Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Síða 12

Frjáls verslun - 01.06.1973, Síða 12
Iðnaðurinn 1972: Lakari afkoma en 1970 og 1971 Afkoma almenns iðnaðar í landinu varð lakari í fyrra en á árunum 1971 og 1970, sam- kvæmt upplýsingum, er fram koma í nýrri skýrslu hagrann- sóknardcildar Framkvæmda- stofnunar ríkisins um iðnaðinn 1968-1971. í greinargerð um iðnaðinn 1972 segir, að samkvæmt at- hugun Hagsveifluvogar iðnaðar- ins hafi aukning almennrar iðn- aðarframleiðslu verið um 8% á árinu 1972. Þótt hér sé um verulegan iðnvöxt að ræða hef- ur nokkuð dregið úr þeim mikla vaxtarhraða iðnaðar- framleiðslunnar, sem var á ár- unum 1970 og 1971, en á ár- inu 1970 var framleiðsluaukn- ingin 12% og 17% á árinu 1971. Aukning framleiðslunnar er nokkuð mismunandi í hinum ýmsu iðngreinum, en hvergi um teljandi samdrátt að ræða nema í kexgerð. Lauslegur frumreikningur bendir til þess, að afkoma al- menns iðnaðar í heild 1972 (undanskilið: fiskiðnaður, nið- ursuðuiðnaður, slátrun og kjöt- iðnaður, mjólkuriðnaður og ál- vinnsla) hafi orðið nokkru lak- ari en á árunum 1970 og 1971. Gert er ráð fyrir að vergur hagnaður, fyrir frádrátt skatts, sem hlutfall af vergum tekj- um, hafi orðið 5,0% samanbor- ið við 6,5% 1971 og 6,9% 1970. Þessi þróun á sér ýmsar or- sakir, samkvæmt niðurstöðum hagrannsóknardeildar, en sér- staklega er bent á mikla hækk- un launakostnaðar á árinu 1972 samanborið við hækkun verðs á framleiðsluvörum iðnaðar- ins. Athygli er vakin á því, að í þessum tölum er litið á iðn- aðinn sem eina heild og gefa þær því ekki til kynna afkomu- mun mi!li einstakra iðngreina eða landsvæða, en hann getur verið mikill. 12 Saga að vestan Talsmenn mjólkureinokunarinnar í landinu hafa marg- sinnis flutt þann boðskap, að eðlileg og sjálfsögð dreif- ing mjólkur í matvöruverzlunum geti ekki farið fram vegna þess að kaupmenn hafi ekki nógu góðan búnað til að fara með svo viðkvæma vöru sem mjólkin er. í þessum húsakynnum fær kaupfélagsútibúið í Bolungar- vík að selja eins mikla mjólk frá mjólkursamlaginuáísafirði og því sýnist. Einokurpostularnir virðast sem sé þe>':rr- ar skoðunar, að engum vafa sé undirorpið, að mjólkin geymist betur og smakkist betur eftir faglega meðhöndl- un í 'þessari útvarðarstöð kaupfélagsins á Vestfjörðum en í þessari nýju verzlun Einars Guðfinnssonar, sem opnuð var á 500 fermetra gólffleti í sumar er leið. Verzlunin er í nýju steinhúsi, búin öllum nýtízku verzlunarbúnaði og kælitækjum og gefur í engu eftir því bezta, sem er að finna í verzlunum á höfuðborgarsvæðinu. Mjólkursamlagið á ísafirði, hefur hins vegar neitað að afgreiða mjólk beint í þessa verzlun. Þar sem algengt er, að viðskiptavinirnir fái vörur sendar heim og vilji þá hafa mjólkina þar með, verður verzlun Einars Guðfinnssonar að kaupa mjólkina á útsöluverði í kaup- félagsútibúi staðarins. FV 6 1973 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.