Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 9

Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 9
i stuttn máli • Vænkast hagur I nýjustu þjóðliagsspá hagrannsókna- deildar Framkvæmdastofnunar er gert ráð fyrir 3,5% aukningu þjóðarfram- leiðslu árið 1973, cn 5,5% aukningu þjóðartekna. Að síðari talan er hærri má rekja til bættra viðskiptakjara. Aukn- ingin er nokkru meiri en spáð var í upp- hafi ársins. Stafar þetta ekki sízt af hækkun fiskafurða á erlendum markaði, sem meira en vegur upp hækkun að- fanga og neyzluvara. • Álútflutningur eykst Alvcrksmiðjan starfar nú með fullum afköstum. Fyrstu 5 mán. ársins var flutt út fyrir meira en tvöfalt andvirði út- flutnings á sama tíma i fyrra. Nam út- flutningurinn fyrstu 5 mán. ársins 18,1 % af heildarútflutningi, en nam 13,6% á sama tíma í fvrra. 9 Dollarar og fílar Mikil sókn cr nú í filatennur. Vilja margir skýra þetta með óvissunni á al- þjóðagjaldeyrismarkaði og ekki sízt falli dollarans. Mikil brögð hal'a verið að því upp á siðkastið, að fílar hafi verið veidd- ir í ólevfi. # 10 punktar til IMixons Senn líður að viðræðum milli Efna- hagsbandalags Evrópu og Bandaríkj- anna um utanríkisviðskipti. Á utanríkis- ráðherrafundi landa Efnahagsbanda- lagsins i Kaupmannahöfn fyrir skömmu var saminn 10 punkta listi, sem senda á Nixon til þess að hann geti undirbúið menn sína betur undir viðræðurnar. Byrjað mun á að ræða samskipti land- anna almennt, fjallað verður um helztu viðskiptásvið og stefnu EBE gagnvart „þriðja heiminum“. 9 Breyttar innritunartölur Heldur færri hafa innritazt í Háskóla Islands en í fyrra. Sömuleiðis eru all- miklu færri innritaðir í læknadeild, við- skiptadeild og við námsbraut i almenn- um þjóðfélagsfræðum. Flestir koma eft- ir sem áður í heimspekideild og verk- fræði- og raunvísindadeild. Talsverð aukning hefur orðið á aðsókn að laga- deild. 9 Stöðnun á leiguflugmarkaði á IMorðurlöndum Andstætt því sem er um íslenzkar leiguflugferðir á vegum ferðaskrifstof- anna, virðist vera nokkur stöðnun á öðr- um Norðurlöndum. Deilt er um ástæð- urnar fyrir ])essu, en einkum er nefnt, að sumarið hefur verið með afbrigðum gott á Norðurslóðum. 9 Umsvif aukast h]á Cargolux Cargo.lux hefur tekið á leigu þotu til vöruflutninga milli Hong Kong og Ev- rópu. Virðast vöruflutningarnir farnir að hera áþreifanlegan árangur, en það tók að sjáll'sögðu nokkurn tíma að vinna sér markað og finna hagkvæmustu ferðatilhögun. Sömuleiðis virðist, sem hinar miklu árstiðasveiflur i þessu flugi verði tiltölulega minni í ár en tíðkazt hefur. # Spítalamatur Ríkið fyrirlmgar að leysa mötuneytis- vandamáí fjölmargra ríkisstofnana með ])vi að láta matreiða allt i nýju cldhúsi Landspítalans. Á siðan að dreifa kræs- ingunum til hinna þurfandi. Með þessu hyggst ríkið ná mciri hagkvæmni í rekstri. Verður fróðlegt að sjá, hvernig lil teksl. FV 9 1973 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.