Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Síða 73

Frjáls verslun - 01.06.1973, Síða 73
Bandaríkin Styttri vinnutími — auknar tómstundir Vestan hafs er síaukin áherzla lögð á að skapa aðstöðu til tómstundastarfa og ferðalaga fólks. Megum við Islendingar margt af þeirri stefnu læra. • Flestir Bandaríkjamenn vinna færri en 230 daga á ári. • Fjörutíu milljónir Bandaríkjamanna eiga þriggja vikna frí á ári hverju. • Svo til allir fá þriggja daga frí fimm helgar á árinu, auk þess þrjá til átta viðbótarfrídaga. • Um 2500 fyrirtæki hafa tekið upp fjögurra daga vinnuviku. • Milljónir Bandaríkjamanna vinna ekki nema 35-36 klst. vinnu- viku. • Hlutfallstala þess fólks, sem hættir störfum, áður en 65 ára aldri er náð, vex stöðugt. • Bandarískur þegn, sem fæðist í dag, má búast við að ná 71 árs aldri. Veitum þessum staðreyndum fyrir okkur stundarkorn, og okkur verður ljóst, að tóm- stundir fólks í Bandaríkjunum eru ótrúlega margar. Framleið- endum leiktækja og annarra hluta til notkunar í tómstund- um, er fyllilega ljós þessi stað- reynd, enda er sívaxandi fram- boð af slíku, síendurbættar vör- ur koma fram í dagsljósið, svo neyzluþjóðfélagið geti notið tómstundanna til hins ýtrasta. Áætlað hefur verið, að fé það, er almenningur eyðir til tómstundaiðju, tækja og tóm- stunda aukist um 7,6% á ári hverju, og að bandaríska þjóð- in eyði milli 40 og 140 milljörð- um dollara í því skyni. Það stórkostlegasta, sem enn þekkist á þessu sviði, eru ævin- týraheimarnir Disneyland í Kaliforníu og Disney World í Florida, þar sem hægt er að finna hvaðeina, er hugurinn girnist til skemmtunar. Framleiðendur stefna mark- visst að því að veðráttan fái ekki að hafa áhrif til að draga úr fólki kjarkinn, ef það Jang- ar til að stunda einhverja ákveðna íþrótt. Hallir og salir eru byggð með plastyfirbreiðslum, sem sumum hverjum er haldið uppi með heitum loftblæstri, og þar er hægt að stunda sumaríþrótt- ir að vetrum eða vetraríþróttir á sumrin allt eftir geðþótta. Veiðar hafa löngum verið vinsælar í Bandaríkjunum eins og víðar. Þar er þó orðið lítið um landrými svo og dýr eða fiska til að veiða. Því hafa landeigendur í vesturríkjum Bandaríkjanna tekið upp það ráð að girða af stór landsvæði t. d. fjalllendi og flytja þangað dýr eins og antilópur, birni og önnur vinsæl veiðidýr. í Texas eru seld leyfi til að veiða inn- fluttar antilópur og innifalið í leyfinu er dvöl í veiðiskála og máltíðir þar. Fiskveiðileyfi í ám og vötnum verða sífellt vandfundnari og dýrari innan Bandaríkjanna og því leita áhugamenn í þeirri íþrótt mik- ið til annarra landa. ÚTILEGUR VINSÆLAR Sú tómstundaiðja, sem á hvað mestum vinsældum að fagna í Bandaríkjunum um þessar mundir, eru útilegur. Megnið af því fólki, er stund- ar þá tómstundaiðju, liggur þó ekki úti í bókstaflegum skiln- ingi heldur dx-egur á eftir sér hjólhýsi. Talið er, að um fimm milljónir hjólhýsa séu í notkun í Bandaríkjunum í dag og fer tala þeirra ört vaxandi. Ýmis fyrii’tæki hafa líka risið upp til að þjóna þessu hjólhýsafólki. Koma þau upp svæðum fyrir fólk til að leggja þessum úti- leguhúsum á, en inni á svæðinu er svo að finna alls konar tæki til skemmtunar. Má þar nefna sundlaugar, golfvelli, skemmti- sýningar á sviði, auk gæzlu- stöðva fyrir börn að ógleymd- um alls konar matsölustöðum og dansstöðum, bæði dýrum og ódýrum. Dýrustu hjólhýsin á markað- inum í dag kosta á þriðju millj- ón íslenzkra króna og enn íburðarmeiri hjólhýsi munu vera á teikniborðum víða um landið. MIKLU EYTT í FERÐALÖG Bandaríkjamenn eyða geysi- fé árlega í ferðalög, en erfitt er að áætla hve miklu, þar sem erfitt er að skilgreina hugtakið ferðalag nákvæmlega. Ef tekið er meðaltal 10 áætlana þar um, má gera ráð fyi'ir, að upphæð- in sé um 40 milljónir Banda- ríkjadollara árlega. Eyðslufé almennings í Banda- ríkjunum er talið vaxa um 7.2% ái’lega. Þar sem barna- fjöldi hverrar fjölskyldu fer stöðugt minnkandi verður sí- aukið eyðslufé fyrir hendi handa æ fæi’ra fólki. Þetta ásamt silækkandi vinnustr 'da- fjölda þýðir, að tómstundh og eyðslufé mun vaxa að mun og að þörfin fyrir framboð á tóm- stundagamni fer sívaxandi. FV 6 1973 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.