Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Side 27

Frjáls verslun - 01.04.1974, Side 27
manni að fljótvirkasta ráðið til að stöðva þessa óheilla- vænlegu þróun vera að hækka vextina en undirstaðia þess væri stöðugt verðlag. Það er óhætt að segja, að mikil ókyrrð sé á peninga- markaði og gefur hin geysi- lega eftirspurn eftir bifreiðr um að undanförnu t. d. glögga vísbendingu um, hvernig á- standið er. Þrjá fyrstu mánuði þessa árs hefur aukning inn- lána hjá Verzlunarbankanum aðeins verið 40% af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Við verðum því að beita mjög miklu aðhaldi í útlánum og horfur í þeim efn- um eru mjög slæmar. — Nú hefur Verzlunarbank- inn um nokkurt árabil starf- rækt sérstaka stofnlánadeild fyrir verzlunina. Hvað hafa mörg lán verið veitt á henn- ar vegum og hve háar upp- hæðir er um að ræða? — Stofnlánadeildin var sett á laggirnar árið 1967 og hún hefur frá upphafi veitt 175 lán alls að upphæð 212,4 millj. kr. Þessi lán eru eink- anlega veitt til nýbygginga eða meiriháttar endurnýjun- á eldra húsnæði verzlunar- fyrirtækja. Þau eru nú yfir- leitt um 3 millj. króna hvert lán og eru veitt til 12 ára en vextir eru nú 13%. Mögu- leikar á fjárfestingarlánum til verzlunar hafa verið afar tak- markaðir hér á landi. Stofn- lán til fyrirtækja í verzlun námu í fyrra 67 millj. kr. en í sjávarútvegi 242 millj,, land- búnaði 509 millj. og iðnaði 598 millj. kr. Nú hafa fleiri aðil- ar komið til sögunnar í stofn- lánum til verzlunar, bæði líf- eyrissjóður verzlunarmanna og lánasjóðir einstakra félaga- samtaka í verzlunargreinum. Síðan stofnlánadeildin tók til starfa hefur hún getað stuðlað að uppbyggingu nýrra verzlana í nýjum hverfum og tryggt þannig, að neytendurn- ir fengju góða þjónustu um leið og ný íbúðahverfi hafa risið af grunni. — Hjá bankanum starfar hagdeild, sem fylgist með stöðu viðskiptamanna bank- ans. Hvað sýnist bankastjórn- inni um hag verzlunarfyrir- tækjanna almennt um þessar mundir? — Það er rétt, gð í tvö ár hefur hagdeild bankans reikn- að út stöðu fyrirtækja fyrir okkur, svo að upplýsingar um reiistur þeirra rægju lyrir, þegar aístoou pan ao taita tu lanveitmga. Iija omtur er þetta mntru smærra í smoum en gerist hja erienauin vio- skiptaoonkum en samt getum viö lauö lara Iram niuuægt mat a lyrntækinu og veno jarniramt lærir um að gera aoivaramr, ei astæöa er tii. Línurit yfir iitán og innlán Verzlunarbnnka Islands lif. I OTI.AN I INNI.AN i inilljúni.in Um hag verziunariyrir- tækjanna er það ao segja, aó strangar veroiagsnomiur ha alln verzlun. itigm ijarmuna- , myndun íyrirtækjanna er mikiu minni en æskiiegt væri og þau eru þess vegna meira '■ og minna hað lánsie i rekstr- inum. I fyrra var vissuiega mikið veltuár en tilkostnaöur bæði laun og önnur útgjöld, 1 hafa hækkað svo verulega að afkoman batnaði í raun og veru ekkert. Um þessar mundir er á- framhaldandi mikil velta, einkanlega hjá fyrirtækjum, sem verzia með dýrari vörur eins og bíla og heimilistæki. Af þessari miklu eftirspurn nú mætti ætla að einhverjir rekstrarerfiðleikar biðu sömu fyrirtækja síðar á árinu. Menn hafa verið að við,a að sér birgðum upp á síðkastið vegna verðlagsþróunarinnar, þó að þær verði ekki notaðar fyrr en siðar. — í fyrra var sú breyting gerð á skipulagsmálum bankans að bankaráðsmönn- um var fjölgað úr þremur í fimm. Af hverju stafaði þetta og hver eru raunveruleg á- hrif bankaráðsins á daglega stjórn bankans? — Það voru samtök kaup- sýslumanna, sem beittu sér fyrir þessari breytingu í fyrra og var megintilgangur- inn að opna möguleika á að verzlunarmenn gætu fengið menn í bankaráðið en til þess höfðu þeir ekki bolmagn miðað við hlutafé. Bankaráðið skipa nú Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri formað- ur, Pétur O. Nikulásson, stór- kaupmaður, varaformaður, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, stór- kaupmaður, Guðmundur H. Garðarson, form. Verzlunar- mannafélags Reýkjavíkur og Leifur ísleifsson, kaupmaður. Þar sem bankinn er hluta- félag fer hluthafafundur með æðstu stjórn í málefnum hans. Hann kýs bankaráðið, sem síðan ræður bankastjóra og helztu starfsmenn og fylgist með rekstri á reglulegum fundum, tvisvar í mánuði,, þar sem bankastjórarnir gefa skýrslur. í höndum þeirra er hins vegar ráðning annars starfsfólks og dagleg stjórnun en hún fer að sjálfsögðu fram í umboði bankaráðsins og á það við um útlán eins og ann- að. Bankaráðið mótar stefn- una sem fylgt skal í þessu efni og formaður bankaráðs- ins á tíða fundi með banka- stjórunum og fylgist náið með öllum störfum, sem hér eru unnin. — Hefur það, að yðar dómi haft veruleg jákvæð áhrif á gang bankamála hérlendis al- mennt, að hér starfa einka- bankar á borð við Verzlunar- bankann og Iðnaðarbankann samhliða ríkisbönkunum? — Tvímælalaust hafa einka- bankarnir skapað vissa sam- keppni um þjónustu við við- skiptamennina. Báðir þessir einkabankar voru stofnaðir fyrir eindregna hvatningu fé- lagsmanna í samtökum verzl- unar og iðnaðar. Rekstur þeirra hefir tvímælalaust orð- ið til jákvæðrar þróunar í at- vinnu- og viðskiptalífinu og ég er þess fullviss að í framtíð- inni gegna einkabankarnir vaxandi hlutverki. Af þeim sökum verður að kappkosta að ef'la þá með ráðum og dáð, sagði Höskuldur Ólafsson að lokum. FV 4 1974 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.