Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 37

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 37
GUNNAR GUÐMUNDSSON H/F TRANAVOGI 1 ÞUNGAFLUTNINGAR ERU SÉRGREIN OKKAR . . . Leigjum út dróttarbifreiðar með mörgum stærðum tengivagna til þungaflutninga. Leigjum út lcranabifreiðar af ýmsum stærðum, Seljum og mokum rauðamöl og hrauni á bíla. t GUNNAR GUÐMUNDSSON H/F TRANAVOGI 1 PÓSTHÓLF 5161 — SÍMI 32841 nauðsyn þess að halda eigninni við og í góðu verði. — Hafa Breiðholtsfram- kvæmdirnar valdið þýðingar- miklum kaflaskilum í þróun byggingarmála á Islandi að þínu mati? — Verkefni framkvæmda- nefndarinnar hafa stuðlað að aukinni samkeppni og kröfurn- ar hafa harðnað. Vélvæðing hef- ur aukizt og þar með bygginga- hraðinn líka. Það hafa enn- fremur risið upp stórfyrirtæki, á íslenzkan mælikvarða, í framledSslu á innréttingum. Svona stórverkefni gerði t.d. það að verkum að framleið- endur eldhúsinnréttinga gátu keypt kantlímingarvél, sem vann á við 30 menn. Eldhús- innréttingar og annað tréverk hefur lækkað hlutfallslega í verði á hinum almenna mark- aði af þessum sökum. Enn aðr- ir hafa síðan leitað að nýjum aðferðum til að standa sig í samkeppninni og fundið miklu hagrænni lausnir fyrir sinn rekstur. — Hverjum augum lítur þú sem verktaki á framkvæmd útboða og mat á tilboðum í hin ýmsu verkefni, sem unnin eru, t.d. á vegum opánberra aðila? — Stærsta alvarlega atriðið í þessu sambandi eru alls kyns kvaðir, sem verktakanum eru settar. Verkkaupar hérlendis hafa mikla tilhneigingu til að koma vafasömu orðlagi inn í útboðslýsingar og gera sér ekki grein fyrir hver áhrif þetta hefur á verðmat, þegar tilboð er gert. Mikil framför hefur samt orðið í verklýsingum og vilji til að gera betur er greinilega fyrir hendi. Fyrir nokkru var í útboði frá Reykjavíkurborg gert ráð fyr- ir verðbótum samkvæmt Dags- brúnartaxta, Þróttartaxta og sementshækkun. Vita þó allir að sement hefur nýhækkað en steypa á eftir að hækka. Þetta þjónar ekki tilgangi verðbóta og því varð að reikna hugsan- legar hækkanir inn í tilboð. Eftir því sem undirbúningur- inn er betri af hálfu verk- kaupa fær hann betri og betri tilboð. í þessu sapabandi vil ég nefna tvö atriði, sem ég tel mjög íhugunarverð fyrir okk- ur. Það er í fyrsta lagi, að verk- kaupi fá tryggingu fyrir því, að verktaki ljúki verki fyrir hann. í Bandaríkjunum tíð- kast það að verkkaupi geri FV 6 1973 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.