Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Page 32

Frjáls verslun - 01.05.1973, Page 32
band við EBE. Blaðafregnir frá Kína, sem runnar eru und- an rifjum stjórnarherranna, og sem birtust eftir 1. janúar sl. þegar EBE hafði formlega samþykkt aðild Breta, gengu svo lar.gt, að minnstu munaði, að Kinverjar óskuðu Bretum til hamingju með aðildina. í umræddum greinum kemur glöggt fram, að Kínverjar eru ánægðir með stækkun banda- lagsins, og eru fúsir að gera viðskiptasamning við það. Kínverjar fagna stækkun EBE. Dagblað Alþýðunnar í Pek- jng skrifaði m.a. um stækkun EBE: „Vestur-Evrópuríkin reyna nú að styrkja samstöðu sína til að draga úr yfirráðum risaveidanna tvéggjja". Allt frá þessum tíma, hefur þetta verið undirtónninn í skoð- un Kínverja á þessum mál- efnum. — Kínverskir fjöl- miðlar hafa greint frá því, að þetta væri ánægjuleg þróun í Vestur-Evrópu, enda hefðu Sovétríkin og Bandaríkin vax- andi áhyggjur , áf stækkun bandalagsins. Kínverski for- sætisráðherrann, Chou En-Lai, skýrði ífalska utanríkisráðherr- anum, Guiesppe Medici, frá því, að ríkisstjórnin í Peking væri hæstánægð með þróun sameiningarmála Evrópuríkja. Chou lét ekki þar við liggja, heldur tjáði ítalska ráðherr- anum, að vaxandi samskipti EBE-ríkjanna mættu ekki ein- ungis vera á sviði efnahags- mála, heldur yrðu þau einnig að vera á sviði hernaðar og stjórnmála. „Kínverska stjórn- in óskar eftir því að sambandið sé ekki eingöngu sjáanlegt, held- ur verður það að vera raun- veruiegt“, stgði Chou. Yfirlýsing hans átti að gefa til kynr.a, að Kínverjar óskuðu þess, að hægfara stjórnmála- þróun EBE-ríkja væri æski- legri en fyrirhuguð öryggis- málaróðstefna Evrópuríkja, sem Sovétmenn eiga hugmynd- ina að. Ráðstefnan hefur verið í undírbúningi á fundum í Helsinki á undanförnum mán- uðum, en Kínverjar hafa mesta ímugust á henni. í opinberum yfirlýsingum Kínverja, kemur bersýnilega í ljós, að þeir líta þróun mála í Vestu."- Evrópu, sem tilraunir viðkomandi ríkja, til þess að losna undan því oki, sem þeir nefna: „afskipta- og yfirráða- stefnu risaveldanna tveggja“. „EBE býr við stöðuga ógnun og samkeppni frá risaveldun- um, ‘ segja Kínverjar. Ráða- menn í Peking segjast gera sér grein fyrir því, að innan bandalagsins ríki nokkur skoð- ana- og hagsmunaágreiningur, en þeir séu samt fúsir til sam- starfs við bandalagsríkin, eins og önnur ríkjasambönd, sem stefna að því að auka eigið sjálfstæði, þ.e.a.s. án afskipta risaveldanna. Sovétmenn óhressir. Pekingstjórnin hefur þegar gert sér raunsæja hugmynd um EBE, sem gefur til kynna m.a., að Kína hafi áhuga á að nýta hin umfangsmiklu viðskipta- og stjórnmálatækifæri, sem skapast með vaxandi samskipt- um við bandalagið. Þá telja þeir, að Vestur-Evrópa sé um það bil að komast inn í nýtt tímaskeið. sem byggist á vax- andi sndstöðu gegn yfirráða- stefnu Sovétríkjanna sem eru erkióvinur Kínverja nú. Sovétríkin hafa harðlega gagnrýnt hinn mikla áhuga Kínverja á EBE. Fjölmiðlar Moskvuborgar segja, að Kín- verjar séu andvígir fækkun í herjum hernaðarbandalaga Evrópu og að Kínversku leið- togarnir hafi tekið höndum saman við „einokunarkapital- istana“ í baráttunni gegn Sovétrikjunum. Efnahagsbandalagið getur orðið bitbein í vaxandi deil- um Kína og Sovétríkjanna á sviði sljórnmála og hugmynda- fræði. Bæði ríkin hafa gert sér grein fyrir breytingum á valdahlutfallinu í Evrópu og viðurkenna hana. Kínverska stjórnin hefur tekið upp mun umfangsmeiri utanríkisstefnu eftir að hafa afskr.'fað hina hörðu Maoista stefnu menningarbyltingar- tímabilsins frá 1966 til 1969, sem að mestu einangraði Kína frá umheiminum. Sovétríkin eru aftur á móti talsvert bundin hugmynda- fræði flokksins í viðskiptum sínum við vestræna aðila og eru ekki jafn fús til þess að hætta að líta á vestræn hags- munabandalög, eins og EBE, sem einskonar botnlanga „ein- okunarkapitalismans“. Að þeirra dómi er efnahagssam- vinnan hluti af umfangsmeiri áætlun, sem Moskvuvaldið nefnir „yfirráðastefnu kapital- ista“. Vestrænir diplomatar segjast hafa komizt að raun um, að Sovétmenn geri sér grein fyrir því, að þróun eðli- legra samskipta milli komm- únistaríkja Austur-Evrópu og EBE sé undir því komin að vikið verði frá kennisetningum hugmyndafræðinnar. 1000 milljón manna markaðssvæði. Ef EBE og Kínverjar gera með sér fríverzlunarsamning, skapast fjölmennasta markaðs- svæði veraldar með 1000 milljónir manna innan sinna vébanda. Takist hinsvegar sam- band milli kommúnistaríkja Austur-Evrópu og EBE, verða 600 milljónir manna innan vé- banda viðskiptasvæðisins. Vaxandi áhugi Kínverja á samskiptum við EBE hefur haft slæm áhrif á samskipti þeirra við Albaníu. Ríkis- stjórn Albaníu segir, að landið sé hið eina í heiminum, sem fylgi Stalínistastefnu og óttist það því samband Kína og EBE mjög mikið. Um árabil voru Albanar hugfangnir af rétttrú- arstefnu Kínverja. Sérfræð- ingar í málefnum umræddra ríkja segja, að ágreiningur ríki nú í sambúð þeirra, eftir að Kínverjar tóku upp frjáls- ari stefnu í utanríkismálum, sem m.a. varð til þess að Nixon, forseti Bandaríkjanna, kom í opinbera heimsókn tií Peking. Albaníustjórn hefur tekið mjög fjandsamlega afstöðu gagnvart Efnahagsbandalagi Evrópu. Dagblaðið „Zeri“ í höfuðborg landsins, Tiriana, heldur því fram, að banda- lagið stefni að því að „arðræna hinar vinnandi stéttir banda- lagsnkjanna.“ Hoxha, forsæt- isráðherra, hefur talsverða ó- líka skoðun á EBE, en Kín- verjarnir. Hann segir, að það sé ætlun EBE að koma á fót „nýju risaveldi kapitalista, sem hafi sömu stefnu og sjón- armið og Sovétríkin og Banda- ríkin“. Þrátt fyrir vaxandi skoðanamun í Albaníu og Kína, eru Albanir mjög háðir Kínverjum efnahagslega og þiggja mikla aðstoð frá þeim. Sovétríkin hafa ætlað sér að hagnast á ágreiningnum og sent útsendara til Albaníu, en þeir hafa fengið heldur kulda- legar móttökur þar. 24 FV 5 1973

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.