Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 67

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 67
með þremur sætum og mið- sætið er fyrir bílstjórann, en farþegasætin, eru beggja megin við hann. Gianni er haldinn bíladellu og er frægur fyrir að hræða líftóruna úr farþeg- um ;,inum, þegar hann ekur bíl sínum á ofsahraða. Þá á hann litla farþegaþotu og þyrlu. sem hann notar til skíðaferða. Fiaí-formaðurinn segist ekki taka mikinn þátt í samkværnis- lífinu í Torino, nema þá í opin- berum tilgangi. Hann lítur á Torino sem vinnustað, en hvílir sig í heimsborgum, eins og t.d. Róm, París, London og New York. VAXANDI VANDAMÁL Á VINNUMARKAÐINUM Vandamálin hjá Fiat hafa vaxið á undanförnum árum, með auknum óróa á ítalska vinnumarkaðinum, sem hófst á hinu svokallaða „heita hausti“ á Ítalíu haustið 1969. Gianni var mjög svartsýnn á að Fiat gæti skilað hagnaði s.l. ár, þrátt fyrir rösklega 10 milljóna sterlingspunda hagn- að árið 1971. Formaðurinn segir, að þetta sé allt vinnu- skrópi starfsmanna að kenna, en það nam 14% af heildar- vinnustundafjölda 1972, en innan við 8% árið áður. NÝR BÍLL 1972 FIAT 126 Módelárið 1972 kom nýr Fiat á markaðinn, Fiat 126, sem framkvæmdastjórinn á- kvað að yrði arftaki hins kunna Fiat 500, sem var mjög vin- sæll bíll. Frá árinu 1957 til 1972, voru framleiddar fjórar milljónir Fiat 500 bíla. Agn- elli segir, að samdráttur sé framundan í bílaframleiðslu heimsins, ef aðeins eigi að framleiða bíla fyrir hina hefð- bundnu markaði, og þess vegna leggur hann síaukna áherzlu á að selja bíla til kommúnist- rikjanna, til þess að tryggja vöxt Fiat-verksmiðjanna. Það er skoðun hans, að bíla- framleiðendur verði að hafa alþjóölegan markað í huga og af þeim sökum þurfi að ryðja úr vegi öllum innflutningshöft- um og öðrum hindrunum, sem standa í vegi fyrir frjálsri bíla- verzlun. „Það er rétt að stefna ber að meiri alþjóðlegri samvinnu en það er einnig rétt, að í frjálsu viðskiptalífi, er það ó- hjákvæmilegt, að stefna að aukinni skynsemi innan bíla- framieiðslunnar á alþjóðlegum mælikvarða", sagði Agnelli í viðtaii nýlega. AUKIN SAMVINNA FRAM- LEIÐENDA OG NEYTENDA ÞJÓÐFÉLAGSINS Agnelli segir, að á komandi árum verði að auka samvinn- una milli framleiðandans og þjóðfélagsþegnanna, vegna vax- andi umhyggju fyrir öryggi og mengun. „Þetta er mjög mikilvæg fjár- festing, ekki aðeins til þess að tryggja réttlætanlega eftir- væntingu þjóðfélagsins, heldur einnig til þess að í bílum fram- tíðarinnar verði innbyggð öll þau öryggis- og lofthreinsunar- tæki, sem tæknin hefur yfir að ráða“, segir Agnelli. „Við, sem störfum i bíla- iðnaðinum, verðum að bera persónulega ábyrgð í þessum efnum, og verðum að vinna af fullu kappi og með góðri samvizku að lausn þessara mála, þar sem framtíð bíla- framleiðslunnar byggist á þess- um atriðum“. VERKTAKAR - VINNUVÉLALEIGA Loítpressur - Skurðgröfur Kranar Tökum að okkur alls konar framkvœmdir bœði í tíma- og ákvœðisvinnu Mikil reynsla í sprengingum FV 6 1973 f)7

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.