Frjáls verslun - 01.06.1973, Síða 51
Hið nýja Snælandshverfi í Kópavogi á skipulagsuppdrætti. Það mun rísa norðan Nýbýlavegar og
verða þar hátt á sjötta hundrað nýjar íbúðir í húsum af ýmsum stærðum.
öðrum áfanga menntaskólans,
sem er heimavist og mötuneyti,
og í sumar er fyrirhugað að
dýpka innsiglinguna til hafnar-
innar. Þá er verið að teikna og
undirbúa að öðru leyti byggingu
heilsugæzlustöðvar á ísafirði,
sem auk kaupstaðarins mun
þjóna Súðavíkurhreppi og Suð-
ureyrarhreppi. Á ísafirði er al-
mennur skortur á lærðum iðn-
aðarmönnum.
Sauðárkrókur:
Sauðárkróksbúar eiga við
húsnæðisskort að glíma þó að
þar séu nú um 30 íbúðir
í smíðum í ein- og tvíbýl-
ishúsum og lokið hafi ver-
ið smíði um 30 íbúða í fyrra.
Sauðárkrókskaupstaður hefur
til úthlutunar all mikið af lóð-
um undir íbúðir á Sauðahæðum
og er búið að leggja stofnlagnir
í það hverfi.
Sláturhús er í byggingu á
Sauðárkróki. Á það að vera til-
búið til notkunar nú í haust.
Þetta er stórt hús, eða 2200 m-
auk 450 m2 frystihúss, sem inn-
angengt er í. í tengslum við þessi
hús er svo 900 m2 vörugeymsla
og fjárrétt, og er það stálgrind-
arhús. Sláturhús þetta er byggt
fyrir sömu afköst og sláturhúsið
í Borgarnesi eða 3000 kindur á
dag. Öll hönnun er miðuð við
kröfur á Bandaríkjamarkaði.
Verið er að leggja nýja vatns-
veitu í kaupstaðinn. Er það dýja-
veita úr landi Veðramóts og mun
þjóna hinu nýja sláturhúsi og
síðan kaupstaðnum öllum.
í sumar verður byrjað að
byggja nýjan flugvöll fyrir
Sauðárkrók austur við Héraðs-
vötn. Áframhald verður á
stækkun gagnfræðaskólans og
verið er að vinna við að koma
upp gufubaði í sundhöllinni og
er það lokaáfangi hennar í bili.
Þá verður að vanda unnið að
gatnaframlrvæmdum.
Húsavík:
Húsavík fer ekki varhluta af
húsnæðisskortinum. Þar eru þó
nú í smíðum alls milli 60 og 70
íbúðir, mismunandi langt komn-
ar. Flestar eru þær í ein- og tvi-
býlishúsum en verið er að byrja
á 3 raðhúsum með alls 15 íbúð-
um og 1 stigahúsi í fjölbýlishúsi
þar sem verða 5 íbúðir. Mikill
skortur er þar á vinnuafli jafnt
til bygginga og annarrar vinnu.
Þar er nú verið að ljúka smíði
gistihúss með 34 herbergjum. Er
það byggt við félagsheimilið og
verður matsalur þess notaður
fyrir gistihúsið. Áætlað er að
opna þetta nýja gistihús í þess-
um mánuði. Einnig er enn unnið
við félagsheimilið en smíði þess
er nú langt komin. Þá tók
Landsbanki Islands nýtt hús
í notkun á Húsavík fyrir
skömmu og gagnfræðaskóli var
tekinn í notkun um áramótin
síðustu.
Á Húsavík er nú verið að
smíða safnahús, sem rúma mun
bókasafn, væntanlega byggða-
safn og fleiri söfn. Tvö trésmíða-
verkstæði eru í byggingu á
Húsavík, hjólbarðaverkstæði og
smurstöð og verið er að byggja
frystigeymslur fyrir fiskverkun-
arhús Fiskiðjusambands Húsa-
víkur. Þá er Kaupfélag Þingey-
inga að endurbyggja að mestu
tvær efstu hæðir kaupfélags-
hússins á staðnum.
Neskaupstaður:
Verð á íbúðarhúsnæði í Nes-
kaupstað, sem selt hefur verið
nýlega, hefur hækkað mjög mik-
ið að sögn bæjarstjórans þar,
Bjarna Þórðarsonar. Húsnæðis-
ekla er mikil í bænum og eitt
mesta hagsmunamál bæjarins er
að hraða byggingarframkvæmd-
um. Þar eru nú í smíðum 19
íbúðir auk 16 íbúða í verka-
mannabústöðum, sem verið er
að ljúka við.
Það sem af er árinu hefur
verið veitt leyfi í Neskaupstað
fyrir 26 einbýlishúsum, þar af
8 til Viðlagasjóðs og verða það
fyrstu hús í nýjubyggðarhverfi,
Bakkahverfi, sem er austan nú-
verandi byggðar. Vinnuafls-
skortur er tilfinnanlegur í Nes-
kaupstað og stendur byggingar-
framkvæmdum fyrir þrifum.
Nokkrar lóðaumsóknir eru enn
óafgreiddar og býst bæjarstjórn
við mörgum viðbótarumsóknum
í sumar, m. a. frá stjórn verka-
mannafélagsins um byggingu
nýs 6 íbúða húss.
Auk byggingar íbúðarhúsnæð-
FV 6 1973
51