Frjáls verslun - 01.06.1973, Síða 25
blöðin, bátablöð, bílablöð og
öll önnur tímarit um athygli
starfsfólksins okkar,“ segir
Sundling. „Ef fyrirtækið telur
hollt að halda uppi tengslum
við starfsfólkið með þessum
hætti verður að gera það af
kunnáttu."
HVATNING OG
VIÐURKENNING
Enn birta ekki öll sænsk
starfsmannablöð greinar er
valdið geta ágreiningi að sögn
Sören Bendrick, ritstjóra tíma-
rits sænskra vinnuveitenda.
„Sum blaðanna eru enn þurr
og leiðinleg og túlka aðeins
hugmyndir forstjórans“, seg-
ir hann. ,.En mörg þau stær-
stu eru góð og verða betri.“
Til þess að hvetja menn til
frekari dáða í útgáfustarfsem-
inni veita tímarit vinnuveit-
enda og samband starfsmanna-
blaða árleg verðlaun fyrir at-
hyglisverðasta blaðið.
Að þessu sinni er samkeppn-
isefnið: vinnudagurinn, vanda-
mál, umræðuefni í vinnunni
og afstaða starfsmanna til fyr-
irtækisins.
Fyrstu verðlaun, sem veitt
voru 1971 fyrir umdeildasta
tímaritsefnið, runnu til Flákt
Nytt, sem Svenska Fláktfa-
briken gefur út á tveggja
mánaða fresti. Ritstjóri blaðs-
ins, Peter Hannix telur, að allt
sem áhuga vekur, gott eða
slæmt fyrir fyrirtækið eigi að
birtast í blaðinu því að
„skapa verður tímarit, sem
starfsmennirnir geta treyst.“
Ritstjórinn verður að þjóna
báðum í senn — yfirmönnun-
um og starfsfólki og til þess
þarf hann sjálfstæði.
ABYRGÐIN
Þó að ritstjórinn sé sjálf-
stæður, þýðir það ekki, að
hann geti látið eins og honum
sýnist. Harald Bildt, ritstjóri
Skip-Malmaren, sem gefið er
út af námafyrirtæki rikisins,
Lkab, segir:
„Ég er ábyrgur. Ég tek
ákvarðanir varðandi út-
gáfu blaðsins. Að sjálfsögðu
veit ég, hvað ekki á að birta
og gæti skaðað fyrirtækið í
samkeppni. Stjórnin gæti sagt
mér að hypja mig en ég þekki
grundvallarsjónarmiðin.“
Mjög brýnt er að gæta fyll-
stu varúðar í birtingu efnis,
því að starfsmannablöðin eiga
stóran lesendahóp utan fyrir-
tækjanna. Ab Skánska Cement-
gjuteriet, stærsti bygginga-
verktakinn í Svíþjóð, hefur
um 22.000 menn í þjónustu
sinni en blað fyrirtækisins Vi
Cementgjutare, er gefið út í
40.000 eintökum. Starfsmenn,
hluthafar, dagblöð. embættis-
menn ríkis og sveitarfélaga og
allir aðrir sem þess óska fá
blaðið. Þessi breiði lesenda-
hópur sá fyrir nokkru við-
tal við trésmið í blaðinu og
sagðist sá kunna vel við sig í
starfi nema hvað honum óaði
við pví hve illa öryggisreglum
væri íramfylgt á staðnum.
Flest fyrirtækin líta á þessa
miklu útbreiðslu blaðanna sem
sjálfsagðan hlut, og þau birta
oft mikilsverðar upplýsingar
um starfsemi og almenn við-
skipti í blöðunum. Eitt fyrir-
tækið, Svenska Cellulosa, eitt
hið stærsta í sænska timbur-
iðnaðinum, fær jafnvel inn
peninga upp í nokkurn hluta
af kosnaði við útgáfuna með
því að selja auglýsingar í
starfsmannablaðið.
KZ
STÁLREKKAR
EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. HF.
Sundagörðum 4 - Sími 85300
Hin fullkomna og
hagkvæma lausn á
geymsluvandamáli yðar.
Hleðsluþungi eftir
þörfum hvers og eins.
Sjón er sögu ríkari.
KZ stálrekkar i
notkunn í vörugeymslu
okkar að
Sundagörðum 4, Rvik.
FV 6 1973
25