hugmyndir, sem tryggja að auglýsingin grípur auga les- andans. Hér eru starfandi 5— 6 auglýsingastofur með fáa teiknara. Ég á við, að það er ekki hægt að búast við því að 5—6 stofur geti verið jafn frjóar og sambærileg fyrir- tæki erlendis með miklu rík- ari markaði. ÓÁNÆGÐUR MEÐ MERKI AUGLÝSIN G ASTOFA — Nú notar þú samt teikn- ara á auglýsingastofum hér? — Það er rétt. Ég legg fram hugmyndina og ákveðið efni, en auglýsingastofan sér um uppsetninguna og hlutfall aug- lýsingarinnar. Ég dreifi sjálfur auglýsingum til fjölmiðla og geri 3 mánaða áætlun hverju sinni, sem ég reyni að hafa til- búna 2 mánuðum áður en sölu- tímabilið hefst. Ég vil einnig nefna það, að ég sem auglýsandi er fjarri því að vera ánægður með það fyr- irkomulag sem hér ríkir að auglýsingastofur setji merki sitt alltaf á áberandi stað í auglýs- FV 1 1973 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.