Frjáls verslun - 01.06.1973, Page 85
Fyrirtacki.nðrur.
þjónusta
IVIálning hf.:
Framleiddi 1,2 millj. lítra af
málningu í fyrra
Ný málningartegund kemur á markaftinn
Framleiðsluvörur Málningar h.f. búnar til sendingar á markaðinn.
Málningarverksmiðjan Máln-
ing h.f. í Kópavogi heldur í ár
upp á 20 ára afmæli sitt og á
þeim tímamótum verða einmiít
þáttaskil í framleiðslu fyrir-
tækisins á vatnsmálningu, því
það hættir að framleiða Spred-
málningu, sem það hefur gert
frá upphafi, en tekur í hennar
stað að framleiða vatnsmáln-
ingu undir vörumerkjunum
Kópal Dyroton og Kópal Dyro-
tex.
Málning þessi er framleidd
með leyfi frá danska fyrirtæk-
inu S. Dyrup & Co. A/S, sem
er önnur stærsta málningar-
verksmiðja þar í landi, og er
málningin einnig framleidd á
Ítalíu, í Egyptalandi, Portúgal
og íran. Úr henni verða á boð-
stólum hér nýir og endurbættir
tónalitir, í hundruðum lita,
talsvert frábrugðnir þeim, er
hingað til hafa verið framleidd-
ir hérlendis. Helzta nýjungin,
sem, þessir litir bjóða upp á, er
sú, að þeir eru að hluta byggðir
upp úr lituðum málningarstofn-
um í stað hvítra eða mjög
Ijósra, en það gefur mun betri
,,dekkkraft“ og þarf því færri
yfirferðir af þess konar máln-
ingu til að hylja þann lit, sem
undir er. Þó verða einnig fáan-
legir litir, sem byggðir eru upp
úr hvítum stofni. Kópal-máln-
ing, sem unnin er upp úr lituð-
um stofni, gefur möguleika á
sterkari og dekkri litum en þær
litblöndur, sem byggðar eru
upp úr hvítum.
JÁKVÆÐAR
UNDIRTEKTIR
Málning h.f. er nú nýbúin
að setja þessa málningu á mark-
aðinn hérlendis og að sögn
þeirra Ragnars Þórs Magnús,
framkvæmdastjóra, og Óskars
Maríussonar, efnaverkfræðings,
hjá Málningu h.f., eru undir-
tektir mjög jákvæðar og eru
þeir bjartsýnir á framtíðina í
þessum efnum. Þeir eru um
þessar mundir að hrinda af stað
auglýsingaherferð til að kynna
þessa nýju framleiðslu sína og
voru m. a. þátttakendur í sýn-
ingunni Heimilið ’73. Kópal-
Dyroton málningin er ætluð til
innanhúss nota, en Kópal-
Dyrotex utanhúss.
FRAMLEIÐA 40% AF MÁLN-
INGARFRAMLEIÐSLU
HÉRLENDIS
Málning h.f. er stærsta fram-
leiðslufyrirtæki í málningariðn-
aði hérlendis_ og samkvæmt
Hagskýrslum íslands hefur það
framleitt um 40% málningar-
FV 6 1973
85