Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 15

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 15
Fasteignamarkaður: Sföðugt verðlag um þessar mundir Frá því á síðastliðnu hausti og fram að því að gengis- og vaxtahækkanir urðu hækkuðu fasteignir verulega í verði, en skömmu eftir náttúruhamfar- irnar í Vestmannaeyjum varð meiri eftirspurn eftir íbúðar- húsnæði en verið hefur í nokk- ur ár. Að sögn Sverris Kristinsson- ar, hjá fasteignasölunni Eigna- miðluninni, hefur sannast sagna orðið gífurleg hækkun á verði íbúða og t. d. hefur góð þriggja herbergja íbúð hækkað úr tveim milljónum í þrjár millj- ónir á einu ári. Þá mánuði, sem hækkanir urðu mestar, hækk- uðu góðar 3-4 herbergja íbúðir um meira en 100 þús. krónur á hverjum mánuði. Samsvar- andi hækkun hefur orðið á tveggja og fjögurra herbergja íbúðum. Aðspurður um verðlag á stærra íbúðarhúsnæði sagði Sverrir, að tiltölulega lítið framboð hefði verið á því, — fullbúin einbýlishús væru alls ekki á markaði, en fokheld hús væru fáanleg í Mosfellssveit, á Flötunum í Garðahreppi og á Álftanesinu. Þau kosta um 3 milljónir króna með bílskúr, en það er bara „kassinn ófrágeng- inn“ eins og Sverrir orðaði það, ekki einu sinni gler í glugg- um. Sérhæðir af stærðargráðunni 140-150 fermetrar með bílskúr leika á 5-6 milljónum í dag. Menn hafa að sjálfsögðu leitt ýmsum getgátum að því, hvers vegna svo óvenjumiklar hækk- anir hafi orðið. Við þeim vanga- veltum er skýrt svar, sem sagt, að auk hins óvenjulega ástands, sem skapaðist hér innanlands með tilliti til eftirspurnar eftir húsnæði, eru það erlendar hækkanir á byggingarvörum og innlend verðbólga, sem hafa ráðið. Sverrir sagði, að í Reykjavík væri brýnt nauðsynjamál að fleiri lóðum væri úthlutað en nú er gert. Aukið framboð á þeim myndi örugglega stuðla að meira jafnvægi á fasteigna- markaðinum. Þá lét hann í ljós skoðun á úthlutun einbýlis- húsalóða, og taldi, að þær ætti að selja á uppboði. Fólk hefur greinilega nóg af peningum milli handa, að sögn Sverris. Algengast er, að út- Sverrir Kx-istinsson. borgun sé ekki minni en 60% af verði í góðum eignum. Yfir- leitt er nú miðað við að útborg un skiptist á 4-6 mánuði há- mark. Að lokum spui-ðum við Sverri, hvað hann myndi ráð- leggja fólki varðandi sölu á íbúðum eins og sakir standa. Hann svaraði því til, að fram- boð á íbúðum hefði aukizt núna alveg nýlega og héldist verð á þeim nokkuð stöðugt. Þó ráðlagði hann fólki að selja strax, ef það á annað borð væri í slíkum hugleiðingum. Ekki væri eftir neinu að bíða, enda keypti fólk yfirleitt annað hús- næði eða byggði, þegar það los- aði sig við eldra húsnæði sitt. islenzk fyrirfæki ’73 komin út Nýlega kom út hjá Frjálsu framtaki hf. handbókin ís- lenzk fyrirtæki ’73. Er þetta fjórða árið í röð, sem bókin kemur út, og er hún að þessu sinni um 800 blaðsíður, sem er helmingsstækkun á tveim árum. í fox-mála bókarinnar seg- ir m. a.: „Að þessu sinni hefur upplýsingabókin íslcnzk fyr- irtæki stækkað verulega frá fyrri útgáfu og er nú um 800 blaðsíður. Er um að ræða helmingsstækkun á tveim árum. Þessi árangur er vísbending þess, að þörf sé fyrir slíkt uppsláttarrit, enda eru fyrirtækjaskrár með áþckkum upplýsingum mikils metnar í viðskipta- löndum okkar. Það er skoð- un útgefanda, að heppilegt sé að safna saman á einn stað öllum þeim upplýsing- um um íslenzk fyrirtæki, fé- lög og stofnanir, sem kostur er á, og hafa í liandhægu formi til uppsláttar fyrir þá, sem þurfa. Þetta var grund- vallarhugmyndin að þessari bók, sem nú er orðin veru- leiki.“ Við undirbúning og útgáfu bókarinnar ferðuðust starfs- menn um landið og öfluðu upplýsinga í hana í sam- vinnu við stjórnendur fyrir- tækjanna. Helztu nýjungar í bókinni að þessu sinni eru sérstak- ur kafli um félög, samtök og stofnanir, svo og þáttur um stjórnarráðið, Reykja- víkurborg og sveitarfélög. Þá er í fyrsta sinn fyrir- tækjasímaskrá. Helztu kafl- ar bókarinnar eru: Fyrir- tækjasímaskrá, Vörumerkja- skrá, Umboða- og vöruskrá, Fyrirtæki í Reykjavík, Fyr- irtæki úti á landi, Stofnanir og félög, Stjórnarráðið,, Reykjavíkurborg. í bókinni er að finna allar helztu upp- lýsingar um starfsemi þess- ara aðila, stjórnendur og starfsmenn. FV 6 1973 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.