Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 45

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 45
Reykjavík: Framkvæmdir komnar í fullan gang í Stóragerðishverfinu I vetur var úthlutað lóðum fyrir einbýlis- og fjölbýlishús í svonefndu Stóragerðisbverfi í Reykjavík. Umsóknir voru margfalt fleiri en Ióðirnar, sem til ráðstöfunar voru. Þóttu þeir hafa dottið í lukkupottinn, sem fengu úthlutun, enda er staðurinn hinn ákjósanlegasti, út- sýni gott og fjarlægð frá miðbæjarkjarnanum mun minni en gerist í öðrum nýjum hverfum. Nú er verið að byggja af krafti í þessu nýja borgarhverfi og FV leitaði fregna hjá þremur aðilum af framkvæmdum á þeirra vegum. IMíu hæða hús Oskars og Braga Verktakafyrirtækið Óskar og Bragi sf. er annað tveggja verk- takafyrirtækja, sem fengu út- hlutað lóð undir háhýsi, eitt af þremur, í Stóragerðishveríinu. Þetta verður 9 hæða hús með 43 íbúðum, sem allar eru frek- ar stórar, eða milli 120 og 130 fermetrar auk geymslu og sam- eignar, sem er töluverð. Þetta er stærsta verkefnið, sem þeir félagar hafa fengizt við til þessa að sögn Óskars Jónsson- ar. Sameignarfélagið var stofnað fyrir um 11 árum og hefur byggt á annað hundrað íbúðir í fjölbýlishúsum víða í Reykja- vík. íbúðirnar selja þeir sjálf- ir og sagði Óskar, að eftirspurn væri mikil eftir íbúðum í há- hýsinu, sem þeir eru langt komnir með að selja. Þetta er í fyrsta skipti, sem þeir félagar vísitölutryggja kaupverð íbúða og er það gert þannig, að þeir fá greiddan helming hækkunar byggingarvísitölu á byggingar- tímanum að undanskilinni fyrstu útborgun. Sagði Óskar það slæmt að þurfa að selja íbúðimar svona snemma, en þeir neyddust til þess, þar sem þeir hefðu ekki Félagarnir Óskar og Bragi í byggingu sinni, sem nú er að rísa í Stóragerðishverfinu. Hún verður 9 hæðir og eru íbúðirnar seldar einstaklingum. Útsýni er hið fegursta yfir Fossvoginn og verður ekki amalegt um að litast úr íbúðunum á efstu hæðum. FV 6 1973 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.