Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 35

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 35
nota éður en verkið var full- gert. — Ilefur þessi vegur reynzt jafnvel og menn gerðu sér vonir um? — Já. Það eru rúm 10 ár síðr an fyrsti áfangi hans var tekinn í notkun og enn hefur ekkert verið gert fyrir hann. Svo virðist sem mismunur hafi verið á efni, annars vegar því sem tekið var í Stapafelli og hins vegar í Þúfubarði hjá Hafnarfirði. Það síðara hefur gefizt betur, sennilega vegna þess að steypan hefur verið þéttari og fínkornaðri. Eftir 5 ár tel ég að leggja þurfi þunnt asfalt slitlag á allan veginn, sem myndi kosta um 90 mill- jónir króna miðað við núver- andi verðlag. — Af hverju tókstu svo þá ákvörðun að hætta í starfi syðra og einbeita þér að hygg- ingu ibúðarhúsnæðis í Reykja- vík? — Þegar ég var búinn að starfa í 16 ár á Keflavíkur- flugvelli fór ég að hugsa mér til hreyfings. í Ameríku er sagt að eftir 10 ár í sama starfi sé hætt við að menn fari að kalka, — það reynir ekki á þá lengur. Vinir mínir og kunningjar héldu að ég hefði dottið á höfuðið, því að ekkert var ákveðið um hvað við tæki. Óneitanlega hugsaði ég mér að flytjast búferlum til útlanda ef ekkert byðist. En þá hófust framkvæmdir í Breiðholti og var ég einn af fjórum verktökum, sem til greina komu í forvali en tveir ákváðu að hætta og á endanum voru samþykktir tveir aðilar, sem stofnuðu Breiðholt h.f. í fyrsta áfanga voru reistar 312 íbúðir en þegar ég seldi minn hlut í Breiðholti h.f., á þessu ári, hafði fyrirtækið steypt fyrir 1000 íbúðum fyrir fram- kvæmdanefndina. — Talsverð gagnrýni hefur komið fram á þessa fram- kvæmd, bæð.i frá utanbæjar- mönnum og eins har á kvört- unum vegna frágangs í íbúð- unum. Fólkið í dreifbýlinu hefur ekki fellt sig við alla þessa fjárfestingu á vegum hins opinbera í íbúðum á þétthýliissvæðinu og telur sig ekki hafa notið jafngreiðrar lánafyrirgreiðslu fyrir hragðið. Hverjuin augum lítur þú á þessa stefnu? — Það hafa verið gerðar „Heildverzlanirnar munu ekki láta flæða undan sér” — segir Guðmundur Einarsson, formaður stjómar Heild- verzl. Eggerts Kristjánssonar G-uðmundur Einarsson hefur verið formaður stjórn- ar heildverzlunar Eggerts Kristjánssonar & Co. í rúm tvö ár. Norskir hagræðiing- arsérfræðingar lögðu til, að fenginn yrði utanaðkomandi aðili til að gegna for- mennsku í stjórn með hin- um fimm eigendum fyrir- tækisins. Guðmundur Einarsson tjáði FV. að fyrir tveimur árum hefði það komið fram við athugun, að tap hefði verið á um 60% af pönt- unum hjá verzluninni fyrir það, hve smáar þær voru. Var þá tekin ákvörðun um að binda afgreiðslu á pönt- unum við ákveðna lág- marksupphæð vegna geysi- mikils dreifingarkostnaðar. Að' öðrum kosti gátu kaup- menn komið og sótt vöruna sjálfir. Sagði Guðmundur, að þetta fyrirkomulag hefði sætt gagnrýni í byrjun en rekstur heildverzlunarinnar hefði lagazt mikið og skap- azt hefðu möguleikar á að veita stærri viðskiptavinun- um betri þjónustu. Guðmundur sagði, að fjár- magnsvandamál heildverzl- unarinnar í dag væru mjög mikil og yxu þau með hverri gengisfellingu og til viðbótar hækkuðu svo vext- ir. Taldi hann annað óraun- hæft en að teknár væru upp hagrænar rekstraraðferðir. Samkvæmt niðurstöðum hagræðingardeildar norska stórkaupmannasambandsins er talið brýnt, að komið sé á staðgreiðslu í matvöru- heildverzluninni og verð vörunnar og kostnaður lækkað um leið. Guðmundur taldi að láns- viðskipti í verzluninni væru blekking. Staðgreiðslufyrir- komulagið væri til þess fall- ið að knýja menn til betri innkaupa og með því fyndu kaupmenn strax áhrif ákvarðana sinna og gætu hagrætt málum sínum á áhrifaríkari hátt. Heildsal- inn yrði hins vegar að sjá jafnan til þess að hafa rétta vöru á réttu verði á réttum tíma. Aðspurður um svokallað „vaxtastríð“ heildverzlana og kaupmanna sagði Guð- mundur, að með því að snið- ganga heildverzlanir með þeim hætti, sem kaupmenn gerðu nú, væru þeir ein- vörðungu að fresta vanda. Um það, hvort fyrirtækin Eggert Kristjánsson & Co. og O. Johnson og Kaaber hefðu í hyggju að reisa stór- markað í Reykjavík eins og legið hefur í loftinu að undanförnu, sagði Guð- mundur, að það mál væri á athugunarstigi. Augljóst væri að heildverzlanirnar myndu ekki bíða eftir því að flæddi undan þeim. Erl- endis hefði þróunin verið í þá átt, að rekstrareiningar hefðu stækkað og samruni fyrirtækja eða náið sam- starf átt sér stað. Guðmund- ur sagði það skyldu manna í verzlunarrekstri að sjá fyrir, hvað gerast muni í hagrænu rekstrarfyrirkomu- lagi. Aðrir yrðu að við- skiptalegum nátttröllum, sem sé þeir, er festa vildu tímann og viðhalda hinu ríkjandi ástandi. Guðmundur taldi, að með- al þess sem endurskoðunar þyrfti við í sambandi við verzlunina, væri flutnings- leiðin öll frá seljanda vöru erlendis til neytanda. Veru- legur kostnaður fælist í flutningi á milli vöru- skemma og taldi Guðmund- ur brýnt nauðsynjamál að hin stærri innflutningfyrir- tæki legðu fram tryggingar gegn því að fá toll kredit og fengju að reka tollvöru- hús, þannig að varan kæmi þangað beint úr skipi og dreifing gæti farið fram beint þaðan. FV 6 1973 35

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.