Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 56

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 56
Nú getið þér leigt stóran, rúmgóðan og traustan bíl í ferðalagið. Bökum framsæta má Kalla aftur á bak, þannig að sofa má í bifreiðinm. Rúmgott farangursrými. Bílaleigan TRAUSTI SF. ÞVERHOLTI I5A — SÍMI 25780 Breiðholt h.f., Lágmúla 9. Breiðholt h.f. er nú að hefja framkvæmdir við 6. og síðasta áfanga fyrir Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar í Breiðholti. í þessum áfanga eru 314 íbúðir, sem eiga að steypast upp á einu ári, og er ætlunin, að. þeim verði lokið í ársbyrjun 1975. Þeir eru nú að ljúka við 5. áfanga Framkvæmdanefnd- ar, sem er 200 íbúðir og einnig eru þeir að ljúka við 38 íbúðir við Æsufell, sem þeir hafa sjálfir reist og selt. Á vegum Breiðholts h.f. er nú langt kom- ið smíði tveggja háhýsa við Kriuhóla. Eru þetta átta hæða hús og eru 46 íbúðir í hvoru húsi, sem búist er við að verði afhentar í janúar og apríl á næsta ári og verði þá alveg til- búnar. Standa nú yfir samn- ingsviðræður milli Breiðholts h.f. annars vegar og Rauða Kross íslands, Viðlagasjóðs, Vestmannaeyjabæjar og Hjálp- arstofnunar kirkjunnar hins vegar um kaup á öðru húsinu fyrir Vestmannaeyinga. Sagði Sigurður Jónsson skrifstofu- stjóri hjá Breiðholti okkur, að allt miðaði í samkomulagsátt og yrði kaupverð þá líklega ná- lægt 100 milljónum króna. Hann sagði, að Breiðholt h.f. vildi ekki selja, nema gegn því að þeim yrði útveguð lóð undir hús sömu stærðar og standa samningaviðræður yfir um það og væri útlit fyrir að sú lóð fengist. Breiðholt h.f. rekur eig- in steypustöð og selur eitthvað þaðan steypu til annarra. Brún h.f., Suðurlandsbraut 10. Þar töluðum við við Tómas Sveinsson skrifstofustjóra, sem sagði okkur, að aðalverkefni fyrirtækisins væru við hita- veitulögn frá Reykjum í Mos- fellssveit til Reykjavíkur. Væri nú unnið við seinni hluta þess verks og væri áætlað, að vatni yrði hleypt á þessa nýju lögn í haust, en endanlegum frá- gangi við stokkinn lyki þó vart fyrr en á næsta ári. Þá hefur Brún h.f. unnið að jarðganga- gerð fyrir fótgangandi undir Digranesveg í Kópavogi. Er lok- ið við göngin vestan vegarins, en verið að byrja að austan- verðu. Einnig er verið að ljúka við gerð stoðmúrs í klöppina við hinn nýja Hafnarfjarðar- veg. Þá er unnið við að byggja eina hæð ofan á Félagsheimilið í Kópavogi og er gert ráð fyrir 56 FV 6 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.