Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 83

Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 83
Kaupstefnan íslenzkur fatnaður: Verðlagsþróunin óhagstæð iðnaðinum Sýningarbás prjónastofunnar Dyngju á Egilsstöðum á kaupstefn unni. Kaupstefnan íslenzkur fatnaður var haldin í félags- heimilinu á Seltjarnarnesi dagana 30. ágúst — 2. sept- ember s.l. Slíkar kaupstefnur eru haldnar tvisvar á ári, vor og haust, og er þetta í 12. sinn sem kaupstefnan er haldin. 19 innlend iðnfyrirtæki sýndu vörur sínar á kaupstefnunni, sem var ekki opin almenn- ingi, heldur eingöngu ætluð kaupmönnum og innkaupa- stjórum. Aftur á móti var haldin tízkusýning á Hótel Sögu í tengslum við kaupstefnuna, og var hún opin almenningi. Þau iðnfyrirtæki, sem tóku þátt í sýningunni voru: Álafoss h. f., Artemis s. f., Bergmann h. f., Fatagerð J.M.J., Hálsbinda- gerðin Windsor, L. H. Muller, Lady h. f., Hálsbindagerðin Lexa, Nærfatagerðin Ceres h. f., Sokkaverksmiðjan Papey, Peys- an s. f., Prjónastofan Dyngja h. f., Prjónastofan Iðunn h. f., Prjónastofa Önnu Þórðardóttur, Skóverksmiðjan Agila h. f., Sjó- klæðagerðin h. f. og verksmiðj- an Max h. f., Saumastofa Önnu Bergmann, verksmiðjan Dúkur h. f. og Vinnufatagerð íslands h. f. Voru flest fyrirtækin, sem þátt tóku í sýningunni frá Reykjavík eða 11, önnur iðnfyr- irtæki, sem þátt tóku í sýning- unni voru frá Akureyri, Egils- stöðum, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellssveit og Seltjarnarnesi. Kaupstefnan íslenzkur fatnað- ur var fyrst haldin fyrir 6 ár- um og hefur Félag íslenzkra iðn- rekenda séð um framkvæmd kaupstefnunnar. Tilgangurinn með kaupstefnunni er að selja föt og auðvelda kaupmönnum og innkaupastjórum innkaup með góðum fyrirvara. Þörf er á því að sala á fötum fari ekki að- eins fram í gegnum sölumenn. Það er mikil hagræðing I því fyrir kaupmenn og innkaupa- stjóra að geta á einum stað kynnt sér nýjungar í fatafram- leiðslunni og borið saman verð og gæði vöru framleiðandanna. Örar framfarir hafa orðið í fataiðnaðinum hérlendis á síð- astliðnum árum og er íslenzk- ur fatnaður nú að jafnaði vand- aðri en erlendur fatnaður á sama verði. Strangar kröfur eru gerðar til íslenzks fatnaðar, og hefur hönnun á framleiðsluvör- um hlotið sífellt meiri viður- kenningu, sem veigamikill þátt- ur í framleiðslunni. Hlutverk hönnunar er þrí- þætt: 1. Að tryggja sem bezt notagildi vörunnar. 2. Að gera vöruna hentuga í framleiðslu og 3. Að gera vöruna fallega. Má segja, að sá árangur, sem náðst hefur í sölu á íslenzkum fatnaði hélendis og erlendis sé því að þakka, hve vörurnar eru vei hannaðar. Það er því mikið at- riði fyrir íslenzkan iðnað að framleiða vandaða vöru í stað þess að framleiða mikið af ó- dýrri vöru. Við opnun kaupstefnunnar ís- lenzkur fatnaður hélt Gunnar J. Friðriksson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda ræðu og ræddi hann m. a. um erfiðleika, sem að iðnaðinum í landinu steðja. Fer hér á eftir kafli úr ræðu hans: „Eins og stendur er mjög mik- ið að gera hjá íslenzkum fata- framleiðendum, og flestir anna varla eftirspurn. Þetta er að sjálfsögðu mjög gott, en því fylgja vissar hættur. Héðan í frá lækka tollar árlega á full- unnum erlendum fatnaði og ekki eru nema fá ár þangað til þeir hætta að skipta máli, sem vernd fyrir innlenda fram- leiðslu. Þá standa íslenzkir framleiðendur frammi fyrir beinni samkeppni við tollfrjáls- an innflutning á fötum og öðrum iðnvarningi, alls staðar að úr heiminum. íslenzkir framleiðendur geta aðeins brugðizt við henni með því að gera enn aukið átak til að bæta hönnun, vörugæði, framleiðslutækni og síðast en ekki sízt með skipulagðri sölu- starfsemi á heimamarkaði, þar sem þeir hagnýta sér þá mögu- FV 9 1973 83

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.