Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 57
LÍFTRYGGINGARFÉLÖG
Mun strangari reglur gilda
um líftryggingastarfsemi en
aðra vátryggingastarfsemi.
Starfar það af því, að líftrygg-
ingarsamningar eru gerðir til
mun lengri tíma, jafnvel allt
að 70 árum. Líftryggingastarf-
semi hér á landi hefur verið
miklu minni heldur en í ná-
grannalöndunum og veldur
þar mestu um hin geysilega
verðbólga, sem hér hefur ríkt
undanfarna áratugi og kippt
grundvellinum undan sparilíf-
tryggingum. Hins vegar hafa
áhættulíftryggingar, sem eru
óháðar verðgildi gjaldmiðilsins
breiðzt verulega út undanfarin
ár.
TILGANGUR
TRYGGIN G AEFTIRLITSINS
Mikilvægasta og afdrifarík-
asta nýjungin í vátryggingar-
starfsemi hér á landi, sem lög-
in feia í sér, eru vafalaust á-
kvæði þess um tryggingaeftir-
lit. Meginhlutverk þessa eftir-
lits verður að kanna fjárhag
vátryggingarfélaga, þ.e.a.s.
hvort þau eigi nægilegar eign-
ir fyrir skuldum og nægilegt
fé til rekstrar síns og hvort ið-
gjöld séu í samræmi við áhættu
og eðliiegan kostnað. Til þess
að tryggingaeftirlitið geti
framkvæmt þetta eftirlit, er
svo fyrir mælt, að vátrygging-
arfélög skuli senda ársreikn-
inga sína til eftirlits ásamt
skýrslu um fasteignir, bifreiða-,
skipa- og verðbréfaeign og skrá
um inneignir hjá viðskipta-
mönnum og skuldir við skuld-
heimi.umenn. Þá skal jafnframt
fylgja með skýrsla um, hvern-
ig áætlaðar eru áfallnar en
ógreiddar vátryggingarkröfur
Reikningum líftryggingarfélags
skal einnig fylgja skýrsla
tryggingastærðsfræðings um
uppgör líftryggingasjóðs. í
heild skal eftirlitið eiga að-
gang að bókhaldi og öllum
skjölum vátryggingarfélaga.
Tryggingareftirlitinu er jafn-
framt ætlað að hafa eftirlit
með því, að almennir skilmál-
ar vátryggingarfélaga séu í
samræmi við lög og góða við-
skiptaháttu í vátryggingarvið-
skiptum. í þessu skyni er svo
fyrir rnælt, að öll vátrygging-
arfélög skuli senda eftirlitinu
endurrit þeirra tryggingarskil-
mála, sem þau nota svo og
síðari breytinga, sem á þeim
kunna að verða.
Ef eitthver vátryggingarfél-
ag sinnar ekki tilmælum trygg-
ingaeftirlitsins eða er ekki
greiðsluhæft, þá skal eftirlitið
þegar í stað tilkynna það
tryggingamálaráðherra og gera
ákveðnar tillögur um, hvað
gera skuli. Er ráðherra þá
heimilt að setja félaginu frest
ttl þess að bæta úr því, sem
úrskeiðis hefur farið. Hafi
félagið ekki gert úrbætur inn-
an þessa frests, getur ráðherra
afturkallað starfsleyfi félags-
ins og skipað því þriggja
manna félagsstjórn, sem tekur
við öllum heimildum félags-
stjórnarinnar og falla þá niður
allar venjulegar restrarheim-
ildir liennar.
í heild er verksvið trygg-
ingaeftirlitsins all ítarlega
skýrgreint í lögunum, en gert
er ráð fyrir enn ítarlegri skýr-
greiningu í reglugerðum. Það
skal skipað þremur mönnum,
sem skipaðir eru til fjögurra
ára í senn. Á einn þerra að vera
embættisgengur lögfræðingur
og annar tryggingastærðfræð-
ingur. Það er tryggingaráð-
herra, sem skipar menn í
tryggingaeftirlitið svo og for-
mann þess.
BYRJUNARÖRÐUGLEIKAR
Búast má við ýmsum örðug-
leikum fyrir þau vátrygginga-
félög, sem þegar eru starfandi
er hin nýju lög taka gildi, en
það verður 1. janúar nk. Eru
því settur reglur um, hvernig
þessi félög skuli fara að. Eiga
þau innan tveggja mánaða frá
gildistöku laganna að senda
tryggingamálaráðherra umsókn
um starfsleyfi og skráningu á-
samt nauðsynlegum gögnum,
þar á meðal ársreikningum
sínum. Berist þessi gögn eigi
innan tilskilins tíma, falla nið-
ur heimildir viðkomandi vá-
tryggingafélags til þess að
selja vátryggingar.
STARFSLOKUNAR-
HEIMILD!
Hvert það félag eða stofn-
un, sem hyggst byrja vátrygg-
ingarstarfsemi, skal senda
tryggingareftirlitinu gögn í
því formi, sem eftirlitið ákveð-
ur, um væntanlega starfsemi,
samþykktir sínar, stofnfundar-
gerð og svo tilkynningu um,
hverjir séu í stjórn félagsins
og hverjir hafi heimild til þess
að skuldbinda það, svo og
vottorð löggilts endurskoðanda
um mnborgað hlutafé eða
stofnfé. Tryggingaeftirlitið
kannar síðan, hvort félagið
fullnægi skilyrðum laganna,
reglugerð setta samkv. þeim
og sé að öðru leyti hæft til
þess að reka vátryggingar-
starfsemi.
Ráðherra veitir félagi síðan
starfsleyfi og að því fengnu
má skrá félagið í hlutafélaga-
skrá eða aðra opinbera félaga-
skrá.
Telji tryggingaeftirlitið ekki,
að þörf sé fyrir þá starfsemi,
sem íélagið hyggst reka, né að
starfsemi þess sé til eflingar
heilbrigðri þróun vátryggingar-
starfsemi í landinu eða til
hagsbóta fyrir vátryggingar-
taka og vátryggða, getur trygg-
ingarmálaráðherra neitað að
skrá félagið í vátryggingar-
félagskrá og veita því starf-
semi.
í þessu felst, að gert er ráð
fyrir, að tryggingareftirlitið
leggi þríþætt mat á þá starf-
semi, sem nýstofnað trygginga-
félag hyggst reka: 1) Er þörf
fyrir starfsemina. 2) Er hún til
eflingar heilbrigðri þróun vá-
tryggingarstarfsemi í landinu.
3) Er það til hagsbóta fyrir
vátryggingartaka og vátryggða.
Verði mat eftirlitsins á ein-
hverjum þessara þriggja þátta
neikvætt, getur ráðherra neit-
að félaginu um starfsleyfi.
Þessi ákvæði verða að telj-
ast rnjög hæpin. Tilgangur
þeirra virðist vera sé að tak-
marka aðgang nýrra félaga að
tryggingarmarkaðinum á þarf-
argrund.velli, enda þótt öðrum
skilyrðum se fullnægt. Það
verður að teljast óeðlilegt, að
þeim sé synjað um starfsleyfi
sem uppfylla öll forms- og
fjárhagsskilyrði og slíkt væri
einnig í ósamræmi við al-
menna stefnu hér á landi um
veitingu atvinnuleyfa. Þá er
og þess að gæta, að það er
mjög andstætt okkar þjóðfél-
agsháttum að hafa starfslok-
unarheimild byggða á þessum
grundvelli.
FV 9 1973
57