Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 47

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 47
Sigurður Dagbjartsson er formaður í nýstofnuðu húsfélagi þeirra, sem byggja saman í fjölbýlis- húsinu í Espigerði 6-8. Eins og í völundarhúsi að leita allra vottorða, sem húsbyggjendur þarfnast aðgang að öðru fjármagni til að byggja fyrir. íbúðirnar seija þeir tilbúnar undir tréverk og málningu, en allt annað í hús- inu og utan þess er fullfrágeng- ið, dyrasími kominn og teppi á ganga og lóð fullfrágengin með malbikuðum bílastæðum. í húsinu verður ein stór lyfta. Við úthlutun þessa húss var gert ráð fyrir færri íbúðum á færri hæðum, en ýmsar breyt- ingar hafa síðan orðið á því, og er enn ekki endanlega búið að ganga frá teikningu efstu hæð- arinnar. Þar er þó gert ráð fyr- ir inndreginni hæð með tveim íbúðum og mjög stórum sam- eiginlegum samkomusal íbú- anna, sem auk þess eiga barna- gæzluherbergi í kjallara og möguleika á húsvarðaríbúð. Sem dæmi um verðbólguna nefndi Óskar, að þeir hefðu oft rekið sig á að fólk, sem keypti af þeim íbúð í smíðum fyrir ákveðið verð, seldi hana jafnvel strax við afhendingu fyrir tvö- falda þá upphæð. FV innti Óskar eftir því, hvort íbúðir í þessu hverfi virt- ust ætla að seljast á hærra verði en annars staðar. Sagði hann, að það virtist eðlilegt að ætla að svo væri, ef miðað væri við þá eftirspurn, sem var eftir lóðunum, en samt sagði hann, að þær íbúðir, sem þeir væru að selja, væru á mjög svipuðu og þá alls ekki hærra verði en t. d. sambærilegar íbúðir í Breiðholtshverfinu. Hann sagði, að sér virtist, að ódýrasta húsa- stærðin í byggingu væri fjöl- býlishús um það bil fjögurra hæða. í Espigerð 6-8 er að rísa fjöl- býlishús, sem í verða 12 íbúð- ir, 8 fjögurra herbergja og 4 tveggja herbergja. FV hitti að máli formann húsfélags annars stigahússins, Sigurð Dagbjarts- son sölustjóra, og bað hann að skýra lesendum nokkuð frá því, hvernig unnið er að samræm- ingu framkvæmda, þegar 12 að- ilar fá úthlutað byggingarleyfi í sama húsinu. Sigurður sagði, að varðandi þetta hús hefði það gengið mjög vel. Við úhlutun frá borginni fengju menn upplýsingar um það, hverjum hefði verið út- hlutað öðrum íbúðum í húsinu, og væri fyrsta verk manna að hringja hver til annars og sið- an mæla sér mót, ræða hug- myndir um stærð íbúða og þess háttar og stofna húsfélag, sem þar eftir lyti almennum reglum um húsfélög í fjölbýlishúsum, þar sem réði einfaldur meiri- hluti. Stærð hvers stigahúss er fyr- irfram ákveðin af Reykjavíkur- borg og skylt er, að sami arki- tekt teikni útlitsteikningu alls hússins og fylgi settum kvöð- um frá borginni, t. d. í þessu tilfelli að valmaþök séu á hús- unum og fleira þess háttar. SKORTUR Á UPPLÝSINGUM Sigurður sagði, að þetta væri svo til allt ungt fólk, sem væri að koma upp sinni fyrstu íbúð og væri yfirleitt mjög ánægt með staðinn. Það væri þó ekki beint ánægt með upplýsinga- þjónustu borgarinnar þegar út i verkið væri komið. Fyrir þann, sem byggir hús í fyrsta skipti, væri það heilt völundar- hús að vita hvert ætti að snúa sér með hin og þessi vandamál og hvar ætti að fá öll þau ótelj- andi vottorð, sem krafizt væri af húsbyggjendum. Annað atriði, sem Sigurði fannst að betur mætti fara, er fyrirgreiðsla Húsnæðismála- FV 6 1973 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.