Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Page 50

Frjáls verslun - 01.06.1973, Page 50
Byggingaframkvæmdir úti á landi: AIKs staðar er húsnæðisvandinn knyjandi urlausnaretm Tíðindamaður Frjálsrar verzlunar hafði samband við bæjarstjóra eða sveitarstjóra í kaup- stöðum og kauptúnum í öllum kjördæmum Iandsins utan Reykjavíkur og innti þá frétta af byggingamálum á viðkomandi stöðum, hvað fyrirhugað væri í þeim efnum á vegum einstaklinga og sveitarfélaganna sjálfra. Akranes: Á Akranesi eru nú um 150 íbúðir alls í smíðum. Eru það að miklum hluta einbýlishús, þar á meðal 10 hús, sem Viðlagasjóð- ur hefur fengið til ráðstöfunar. Einnig eru í þessari tölu 2 blokk- ir og er áætlað að önnur verði fullbúin á þessu ári. Ástandið í húsnæðismálum Akurnesinga er mjög slæmt að sögn bæjarst.jórans, Gylfa ísaks- sonar. Sagði hann m. a. í viðtali, að í vor hefði ein fjölskylda neyðzt til að búa í tjaldi í eina viku þar sem ógerlegt reyndist að útvega henni húsnæði. Akra- neskaupstaður hefur nú nýlega úthlutað lóðum undir 64 íbúðir og eru undirbúningsfram- kvæmdir við þær að hefjast. Á árinu er fyrirhugað að hefja vinnu við viðbyggingu sjúkra- hússins sem áætlað er að verði lokið árið 1976. Einnig á að vinna að stækkun gagnfræða- skólans og seinni part sumars er áætlað að steypa upp elli- heimili Akraness sem rúma á 40 vístmenn og auk þess veita ýmsa þjónustu öldruðu fólki, er býr annars staðar í kaupstaðnum. Þá er unnið að byggingu íþrótta- húss á Akranesi og mun inni- vinna við það hefjast í sumar. Tilfinnanlegur skortur er á iðn- aðarmönnum á Akranesi og tef- ur það framkvæmdir verulega. Isaf jörður: Ástandið í húsnæðismálum á ísafirði er slæmt eins og víðar. Mikill skortur er á húsnæði og það sem fyrir er er orðið gam- alt. Um helmingur húsa í kaup- staðnum er byggður fyrir 1930. Nú stendur yfir bygging 20 íbúða í verkamannabústöðum í bænum og auk þess eru um 30 íbúðir í smíðum í ein- og tví- býlishúsum. í janúar síðastliðnum var út- hlutað á ísafirði lóðum fyrir 16 einbýlishús og auk þess fyrir 4 stallahús svokölluð, en í hverju þeirra eru 4 íbúðir hver upp af annarri. Þetta er nýjung í fyrir- komulagi húsa hérlendis, þó það sé þekkt víða um lönd, í bratt- lendi líku því sem er á ísafirði. Þá hugsar bæjarstjórnin sér að sækja um leyfi til að byggja 120 íbúðir til að leigja út, samkvæmt lögum sem nýlega voru sam- þykkt á Alþingi. Af öðrum framkvæmdum, sem í gangi eru á Isafirði, má nefna að verið er að byrja á Líkan af stallahúsum, sem fyrirhugað er að reisa í brattanum í ísafjarðarkaupstað. 50 FV 6 1973

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.