Frjáls verslun - 01.02.1973, Qupperneq 41
m
IWO -
vaxandi
IWO er danskt fyrirtæki,
sem framleiðir ýmis kæli- og
frystitæki auk loftræstikerfa.
Um tíu ár eru liðin frá stofn-
un þess og voru starfsmenn í
upphafi tveir, framkvæmda-
stjóri og einkaritari, en í dag
starfa hjá fyrirtækinu rúm-
lega eitt hundrað manns.
IWO framleiddi 1 fyrstu að-
eins litlar frysti- og kæligeymsl-
ur fyrir verzlunar- og iðnfyrir-
tæki en hefur nú aukið fram-
leiðsluna og býður nú upp á auk
ofangreindra geymslna, allar
stærðir frystiklefa og kæliklefa
og fjölmargar tegundir og
stærðir frysti- og kælikassa fyr-
ir verzlanir og iðnfyrirtæki.
Fyrir tveimur árum hóf IWO
svo framleiðslu á loftræstikerf-
um, sem hafa verið sett upp
víða t. d. í sjúkrahúsum og öðr-
um opinberum byggingum.
Fyrirtækið hefur beitt ýms-
um nýjungum til að kynna
framleiðslu sína. Má t. d. nefna
það, er skipið ,,Frostmonsunen“
var tekið á leigu, var varningi
IWO komið fyrir í því og siglt
í söluferð til ýmissa hafna við
Norður-Atlantshaf. í þeirri ferð
var stofnað til viðskiptasam-
banda í Færeyjum, á íslandi og
Grænlandi. í annað skipti fóru
þeir í svipaðan söluleiðangur
innan Danmerkur, og þá í sér-
staklega útbúinni járnbrautar-
lest.
IWO annast yfirleitt uppsetn-
ingu og viðhald þeirra tækja
er fyrirtækið selur, en sé af
einhverjum ástæðum erfitt um
vik, eins og þegar seld eru tæki
í Afríku og Suður—Ameríku,
þá semur IWO við fyrirtæki á
staðnum sem annast uppsetn-
ingu á réttan hátt. Árlega býð-
ur IWO starfsfólki sínu til ráð-
stefnu þar sem því eru kynnt-
ar helztu nýjungar á sviði kæli-
og loftræstitækni.
Umboðsmaður IWO á íslandi
er Hervald Eiríksson, Laufás-
vegi 12.
Senda út myndalista yfir
triilofunarhringa
Gull og Silfur er um það bil
ársgömul verzlun sem þegar
hefur haslað sér völl á sínu
sviði. Verzlunina, sem er á
Laugavegi 35, eiga fjórir
feðgar og sta.rfa þrír þeirra
við hana.
Eru það þeir Steiniþór Sæ-
mundsson gullsmíðameistari,
sem áður var meðeigandi verzl-
unarinnar Steinþór og Jóhann-
es, og synir hans Sigurður, sem
einnig er meistari í iðninni og
Magnús, er stundar nám hjá
þeim.
í verzluninni Gull og Silfur
selja þeir skartgripi bæði
heimaunna og innflutta og
FV 2 1973
37