Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 74

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 74
 ÝMSAR ÍÞRÓTTAGREINAR íþróttir eiga vaxandi fylgi að fagna í Bandaríkjunum. Hjól- reiðar eru ef til vill sú grein þeirra, sem er í hvað örustum vexti, því að á síðasta ári seld- ust fleiri reiðhjól í Bandaríkj- unum en bílar eða 11.5 milljón. Nokkur fylki hafa lagt áherzlu á að leggja sérstakar brautir fyrir hjólreiðafólk og má nú t. d. komast um allt Wisconsin- fylki eftir slíkum brautum. Flest eru reiðhjólin tvíhjól, en húsmæður á innkaupaferðum og fullorðið fólk kaupir þó í vaxandi mæli þríhjól til sinna ferða. Algengustu reiðhjólin á Bandaríkjamarkaði í dag kosta 225 dali og hafa þau 10 gang- hraðastillingar. TENNIS — VINSÆL ÍÞRÓTT Tennisíþróttinni vex einnig stöðugt fylgi, og er jafnvel tal- ið, að hún hafi nú forskot fram yfir golfið. Kemur þar sjálfsagt til að einfaldara er að leika tennis og auk þess er það ódýr- ara og ekki eins tímafrekt. Tennisvellir búnir öllum hugs- anlegum þægindum rísa ört upp í borgum Bandaríkjanna og ýmis afbrigði hins hefðbundna tennis hafa litið dagsins íjós að undanförnu. Kostnaður við golfíþróttina vex stöðugt, landið er dýrt og háir skattar eru lagðir á klúbb- húsin, sem reist eru við góða golfvelli. Má því telja, að þetta sé orðin íþrótt hinna vel efn- STARFSEMI FERÐASKRIF- STOFA BLÓMGAST í dag er talið, að 50 milljónir Bandaríkjamanna fari a. m. k. einu sinni á ári í ferðalag, sem tekur 10 daga eða meira. Þessi staðreynd hefur sannfært fyr- irtæki eins og American Ex- press, Holiday Inns, Hilton, Sheraton og fleiri um, að það sé góð og viturleg fjárfesting að reisa gististaði fyrir Banda- rikjamenn í öðrum löndum. Einnig blómgast starfsemi ferðaskrifstofa, sem skipuleggja Erfitt er að fá veiðileyfi í Bandaríkjunum, en menn sækja þcim mun meira til útlanda í veiðiferðir. ísland er þar engin undan- tekning. Hjólhýsin eru orðin mjög algeng í Bandaríkjunum og þykja sjálf- sögð í útilegum. Einnig þýðir þetta, að fólkið ferðast meira og meira og til fjarlægari og sérkennilegri staða. Ekki er búizt við, að hinn almenni ferðamaður noti hrað- fleygari flugvélar til ferðalaga í framtíðinni heldur að hann muni setjast upp í stærri vélar en nú þekkjast og rúma ef til vill 1000-1500 farþega. Langar sjóferðir, lestarferðir og ferðir í langferðabílum eru ekki álitn- ar munu verða vinsælar í fram- tíðinni. Skemmtisiglingar eiga aukn- um vinsældum að fagna í Bandaríkjunum. Hið rólega líf um borð í skemmtiferðaskipi um eyjar Karíbahafs dregur að sér fjölmarga Bandaríkjamenn árlega og sömuleiðis siglingar, sem hefjast í höfnum á vestur- strönd landsins og flytja fólk um Kyrrahafið. Talið er, að þjóðin eyði um einni billjón dollara í slíkar siglingar á ári. stuttar, 3-4 daga ferðir, fyrir fólk, sem kýs heldur margar ferðir árlega en eina langa. Leiguflug með hópa fólks mun aukast að mun, því að þau eru yfirleitt ódýrari en áætlunar- flug flugfélaganna. Álitið er, að slíkar ferðir muni vekja áhuga hins almenna verkamanns og annarra stétta, er hingað til hafa tæplega haft efni á löng- um ferðalögum. Verði slíkar ferðir þá seldar á föstu verði, þar sem innifalin er gisting og matur. 74 FV 6 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.