Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 9
Mikil þensla er nú á vinnumarkaðinum og mjög víða vantar iðn- aðarmenn. Af þessum sök- um hefur kaup þessara manna rokið upp úr öllu valdi og svimandi háar upphæðir eru í boði. Þannig var trésmið boðið 170 þús. króna mánaðar- kaup við framkvæmdir utan Reykjavíkur fyrir nokkru og átti hann að auki að fá fríar ferðir um helgar í bæinn. Þessu hafnaði liann vegna þess að allt átti að gefa upp til skatts. Þá höfum við heyrt, að iðnaðarmenn, sem vinna við að reisa hús á vegum Viðlagasjóðs fái 60 þús. krónur í vikulaun. — • — Vínveitingar í ráðherra- veizlum hafa sætt nokk- urri gagnrýni sem kunn- ugt er og góðtemplarar hafa heimtað kaffi og kökur. Nú er Halldór E. búinn að finna ráð við vanda, því að í veizlum hans ku það tíðkast nú orðið, að fyrst sé boðið upp á kokkteil, síðan séu menn látnir drekka kaffi og borða stóra og feita rjómatertusneið. Svo er hellt í glösin aftur. Þann- ig getur Halldór sagt, að hann veiti kaffi í sínum móttökum. Ríkisstjórnin og ein- stakir stuðningsflokkar eru í miklum vanda með málsskotið til öryggis- ráðsins vegna landhelgis- deilunnar. Kannanir ís- lenzkra diplómata vestan hafs hafa nefnilega leitt í Ijós, að tilgangslaust muni vera að vísa mál- inu þangað eftir það sem á undan er gengið. Þann- ig hafa t. d. ambassa- dorar Júgóslavíu og Sov- étríkjanna lijá Sameinuðu þjóðunum sagt íslenzkum sendimönnum, að von- laust sé að reka málið í öryggisráðinu úr því að lialdið var framhjá AI- þjóðadómstólnum. Mótmæli vissra opin- berra starfsmanna gegn nýju fyrirkomulagi á greiðslum fyrir gistingu og mat á ferðalögum vegna starfsins eiga sér athyglisverða forsögu. Það hefur nefnilega tíðk- azt hjá sumum stofnun- um, að menn hafa getað ráðið því, hvort þeir tækju dagpeninga eða greitt væri fyrir þá sam- kvæmt reikningi hjá hó- telum og veitingastöðum. Reglan mun hafa verið sú hjá þessum starfs- mönnum að taka dagpen- inga, ef þeir sáu fram á að geta fengið fría gist- ingu í þeim starfsstöðv- um, sem þeir heimsóttu úti á landi og kannski frí- an mat líka hjá vinum og kunningjum, en ella var skrifað upp á reikn- inga hótela og veitinga- staða og þá ekkert spar- að við sig. — • — Nú mun nokkurn veg- inn ákveðið, að stofnað verður embætti frétta- manns Ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Á þetta að verða fullt starf til að' stuðla að betri fréttamiðl- un frá ölluin Norðurlönd- unum. Er gert ráð fyrir að fréttamenn héðan, hæði frá sjónvarpi og út- varpi, skiptist á um að gegna þcssu starfi í eitt ár í senn. Ekki mun full- ráðið, hver ríður á vaðið, en sennilega verður það einliver af fréttamönnum sjónvarpsins. — • — Forstöðumenn Lands- virkjunar eru nú á ferð og flugi um allar álfur til að ræða við þá aðila, sem gerðu tilboð í fram- kvæmdir við Sigöldu- virkjun. Munu samningar vera á næsta leiti og eru það fyrirtæki í Júgóslavíu og Frakklandi, sem helzt koma til greina. Hefur það júgóslavneska þó gert hagstæðara tilboð og athygli beinist mjög að því. Alþjóðabankinn hef- ur mælt með fyrirtækinu eftir fyrri reynslu að dæma, en helzta vanda- málið í sambandi við samninga við það eru at- riði, sem snerta innflutn- ing á vinnuafli til að taka þátt í framkvæmdum. — • — Helztu úrlausnarefni, sem bíða samstjórnar flugfélaganna, eru á- kvarðanir um flugvéla- kaup. Loftleiðum hefur staðið til hoða að kaupa breiðþotu af gerðinni Boeing 747 og veröur að svara tilboði innan fárra vikna. Flugfélag Islands liefur átt í miklum erfið- leikuin vegna verulegrar aukningar á flutningum og nægja tæpast þær tvær Boeing 727 þotur, sem fé- lagið á. Seinkanir í milli- landafluginu hafa því verið tíðar að undan- förnu. Með því að Loft- leiðir draga sig í hlé á Norðurlandaflugleið- inni, eins og búizt er við, þarf Flugfélag íslands að bæta við sig einni, ef ekki tveim, Boeing 727 þotum fyrir næsta sumar. FV 6 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.