Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 61
starfsemi vélaleigunnar væri
eingöngu leiga á vinnuvélum,
eða loftpressum, dælum, vibra-
sleðum og völturum og væri
geysimikið að gera. Það eru
bæði einstaklingar, verktakar
og opinberir aðilar, sem taka
þessi tæki á leigu. Auk véla-
leigunnar rekur Steindór
Hraunsteypu Steindórs, sem
framleiðir hraunplötur í milli-
veggi og útveggi og er einnig
mikið að gera á þeim vettvangi.
Véltækni h.f., Auðbrekku 55,
Kópavogi. — Þar sagði okkur
Guðjón Kristinsson skrifstofu-
stjóri að þeir væru að vinna
ásamt Hlaðbæ h.f. við nýja
íþróttavelli í Laugardalnum,
sem ættu að verða tilbúnir í
haust. Þá eru þeir í samvinnu
við Miðfell h.f. að byrja á lagn-
ingu vegar frá Keflavík til
Sandgerðis, sem á að ljúka um
næstu áramót. Þetta verk er
unnið fyrir Vegagerð ríkisins
og er áætlaður kostnaður 49
milljónir. Véltækni vinnur
einnig mikið við að leggja olíu-
möl og þá aðallega í Kópavogi,
en einnig fyrir einstaklinga.
Fyrirtækið hefur einnig með
höndum ýmsa undirbúnings-
vinnu við nýtt miðbæjarsvæði
í Kópavogi.
Verk h.f., Laugavegi 120. —
Fyrirtækið starfar á tvennan
hátt, sem verktakafyrirtæki og
steypustöð. Sem byggingarverk-
taki er það nú að hefja, ásamt
öðrum verktakafyrirtækjum,
byggingu íbúðablokka og verzl-
unarhúss í hinum nýja miðbæ
Kópavogs. Steypustöðin fram-
leiðir steypu og selur á almenn-
an markað og auk þess til fram-
leiðslu á steyptum einingum í
hús, sem Verk h.f. hóf fram-
leiðslu og sölu á nú í vor fyrir
alvöru. Einingar þessar hafa
hlotið mjög góðar undirtektir,
og að sögn Birgis Frímannsson-
ar framkvæmdastjóra lækka
þær kostnað við húsið fullbúið
um allt að 30%. Einingar þess-
ar eru steyptar í stálmótum og
koma það sléttar úr þeim að
óþarft er að pússa húsið að ut-
an.
Völur h.f., Síðumúla 21. —
Völur h.f. er eitt af fjóruin
fyrirtækjum, sem eiga Þórisós
h.f., og sama er að segja um
Miðfell h.f., en þessi tvö fyrir-
tæki eru nú í sameiningu að
leggja nýjan veg til Grindavík-
ur, og er áætlað, að því verki
verði lokið í nóvember í ár, og
verði vegurinn þá tilbúinn und-
ir olíumöl, þó lokafrágangi við
vegkanta verði ekki lokið fyrr
en næsta ár. Völur h.f. hefur
yfir að ráða 5 ýtum, sem fyrir-
tækið leigir út, og að sögn
Steingríms Jónassonar er gífur-
lega mikið að gera á því sviði.
Þórður Finnbogason, Egils-
götu 30. — Þórður Finnbogason
rafvirkjameistari tjáði okkur
að á hans vegum væri nú verið
að ljúka við raflögn í 200 íbúð-
ir Framkvæmdanefndar í Féll-
unum, nánar tiltekið í einni ó-
slitinni húsaröð, þar sem heit-
ir Fannarfell, Iðufell og Gyðu-
fell. Er áætlað, að lokið verði
viði verkið í ágúst. Áætlað er
að ljúka á árinu lögnum í hús
Málarans við Grensásveg og
stækkun á húsi H. Ben., Sjóvá
og Skeljungs við Suðurlands-
braut 4. Á vegum Þórðar er
einnig unnið við lagnir í fjöl-
mörg einbýlis- og raðhús fyrir
einstaklinga í Fossvogi og
Breiðholti svo og í Skerjafirði.
Þórisós h.f., Síðumúla 21. —
Fyrirtækið er sameign verk-
takafyrirtækjanna Völur h.f.,
Miðfell h.f., Vörðufell h.f. og
Hlaðbær h.f. og eru stærstu
verkefni þess núna undirbún-
ingur og lögn Borgarholtsbraut-
ar í Kópavogi, sem verða mun
tilbúin undir slitlag í haust, en
Borgarholtsbrautin nær allt frá
gamla Hafnarfjarðarveginum
að sjó. Unnið er við að sprengja
klöpp og fjarlægja í miðbæ
Kópavogs og einnig á Kefla-
víkurflugvelli fyrir lengingu
flugbrautar þar, en þar er Þór-
isós h.f. undirverktaki hjá ís-
lenzkum aðalverktökum. Þá er
hjá Þórisós h.f. verið að ljúka
frágangsvinnu við áfanga 7 og
8 í Suðurlandsvegi í Ölfusi og
áfanga 3 og 4 í Vesturlandsvegi
og nýlokið er lögn aðalræsis í
Breiðholtshverfi 2 og í Sunda-
höfn.
Ýtutækni h.f., Trönulirauni
2, Hafnarfirði. Þar töluðum við
við Magnús Ingjaldsson, sem
sagði okkur að nú í sumar ynnu
þeir aðallega við gatna- og hol-
ræsagerð í Vesturhólum í
Breiðholti, svo og í Norðurbæn-
um í Hafnarfirði. Einnig væri
mjög mikið að gera í grunnum
og lóðum fyrir einstaklinga
víða á Reykjavíkursvæðinu.
Einu sínni ARRA
og svo aftur og aftur
AKRA smjörlíki er ódýrt; harðnar ekki í isskáp.
bráðnar ekki við stofuhita. Ekkert er betra á pönnuna.
þaö sprautast ekki. Úrvals smjörliki i allan bakstur.
SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF.
(il
FV 6 1973