Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 59

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 59
Byggðahverfi í Garðahreppi, en fyrirtækið íbúðaval h.f. ætlar að reisa þar heilt hverfi til endursölu. Hófst vinna við þetta í fyrra og gerir áætlun ráð fyrir, að hverfið verði að fullu risið á árinu 1975. Hlað- bær hefur einnig unnið nokkuð við Hafnarfjarðarveginn fyrir Kópavogsbæ og gerir einnig í ár. ístak h.f., Suðurlandsbraut 6. — Fyrirtækið tók nú alveg ný- lega að sér að leggja 2% kíló- meters viðbót við Vesturlands- veg, eða 5. áfanga, en sá kafli liggur undir Esjunni, og er ætl- unin að þessum áfanga verði lokið í haust, að því er Páll Sigurjónsson, verkfræðingur og forstjóri, sagði okkur. Þá er verið að hefjast handa við byggingu nýs orkuvers við Mjólkárvirkjun, sem búist er við að verði fullbúið á árinu 1975. Þetta er verk upp á 150 milljónir króna. ístak h.f. mun í sumar halda áfram gerð gangna í Oddsskarði, sem byrj- að var á í fyrra. Þá er verið að ljúka við síðasta hluta Vatns- fellsveitu við Þórisvatn og unn- ið er að lokafrágangi vegarins á Hellisheiði og við Urriðavatn. í sumar verður einnig unn- ið við gatnaframkvæmdir í Grindavík og áframhald verð- ur við smíði dósaverksmiðju í Kópavogi. Jarðvinnslan s.f., Síöumúla 25. Fyrirtækið stundar mest vinnuvélaleigu og hefur til þess flestar stærðir af vökva- gröfum svo og jarðýtur. Verk- efnin eru aðallega á Stór- Reykjavíkursvæðinu. — Fram- kvæmdastjóri Jarðvinnslunnar s.f. er Pálmi Friðriksson. Jarðýtan s.f., Árniúla 40. — Framkvæmdastjóri Jarðýtunn- ar, Óli Pálsson, gaf þær upp- lýsingar, að helztu verkefni fyrirtækisins væru við gatna- gerð og fleira fyrir Reykjavík- urborg, Garðahrepp og Sel- tjarnarneshrepp. Einnig verk- efni í tengslum við byggingar- framkvæmdir, t. d. hjá Eim- skipafélagi íslands, Breiðholti h.f. og mörgum fleiri aðilum, svo og lóðalagfæringar. Fyrir- tækið rekur 9 jarðýtur, 12-26 lesta, 4 þungaflutningabifreiðir með tengivögnum og vibrovalt- ara, og getur því séð fyrir al- hliða þjónustu við gatna- og jarðvinnuframkvæmdir. Loftorka s.f., Hólatorgi 2. — Sigurður Sigurðsson fram- kvæmdastjóri tjáði okkur í samtali, að fyrirtækið ynni nú við gatna- og holræsagerð í nýj- um byggðaráfanga í Norður- bænum í Hafnarfirði fyrir Hafnarfjarðarbæ og myndi skila götunum tilbúnum undir malbik. Þeir gera ráð fyrir að ljúka verki þessu nú í sumar, en það hófst í marz síðastliðn- um. Um sama leyti gerir fyrir- tækið ráð fyrir að ljúka lagn- ingu aðalræsis fyrir Norðurbæ- inn, sem byrjað var að vinna við í febrúar. Loftorka s.f. sér einnig um að sprengja klöpp, mylja hana og flytja til grjót- mulningsstöðvar Reykjavíkur- borgar. Grjótnámið er í Selásn- um og eru það um 60.000 lestir af möl, sem Loftorka sér stöð- inni fyrir árlega. Þá hefur fyr- irtækið með höndum ýmsar al- mennar jarðvinnuframkvæmd- ir fyrir byggingarmeistara víða á Reykjavíkursvæðinu. Málaraverktakar s.f., Blóm- vangi 9, Hafnarfirði. Þar hitt- um við að máli Gísla Svein- bergsson, sem sagði að nú væri mikið að gera við málun fjöl- býlishúsa að utan víðs vegar um Reykjavík. Væri nú verið, til dæmis, að byrja á einni átta hæða blokk í Reykjavík og auk þess á húsi Kaupfélags Hafn- firðinga í Hafnarfirði. Einnig væri á þeirra vegum verið að mála Heild, hús heildsala við Klettagarða í Reykjavík. Norðurverk h.f., Kaupvangs- stræti 4, Akureyri. — Þar hitt- um við að máli Árna Árnason forstjóra, sem sagði okkur, að fyrirtækið ynni nú svo til ein- göngu við virkjanirnar, sem kenndar eru við Lagarfoss og Laxá. Laxárvirkjunin á að verða tilbúin í ágúst og er nú verið að ljúka við síðustu verk- in, svo sem inn- og úttaksmann- virki og ýmislegt smávegis. Við Lagarfossvirkjun er verið að steypa upp stöðvarhús og þrýstipípur og verið er að vinna beina mun Lagarfljóti undir nýja brú, sem einnig er verið að vinna við smíði á. Með til- komu hennar opnast nýr hring- vegur um Hérað fram hjá Kirkjubæ og Lagarfljót mun einnig hljóta nýjan farveg und- ir þessa brú. Áætlaður kostnað- ur Norðurverks h.f. við Lagar- fljótsvirkjunina er um 100 milljónir króna. Sigurður Björnsson, Tómas- arhaga 41. Hann sagði okkur að sitt aðalverkefni væri smíði rað- og einbýlishúsa í svoköll- uðum Lundum í Garðahreppi. Væru það um 12 raðhús og nokkur einbýlishús, sem unnið væri við núna og ættu að klár- ast á árinu. Hús þessi selur Sig- urður síðan fokheld að innan, en fullbúin að utan. Auk þess er á hans vegum verið að reisa hús yfir nokkrar spenni- og aðveitustöðvar fyrir Rafmagns- veituna. Sveinbjörn Runólfsson, Álfla- mýri 58. — Verktakafyrirtækið vinnur nú að gatna- og hol- ræsagerð í Seljahverfi í Breið- holti. Hófst sú vinna í síðasta mánuði og á henni að vera lok- ið 1. nóvember í haust. Þá er verið að ljúka frágangsvinnu við Vesturlandsveg, ganga frá vegaköntum og þess háttar og mikið er að gera við húsgrunna fyrir einstaklinga víða á Reykj avíkursvæðinu. Vélaleiga Steindórs, Breið- höfða G-10. Steindór Sighvats- son forstjóri sagði í viðtali að FV 6 1973 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.