Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 12
Iðnaðurinn 1972:
Lakari
afkoma en
1970 og
1971
Afkoma almenns iðnaðar í
landinu varð lakari í fyrra en
á árunum 1971 og 1970, sam-
kvæmt upplýsingum, er fram
koma í nýrri skýrslu hagrann-
sóknardcildar Framkvæmda-
stofnunar ríkisins um iðnaðinn
1968-1971.
í greinargerð um iðnaðinn
1972 segir, að samkvæmt at-
hugun Hagsveifluvogar iðnaðar-
ins hafi aukning almennrar iðn-
aðarframleiðslu verið um 8%
á árinu 1972. Þótt hér sé um
verulegan iðnvöxt að ræða hef-
ur nokkuð dregið úr þeim
mikla vaxtarhraða iðnaðar-
framleiðslunnar, sem var á ár-
unum 1970 og 1971, en á ár-
inu 1970 var framleiðsluaukn-
ingin 12% og 17% á árinu 1971.
Aukning framleiðslunnar er
nokkuð mismunandi í hinum
ýmsu iðngreinum, en hvergi
um teljandi samdrátt að ræða
nema í kexgerð.
Lauslegur frumreikningur
bendir til þess, að afkoma al-
menns iðnaðar í heild 1972
(undanskilið: fiskiðnaður, nið-
ursuðuiðnaður, slátrun og kjöt-
iðnaður, mjólkuriðnaður og ál-
vinnsla) hafi orðið nokkru lak-
ari en á árunum 1970 og 1971.
Gert er ráð fyrir að vergur
hagnaður, fyrir frádrátt skatts,
sem hlutfall af vergum tekj-
um, hafi orðið 5,0% samanbor-
ið við 6,5% 1971 og 6,9% 1970.
Þessi þróun á sér ýmsar or-
sakir, samkvæmt niðurstöðum
hagrannsóknardeildar, en sér-
staklega er bent á mikla hækk-
un launakostnaðar á árinu 1972
samanborið við hækkun verðs
á framleiðsluvörum iðnaðar-
ins. Athygli er vakin á því, að
í þessum tölum er litið á iðn-
aðinn sem eina heild og gefa
þær því ekki til kynna afkomu-
mun mi!li einstakra iðngreina
eða landsvæða, en hann getur
verið mikill.
12
Saga að vestan
Talsmenn mjólkureinokunarinnar í landinu hafa marg-
sinnis flutt þann boðskap, að eðlileg og sjálfsögð dreif-
ing mjólkur í matvöruverzlunum geti ekki farið fram
vegna þess að kaupmenn hafi ekki nógu góðan búnað til
að fara með svo viðkvæma vöru sem mjólkin er.
í þessum húsakynnum fær kaupfélagsútibúið í Bolungar-
vík að selja eins mikla mjólk frá mjólkursamlaginuáísafirði
og því sýnist. Einokurpostularnir virðast sem sé þe>':rr-
ar skoðunar, að engum vafa sé undirorpið, að mjólkin
geymist betur og smakkist betur eftir faglega meðhöndl-
un í 'þessari útvarðarstöð kaupfélagsins á Vestfjörðum en
í þessari nýju verzlun Einars Guðfinnssonar, sem opnuð
var á 500 fermetra gólffleti í sumar er leið. Verzlunin er
í nýju steinhúsi, búin öllum nýtízku verzlunarbúnaði og
kælitækjum og gefur í engu eftir því bezta, sem er að
finna í verzlunum á höfuðborgarsvæðinu.
Mjólkursamlagið á ísafirði, hefur hins vegar neitað að
afgreiða mjólk beint í þessa verzlun. Þar sem algengt er,
að viðskiptavinirnir fái vörur sendar heim og
vilji þá hafa mjólkina þar með, verður verzlun Einars
Guðfinnssonar að kaupa mjólkina á útsöluverði í kaup-
félagsútibúi staðarins.
FV 6 1973
J