Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 87

Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 87
Fyrirtaekl.virnr, þjinusta Bókahúsið: Finnst þægilegra að reka verzlun í Reykjavik en i Eyjum Ný bókaverzlun tók til starfa í Reykjavík um miðjan júnímánuð, en það er Bóka- húsið h.f. að Laugavegi 178. Er verzlunin útibú frá verzl- un Þorsteins Johnson, sem starfrækt var í Vestmanna- eyjum, þar til gos hófst. Að sögn Óskars Johnson, framkvæmdastjóra Bókahúss- ins, ákvað hann að setja bóka- verzlun þessa á fót eftir að hann fluttist frá Eyjum. Sagði hann, að viðskiptin færu ört vaxandi og sífellt fleiri legðu leið sína inn í verzlunina. Hefur hann á boðstólum m. a. mikið af skóla- vörum, s. s. námsbókum fyrir skólafólk, ritföngum ýmis kon- ar og ennfremur eru seld í verzl- uninni blöð, bækur og ýmis smá- vara s. s. hin vinsælu ,,plaköt“ o. fl. Sagði Óskar að hann hefði unnið í bókaverzlun í Vest- mannaeyjum í um 30 ár. Fyrst hefði afi hans sett á fót verzlun- ina á fyrri stríðsárunum, en síð- an hefði faðir hans tekið við og loks hann sjálfur. Bókaverzl- anir hans í Vestmannaeyjum, voru einu bókaverzlanirnar þar, og sagði Óskar, að verzlunin hefði ætíð gengið vel, en mikið fé þyrfti til þess að reka bóka- verzlun. Bókahúsið er nú í leiguhús- næði og eru Byggingavörur h.f. í helmingi húsnæðisins. Það fyr- Óskar Johnson í verzlun sinni. irtæki er nú að flytja, svo bóka- verzlunin stækkar í vetur í 120- 130 fermetra. Þá eru fyrirhug- aðar nokkrar breytingar á verzl- uninni. Sagðist Óskar ætla að halda áfram að reka verzlunina, jafn- vel þótt hann flytti til Eyja aft- ur, en það væri allt óákveðið enn, og mundi hann ekki taka ákvörðun um það fyrr en næsta vor. — Mér líkar mjög vel að reka bókaverzlun í Reykjavík, og það er að mörgu leyti þægilegra en í Eyjum. Þangað eru stopular ferðir og það tekur yfirleitt langan tíma að fá pantanir af- greiddar, en í Reykjavík eru þær afgreiddar um leið og þær ber- ast. Þó kann ég betur við mig alið allan minn aldur, sagði Ósk- ar. Kvaðst Óskar mjög ánægður með nýju verzlunina og væri hann bjartsýnn á framtíðina, enda hefði hann mikið úrval af vörum, og gæti skólafólkið fengið allt sem það þarfnaðist í skólann. FV 9 1973 87

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.