Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Page 11

Frjáls verslun - 01.04.1974, Page 11
Að vonum vakti það nokkra athygli, er Magn- ús Kjartansson tilkynnti endurskoðun á bókhaldi íslenzka álfélagsins sam- kvæmt heimild, sem rík- isstjórnin hefur haft til þeirra hluta og samn- ingar við félagið gera ráð fyrir. Töldu menn hér vera á ferðinni enn eitt dæmið 'um að Magn- ús væri á tiltölulega ó- dýran hátt að slá sjálfan sig til riddara í augum samherja sinna. En meira mun þó búa að baki. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum ætl- ar Magnús með niður- stöðu endurskoðunar að réttlæta nýja rafork'u- sölusamninga við álver- ið, þar sem samið verður á sama, góða, lága verð- inu. Magnús ku vera orðinn öllu meiri iðju- höldur í þankagangi nú en þegar hann skrifaði leiðara Þjóðviljans í gamla daga. — « — Óli Jó & Co. voru á hafnarbakkanum um daginn til að taka á móti Ólafi Noregskonungi eins og menn sáu í sjónvarp- inu. Þegar forsetinn var búinn að kynna ráðherr- ana fyrir konungi varð vandræðaleg þögn en síðan sagði forseti ís- lands: „Det er nu det“ og Ólafur konungur tók undir með honum: „Ja, det er det.“ Þótti þetta nokkuð í stíl við um- mæli Biarna Guðnason- ar um fall ríkisstjórnar- innar í þingrofsumræð- unum: „Það er nú það. Svo er nú það. Það er nú svo“. Eins og fram kom í blöðunum um daginn eiga Rússar nokkur þús- und fermetra af húsnæði í Reykjavík, sem enginn veit til hvers er notað. Það vekur hins vegar at- hygli, hvar þeir hola sár nið'ur, eins og t. d. í ná- grenni við Landhelgis- gæzluna. Nýlega komu þeir sér líka fyrir í húsi við Laufásveginn, auðvit- að rétt hjá ameríska sendiráðinu. Með slíkri staðsetningu má auð- veldlega hlera símtöl við sendiráðið. Ibúar næstu húsa á Laufásveginum segja, að í húsi Rúss- anna sé'u verðir á ferli allan sólarhringinn. Það vekur líka athygli að KGB-njósnarar við rúss- neska sendiráðið reyna að villa á sér heimildir með því að aka um ná- grenni Reykiavíkur í nýium amerískum trylli- tækjum. Kunnugir segja, að Lúðvík Jósefsson þrái það heitast að komast í ríkisstjórn með Sjálf- stæðismönnum að kosn- ingum loknum. Hefur Lúðvík tjáð sig um það í viðræðum við vini og vandamenn að slík stjórn yrði sterk. Vand- inn er bara sá, að Sjálf- stæðisforystan er andvíg samvinnu við kommún- ista. Margir urðu hissa, þegar Ásgeir Magnússon lét af starfi sem forstjóri Samvinnutrygginga til þess að taka við fram- kvæmdastjórastarfi hjá Bæjarútgerð Reykjavík- ur. Fyrirtækið er rekið með miklu tapi og telja menn það óskiljanlega hugsjón hjá Ásgeiri, ef hann ætlar að helga sig end'urreisn Bæjarútgerð- arinnar fyrir 120 þúsund krónur á mánuði, sem eru framkvæmdastjóra- launin um þessar mund- ir. Menn í trygginga- bransanum segja annað og meira vera í mynd- inni. Sé þarna um bið- stöðu að ræða hjá Ás- geiri þar til hann taki við forstjórastarfi hjá Sjóvá, þegar slík staða losnar. Pott'urinn og pannan í þessu öllu ku vera Sveinn Benedikts- son, formaður Bæjarút- gerðarinnar og formaður Sjóvá. Lúðvík Jósefsson stendur oft í stórræðum og þarf að koma í gegn- um ráðuneytið ýmsum málum fyrir skjólstæð- inga sína, þó að málstaðr urinn sé ekki alltaf sem beztur. Undirmenn Lúð- víks, sem gjarnan eru kallaðir til, þegar svona stendur á, segjast vera búnir að sjá athyglis- verðar vísbendingar um það í fari Lúðvíks, hversu bölvaður málstað- urinn sé hverju sinni. Þegar Lúðvík tekur í sí- fellu ofan gleraugun og setur þau á sig aftur meðan hann talar við embættismenn sína, er eitthvað smávegis bogið við málatilbúnað allan. Ef ráðherrann tekur gleraugun alveg ofan og sveiflar þeim hratt og örugglega í hægri hend- inn, telja menn hæpið að taka mark á einu orði af bví sem ráðherrann seg- FV 4 1974 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.