Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Page 21

Frjáls verslun - 01.04.1974, Page 21
toga- og stjórnlaust að nafn- inu til, þar ti'l Yitzhak Rab- in tókst að mynda nýja ríkisstjórn 24. maí s.l., en þingið samþykkti hina nýju stjórn 2. júní. f Lúxemborg, þar sem stjórnmálalíf hefur verið stöðugt um langt árabil, urðu óvænt stjórnarskipti þegar stjórnarflokkarnir töpuðu þingkosningum í maí og vinstri stiórnarand- staða tók við völdum. Ástandið í stjórnmálalífi Bandaríkjanna hefur verið í molum um nokkurt skeið, vegna Wategatemáls Nix- ons, forseta. Repúblikana- flokkurinn er ríkisstjórnar- flokkurinn, en demókratar hafa meirihluta á þingi og virðast ætla að styrkja stöðu sína í þingkosningun- um í nóvember n.k. Óhætt er að fullyrða, að fá ríki Vesturlanda búi við D‘Estaing. traust og stöðugt stjórnar^ far um þessar mundir. í nokkrum ríkjum sitja mjög óstyrkar stjórnir, sem gætu fallið þá og þegar og í enn öðrum ríkjum sitja veiklu- legar minnihlutastjórnir við völd. í Danmörku situr minni- hlutastjórn Pauls Hartlings, sem aðeins hefur 22 þing- sæti af 179. Ríkisstjórn Verkamanna- flokksins í Noregi hefur að- eins 62 þingsæti af 155. í Svíþjóð ríkir undarlegt stjórnmálatímabil, sem gæti breytst án fyrirvara, en þar hefur ríkisstjórn Olofs Palme 50% þingstuðning og stjórnarandstaðan 50%. Það tók tvo mánuði að mynda ríkisstjórn í Belgíu í vor, en þar hefur ríkis- stjórnin aðeins stuðning 102 þingmanna, en á þingi sitja 212 þingmenn. í Hollandi hefur ástandið verið erfitt á stjórnmála- sviðinu um langt skeið, og það tók sex mánuði að mynda stjórnina, sem nú situr við völd þar í landi. Herinn gerði byltingu í Portúgal fyri skömmu og mynduð hefur verið bráða- birgða borgarastjórn á breiðum grundvelli, en her- inn er enn sterkasta aflið í þjóðlífinu. Er kerfi „kapitalismanns að sundrast" eins og komm- únistar hafa verið að spá á undanförnum árum? Er grundvallarsamnefnari vest- rænna þjóðfélaga að gefa sig, með þeim afleiðingum að ríkisstjórnir falla hver um aðra þvera? Brezkur fréttaskýrandi heldur því fram, að „virð- ingarleysi fyrir stjórnmála- Trudeau. forystunni, þjóðfélags- og stjórnmálahollusta fólks, dreifbýlis- í þéttbýlisþjóðfé- lag, og aukin áhrif fjöl- miðla á fólk“, eigi sök á þessari þróun mála. HJÁLPARVANA STJÓRNMÁLAMENN Einn kunnasti hagfræð- ingur Vestur-Evrópu hefur eftirfarandi að segja um þjóðfélagsþróunina: „Hvert sem litið er, má sjá ríkis- stjórnir, sem ekki lengur hafa trúnaðartraust fólks, enda eru stjórnmálamenn hjálparvana gagnvart óða- verðbólgu, atvinnuleysi, ört hækkandi sköttum, offjölg- un í þéttbýli og mengun. En bak við þessa efnahags- sjúkdóma leynast þjóðfé- lags- og sálfræðilegar ástæð- ur, þ. e. a. s. algjör breyt- ing hefur orðið á skoðun- um almennings gagnvart þjóðfélaginu og stjórnvöld- um. Þeir tímar eru liðnir, þegar auðsveipir launþegar sættu sig við sjálfsaga og skynsemi, í þeirri von að slíkt flýtti fyrir efnahags- uppbyggingunni“. „Nú á tímum lítur flest fólk, þó sérstaklega ungt fólk, á atvinnuöryggi og háar launahækkanir á hverju ári, sem sjálfsagðan hlut. Öflug verkalýðsfélög og aðrir hagsmunahópar hika ekki lengur við að leggja til atlögu við stefnu stjórnvalda í þjóðmálum og hafa ekki minnstu áhyggj- ur, þótt slíkar aðgerðir skaði efnahagsástandið“. Vestur-þýskur sérfræð- ingur á þessu sviði segir, að „þjóðskipulag óábyrgra manna“ sé nú að skjóta Nixon. upp kollinum, þ. e. a. s. al- menningur krefst þess, að yfirvöld uppfylli allar kröf- ur sínar, jafnvel þótt vitað sé að geta stjórnvalda til þess að auka enn velmegun fólks sé ekki eins mikil og verið hefur fram til þessa. Hann heldur því fram, að listinn yfir „óleyst vanda- mál“ og „þjóðfélagsleg um- kvörtunarefni“ lengist stöð- ugt, á sama tima og virðing fyrir stjórnmálaleiðtogum minnkar að sama skapi. Mönnum ber saman um, að skortur sé á hæfum leiðr togum, sem hafa tiltrú og traust fólks bæði heima fyrir og erlendis. Menn spyrja: Hvar finnast leið- togar á borð við Churchill, De Gaulle og Adenauer? FV 4 1974 ) 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.