Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 25
spáir íorstjórinn því, að hagn-
aðarprósentan verði komin
í 12,5% árið 1978 miðað við
5% hjá hvoru félagi um sig á
fjárhagsári, sem endaði 1. marz
síðastliðinn.
OF F.TÖLMENNT STARFSLIÐ
Það er ekki haft hátt um
það af hálfu stjórnenda British
Airways, að félag þeirra hefur
á að skipa fleira starfsfólki en
nokkurt annað flugfélag nema
ef vera skyldi Aeroflot, sem
ekki hefur birt neinar tölur um
starfsmannahald sitt opinber-
lega. Hjá British Airways eru
starfsmenn nú 58 þús. talsins
en sérfræðingar í London telja
að starfsmenn British Aii'ways
séu 20 þús. of margir. Nicolson
hefur vísað á bug þessum full-
yrðingum en segir þó, að fyrir-
hugaðar séu aðgerðir til að
auka framleiðni hjá félaginu.
British Airways lét kanna af-
komu annarra flugfélaga á al-
þjóðaleiðum og komst að raun
um að BEA og BOAC saman-
lagt stóðu sig betur en t.d.
PAN AM, TWA, Air France
og KLM en voru á eftir SAS
og Swissair. Framundan er um-
fangsmikil og víðtæk endur-
skipulagning hins nýja félags
og verður þá reynt að skera
niður kostnað, þar sem því
verður við komið og fækka
starfsfólki. Stjórn félagsins
hefur á móti komizt að raun
um, að ef það segði upp 5000
manris og aðrir starfsmenn
efndu til verkfalls í mótmæla-
skyni myndi 10 daga vinnu-
stöðvun valda því að útséð
yrði um alla hagnaðarvon.
Flugfloti British Airways
samanstendur af þotum af
gerðunum Boeing 747 og 707,
VC 10, Trident og BAC 111.
Á næsta ári bætist væntanlega
hljóðfráa þotan Concorde í
þennan hóp en BOAC hafði gert
pöntun á fimm slíkum þotum,
sem notaðar verða á flugleið-
unum til New York, Jóhannes-
arborgar, Tókíó og Sydney.
Fargjöld með Concorde eiga að
verða 10% hærri en núverandi
fargjöid á fyrsta farrými á
sömu leiðum. Forráðamenn
British Airways vilja engu
spá um áhrif Concorde á
stöðu félagsins. Þeir benda á,
að Concorde sé tilraun í flug-
vélasmíði, sem enn ríki mikil
óvissa um. Unnt sé að setja
niður töiur sem gefi til kynna
hagnað af rekstri þotunnar en
svo sé líka hægt að fá út aðra
útkomu er bendi til taps. Af
öllu má ráða, að British Air-
ways gerir ráð fyrir að tapa á
Concorde.
RÍKISSTYRKT?
Kaupin á Concorde og tillög-
ur British Airways um lækk-
un fargjalda á Norður-Atlants-
hafsleiðinni hafa valdið grun-
semdum bandarískra sam-
keppnisaðila um að félagið sé
styrkt af brezka ríkinu fjár-
hagslega með beinum framlög-
um. Nicolson hefur svarað
þessu á þá lund, að félagið hafi
fengið „hagstæð tækifæri til að
afla hlutfjár fyrir aukna starf-
semi“.
Á það hefur þó verið bent,
að BEA gat fyrir nokkrum
Umboðsmaður British Air-
ways á íslandi er 35 ára gam-
all írskur bóndasonur, Joe Kenn-
edy að nafni. Hann hóf störf
hjá BEA árið 1960 í London
og síðar í Dublin en árið 1965
var hann skipaður svæðisstjóri
í Shannon, þegar opnuð var
flugleið milli Lundúna og
Shannon og árið 1970 gerðist
hann svæðisstjóri í Basel í Sviss
árum orðið sér úti um veru-
legar fjárupphæðir frá brezka
ríkinu með því að kaupa
brezkar Trident-þotur í stað
hinna bandarísku Boeing 727.
Þá hafði brezka ríkisstjórnin
„strikað yfir“ £800 þús. tap
hjá BOAC árið 1964 og 1965.
Málin hafa þó tvær hliðar
og brezka ríkisstjórnin getur
jafnt tekið sem gefið. Árið
1971 stuðlaði hún að stofnun
British Caledonian Airways,
sem er einkafyrirtæki og á að
verða „annað afl“ í brezkum
flugtnálum í samkeppni við
ríkisfyrirtækið British Air-
ways.. Til þess að búa í hag-
inn fyrir einkaframtakið var
British Caledonian úthlutað
mjög arðbærum flugleiðum,
sem áður höfðu gefið BEA og
BOAC drjúgan skilding.
og gegndi hann því starfi þar til
hann réðst hingað til lands 1.
rnaí í ár.
Hann hefur ávallt haft áhuga
fyrir ferðamálum og þróun
þeirra og vann til dæmis mikið
að þeim málum í Shannon þau
fimm ár, sem hann starfaði þar,
auk þess sem hann hefur starf-
að við ferðaskrifstofu í London.
Joe Kennedy á skrifstofu British Airways í Bankastræti 11.
UMBO0SMAÐIJR BRITISH
AIRWAVS Á ÍSLANDI
FV 9 1973
25