Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.02.1973, Qupperneq 27
við hæfi fjöldans. Þannig urðu húsgögnin frá mér fyrst og fremst ódýr húsgögn. Hvaða lánafyrirgreiðslu pen- ingastofnana var um að ræða, þegar sett var á stofn nýtt fyrirtæki á borð við Víði? — Mér hafði tekizt að kaupa nýjar vélar frá Englandi og án lánafyrirgreiðslu. Þá voru við- horfin svo gjörólík því, sem nú gerist, því að bankarnir lögðu megináherzlu á að koma út peningum, sem þeir sátu uppi með. Vextirnir voru meira að segja lækkaðir í þessu skyni. Þannig var það, að ég fékk fyrirheit um 300 þús. kr. til að byggja nýja húsið á Lauga- veginum, sem ég hélt að nægði sem viðbót við mitt eigið fé. Síð- ar kom nú í ljós, að byggingar- kostnaðurinn reyndist meiri en ég hafði búist við — en lánið frá bankanum fékk ég ekki eins og lofað hafði verið, því að þá var gengin í gildi ný stefna um útlán og ég fékk á endanum % af því, sem heitið hafði verið. Húsið var byggt og opnaði ég þar strax húsgagnaverzlun í austurhluta fyrstu hæðar, en vesturhlutinn var leigður út. Á annarri hæð voru skrifstofur og vélasalur, bekksalur á þeirri þriðju með hefilbekkjum og samsetningu og lager á efstu hæðinni. Eftir brunann 1956 var bætt við tveim hæðum ofan á hús- ið og starfsemin flutt lítillega til á milli hæða. Nú er hús Víðis alls 5500 fermetrar að flatarmáli. — En hvernig gekk að fá hráefni til að smíða úr? Ekki hafa viðskiptahöftin ng skömmtunartímarnir síður komið illa við ykkur en svo marga aðra. — Við höfum ýmist keypt af lager eða flutt inn sjálfir og segja má að verulegir erfiðleik- ar hafi aldrei verið í rekstri Víðis nema einkanlega á skömmtunarárunum, á tímabil- inu 1950—1960. Þá voru það skömmtunarstjórarnir sem á- kváðu, hvað við þyrftum mik- ið magn af hráefni til þess að smíða úr. Yfirleitt komu inn- flutningsleyfin alltof seint, svo að við urðum að halda mann- skapnum við eitthvert dútl á meðan beðið var. Venjulega gekk þetta svo þannig fyrir sig, að mennirnir á litlu verkstæðunum báðu um svo lítið, að ekkert var hægt að klípa af þeirra skammti en þess í stað tekið af okkur, sem vor- um með fjölda manna í vinnu. Þeir ákváðu sem sagt, hvað þyrfti af efni handa hverj- um manni. Svo fóru leyf- in að ganga kaupum og söl- um eins og hver önnur verzl- unarvara. Það stoðaði held- ur litið að senda inn sakleysis- lega umsókn um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi. Það varð að fara tveim kluk'kutímum fyrir opnun niður á skrifstofu „Nefndarinnar“ á Skólavörðu- stígnum, þar sem biðröðin lá niður alla stiga og út á götu. Svo var talað við einhvern nefndarmanninn og hann beð- inn að veita málinu liðsinni án þess þó að nein ákveðin svör væru við því gefin. — Hefur Víðir náð sinni fullu stærð? Eru fyrirhugaðar einhverjar breytingar á rekstr- arfyrirkomulaginu eða verður haldið áfram með sama hætti og nú? — Á þessum 42 árum, sem lið- in eru síðan ég byrjaði að smíða og selja, hefur þetta þróazt frá því að ég var einn fyrstu níu árin, upp í fyrirtæki með um 100 starfsmenn eins og Víðir er nú. Hér er ársvelta nú yfir 110 milljónir og launagreiðslur nema 33—34 milljónum. En kyrrstaða er að mínum dómi sama og afturför. Nú er Viðir orðinn svo stór, að við erum að sprengja utan af okkur húsnæðið. Þess vegna könnum við nú möguleika á að byggja nýtt hús og þrefalda um leið afköstin. Með endurskipulagn- ingu má tvö- eða þrefalda afköstin. — í Noregi eru vinnuafköstin tvöföld í hús- gagnasmíðinni miðað við af- köstin hérlendis að því er fram kom við úttekt norsks sérfræðings á íslenzka hús- gagnaiðnaðinum fyrir hálfu öðru ári. Véltæknin í þessari fram- leiðslugrein er orðin svo mikil, og til þess að koma henni við þarf nýtt hús. Hér hafa vélarn- ar verið settar niður eftir því, hvar við höfum haft gólfpláss fyrir þær. Erlendis er þetta allt í vissu kerfi, ein vélin tekur við af annarri nokkurn veginn sjálfkrafa en hér þurfum við að stafla efninu upp á vagna og flytja á milli véla á mismun- andi hæðum í húsinu. Ég get nefnt sem dæmi, að við þurfum tvo menn til að sækja plötu á lagerinn og tvo til að koma henni í gegnum sög. í þessu tilfelli ætti að nota lyft- ara, sem tekur 5 plötur í einu og kemur þeim á sögina. Með þess konar tækjabúnaði mætti fimmfalda afköstin miðað við það sem gert er um þessar mundir. Þannig mætti nefna fjölmörg svipuð dæmi um það, hvernig betri vélakostur í hinum ýmsu framleiðsluþáttum getur marg- faldað afköstin. Flytja þarf efni á milli hœða og einstakra véla. Með nýjum húsakynnum yrði hœgt að koma við tœkjum, sem spöruðu mjög vinnukraft, sem í þetta fer. FV 2 1973 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.