Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 41

Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 41
Grcinar og uiðtöl Fjármunamyndurs og fjármögn- un í íbúðarhúsnæði á Islandi — eftir dr. Guðmund Hfflagnússon, prófessor. Mörgum villist sýn í allri þeirri þenslu, sem á sér stað í byggingariðnaðinum og þeim verðhækkunum, sem yfir dynja. En hvað hefur verið' að gerast í íbúðarbyggingum yfir lengri tíma séð? Hvernig fæst fé til þeirra? Hvað er upp úr því að hafa að fjárfesta í fast- eignum? Er tiltölulega dýrara eða ódýrara að byggja nú en áður? Hvert stefnir? FJÁRMUNAMYNDUN í ÍBÚDARHÚSNÆÐI UNDAN- FARNA ÁRATUGI Það er útbreiddur misskiln- ingur, að æ meira sé byggt. Sannleikurinn er sá, að hlut- fall íjármyndunar í íbúðar- húsnæði var miklu hærra milli 1950 og 1960 en milli 1960 og 1970, ef miðað er við fjár- munamyndun í heild. Hlut- deildin var t.d. 25,2% árið 1951, fór upp i 40,8% árið 1956, sem var hámark, síðan niður í 23,1% árið 1960 og var nokkuð stöðug milli 22- 24% 1960-1970. Að jafnaði var aukning fjármunamyndunar í íbúðarhúsnæði 4,9% á tímabil- inu 1951-1970, sem reyndar er nákvremlega sama tala og með- alvöxiur fjármunamyndunar í heild á umræddu tímabili, en nokkru meira en vöxtur þjóð- arframleiðslunnar. FJÁRMÖGNUN Þótt ekki séu fyrir hendi fullkomnar upplýsingar um fjármögnun íbúðarbygginga, er greinilegt, að hlutur lífeyr- issjóða og fjárfestingarlána- sjóða hefur farið vaxandi. Hlut- ur banka og sparisjóða hefur sennilega ekki breytzt mikið, en eigin fjármögnun minnkað að tiltölu. Reyndar er það sér- stætt fyrir íslenzkan fjármagns- markað, að heimilin þiggja meira fé að láni en þau veita. í öllum nágrannalöndum eru heimdin hins vegar nettó- sparendur á lánamarkaðnum. Árið 1970 nam fjármuna- myndun í íbúðarhúsnæði 2138 millj. kr., en lán lífeyrissjóða til íbúðarbygginga sennilega um 550-600 millj. kr. (25-28%) og lán fjárfestingarlánasjóða í þessu skyni 653 millj. kr. (31%). Eftir er þá að skýra um 900 millj. kr. (41%), sem rekja verður til eigin fram- laga. sparisjóða, banka og ,,annars“. Allt bendir til þess, að ráð- stöfunarfé lífeyrissjóðanna muni vaxa verulega á næstu árum. Hvort hlutdeild þeirra í fjármögnun íbúðarhúsnæðis fer vaxandi, m.a. eftir aukn- ingu fjármunamyndunarinnar og því, hvort fé þeirra verður að einhverju leyti beint í aðra farvegi. EINKAEIGN Islendingar eru miklir menn á mörgum sviðum og þá ekki sízt varðandi einkahúsnæði. Könnun, sem gerð var í Reykj- vík fyrir u.þ.b. 10 árum benti til þess, að yfir 90% alls húsnæðis væri einkaeign og notað til eigin þarfa. í Bret- landi er samsvarandi tala um 50% Ekki er ólíklegt, að fjár- festing einstaklinga í íbúðar- húsnæði vaxi nokkuð í beinu hlutfalli við tekjur, þegar á heildina er litið. Fróðlegt væri þó að athuga þetta nánar. HVAÐ HEFUR „GRÓÐINN“ VERIÐ MIKILL? Húsaskjól er hverjum manni nauðsyn og því eðlilegt, að hann útvegi sér tryggan sama- stað, enda mun um 20% út- gjalda einstaklinga vera varið í þessu skyni. Verðbólgan hef- ur valdið því, að íbúðarhús- næði hækkar sifellt í verði og hún sléttar yfir allar misfellur í fjárfestingarákvörðunum. All- ir virðast græða. Hvernig má það vera? í fyrsta lagi getur þjóðfélag- ið sem heild ekki hagnazt á þessu. Það sem einum er fært til ágoða verður að bókast hjá öðrum sem tap. Stundum er reyndar um sjálfsblekkingu að ræða t.d. hjá einstakling sem tekur hagstætt lán úr eig- in lífeyrisssjóði, sem ekki er verðtryggður. Það, sem ávinnst með því að koma láninu í fast. tapast í rýrnun greiðslu- getu sjóðsins, meðan verðlag leikur lausum hala. Hagnaðurinn af fjárfestingu í íbúð fer að sjálfsögðu eftir afstöðu lánskjara og verð- lagsþróunar o.fl. Hagnaðjnn er eintmgis unnt að mæla með því að bera útkomuna saman við fórnarkostnað fjárins, þ.e. þann arð eða þau not sem einstaklingur hafði af fénu, ef hann hefði ráðstafað því öðru- vísi. Sá, sem kaupir íbúð alger- lega íyrir eigin fé, hagnast ekki á verðbólgunni í reynd. Hann nánast firrir sig tapi og stendur í stað í þeirn skilningi, að hann getur notið lífsins gæða í sama mæli fyrir and- virði eignarinnar á kaupdegi og söludegi. Þetta sést í gróf- um dráttum, ef litið er á meðr fylgjandi töflu yfir vísitölu neyzluvöruverðlags og bygg- ingarvísitölu 1951-1970. Mun- urinn á hækkun vísitalnanna er óverulegur. Hafa ber þó í huga, að fasteignamarkaðs- verð hefur ekki fylgt bygging- FV 6 1973 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.