Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 49

Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 49
Þjónusta og veitingar: HVERT A AÐ RJÓÐA VIÐSKIPTAVIÍMUIH í MAT? Það færist æ meira í vöxt að menn í viðskiptalífinu noti matartíma sína til að ræða við- skipti og jafnvel taka ákvarðanir um viðskiptasamninga. Bjóða menn þá gjarnan hvor öðr- um á gott veitingahús til þess arna. Frjáls verzlun fór á stúfana fyrir skömmu og heimsótti þá matsölustaði í Reykjavík, sem selja mat í hádeginu og á kvöldin og sem hafa vínveitinga- leyfi. Forstöðumenn viðkomandi staða skýrðu lesendum blaðsinsfrá því, hvaða réttum þeirra staður myndi mæla með fyrir kaupsýslumenn annars vegar til hádegisverðar og hins vegar til kvöldverðar. Lesendur eru beðnir að athuga að verð þau sem nefnd eru í kynningunni kunna að hafa hækkað lítillega síðan þessi kö REYKJAVlK Á hótelinu er mælt með, að í hádeginu verði borðuð pækluð skinka í forrétt, en þessi réttur er nýr. Réttur þessi er mjög þekktur á Ítalíu. Skinkan er látin vera í pæklinum í 3-4 vikur og þurrkuð í fjóra mánuði. Gott er að borða með saltgúrkur, piparrótarsósu og spergil. Verðið er 285 krónur. Sérstaklega er mælt með lambarifjasteik, sem aðalrétt í hádeginu. Þessi réttur er einnig nýr. Hann er borinn fram með maís, frönskum kart- öflum, sveppum, papriku og spergli og kostar 745 krónur. í hádeginu er einnig matseðill og er á honum súpa og fisk- eða kjötréttur. Af fiskréttunum má nefna nýjan lax, sem þó verður ekki öllu lengur á boðstólum. Af kjötréttum má nefna nautasteik. Þá eru einnig omelettur á matseðlinum. Eftir matinn eru á boðstólum ýmsir eftirréttir s.s. kaffi, ís, eplapæ og pönnukökur, bæði íslenzkar og franskar. nnun var gerð. Gjörið þið svo vel! í kvöldmat er mælt með bláskelfisk sem for- rétt og er það kaldur réttur í sósu sem saman- stendur af olívuolíu, ediki, salti, pipar, lauk og persillu og kostar rétturinn 245 krónur. Enn- fremur eru margir aðrir forréttir á boðstólum s.s. rækju- og humarkokteill, rækjur matador, sem eru pönnusteiktar í olívuolíu með hvítlauk og hafðar ofan á brauð. Af öðrum forréttum má nefna kvavíar, gravlax, reyktan lax og reyktan ál. Mælt er með sterkkrydduðum sjávarrétt sem aðalrétti og nefnist rétturinn Tónar hafsins. í rétti þessum eru rækjur, humar, skelfiskur og hörpuskelfiskur. Sveppum, spergli og lauk er blandað saman, og síðan er þetta allt steikt í karry og fjótandi piparsósu. Þannig er komið með það að borði gestsins, en þar er það eldsteikt í koníaki. Verðið er 865 krónur. Á eftir er vinsælt að fá sér kaffi, en á hótelinu er einnig hægt að fá „Irish coffee“, royal kaffi, tárkaffi og calypso kaffi. í þessu kaffi er ýmist koníak, líkjör eða viskí, en það fer eftir tegundum. En þeyttur rjómi er með öllu. Kostar slíkt kaffi 275 krónur. FV 9 1973 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.