Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Qupperneq 49

Frjáls verslun - 01.04.1974, Qupperneq 49
a. fram í viðtali, sem F. V. átti við Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóra hins nýja kaup- staðar, en hann gegndi áður embætti sveitarstjóra þegar Seltjarnarnes var hreppsfélag. Sigurgeir sagði, að hrepps- skipan hefðj verið óhagstæð vegna þess að Seltirningar hefðu þurft að sækja of mikið af sinni þjónustu til Hafnar- fjarðar þ. á. m. gjaldheimtu, sjúkrasamlag, helztu skírteini svo sem vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini. Ennfremur hefðu atvinnurekendur þurft að greiða söluskatt í Hafnar- firði svo og hefði þurft að greiða þungaskatt þar og þá voru allar veðmálabækur fyr- ir Seltjarnarnes í Hafnarfirði. Kvað hann íbúa Seltjarnar- ness hafa viliað fá þessu breytt, en lögin væru það þung í vöfum, að ekki hefði veriði unnt að fá þessa þ.ión- ustu á Nesið, nema að sækja um kaupstaðarréttindi, að öðr- um kosti hefði Seltjarnarnes- hreppur ekki sótt um þau. Nú fá Seltirningar aftur á móti sitt eigið sjúkrasamlag, gjald- heimtu og aðra þjónustu, sem nauðsynleg er, og áður þurfti að sækja til Hafnarfjarðar. Að mati íbúa Seltjarnarness kom ekki til greina að sam- einast Reykjavík m. a. vegna þess að búið er að byggja upp byggðarlagið og mynda góðan kjarna og því væri ekki rök- rétt að sameinast Reykjavík, sem ætti eftir að stækka mjög mikið í framtíðinni. Unnið er nú að endurskoðun aðalskipu- Sigurgeir Sigurðsson. bæjarstjóri í Seltjarnarnes- kaupstað. lags Seltjarnarness og er í því gert ráð fyrir að endanleg íbúatala verði ekki meira en 6-7 þúsund. Seltjarnarnes hef- ur einnig ódýrustu hitaveitu á landinu vegna þess að ekki er hægt að stækka byggðar- lagið mikið meira en orðið er. Nú er einnig verið að vinna að byggingu nýs gagnfræða- skóla á Seltjarnarnesi um 3000 m2 húsnæði, og verður hluti hans tekinn í notkun næsta haust. Einnig er gert ráð fyrir, íþrótta- og félags- miðstöð við félagsheimili Sel- tirninga og verður þar m. a. sundlaug. Hefjast framkvæmd- ir við hana haustið 1975 og er gert ráð fyrir að lokið verði við hana í árslok 1977. Seltjarnarnesbær á sjálfur engar lóðir, heldur eru þær allar í einkaeign. Hins vegar verða lóðaeigendur að hafa samráð við bæjarstjórn um skipulag nýrra hverfa, svo og eru þeir skuldbundnir til að láta bæinn fá hluta af landi sínu til gatnagerðar. Nú er verið að selja um 60 lóðir á svokölluðu Melshúsatúni, sem er í eigu Landsbanka íslands. Alls verða um 100 lóðir gerð- ar byggingarhæfar í ár. Sagði Sigurgeir, að ekki væri ódýrara að byggja í Reykiavík en á Seltjarnarnesi, þó lóðirnar séu dýrari á Nes- inu. Þetta jafnar sig upp, að hans áliti m. a. vegna þess, að jarðvegurinn er framúrskar- andi góður og því afar auðvelt að grafa grunna. Frystihúsið ísbjörninn er stærsta fyrirtæki á Seltjarnar- nesinu, en þó vinna aðeins á milli 20-30 Seltirningar hjá fyrirtækinu. >á er einnig starfrækt á Nesinu prjónastof- an Iðunn, svo og sælgætisgerð og prentsmiðja ásamt ýmsum öðrum fyrirtækjum. Eru þetta stærstu fyrirtækin þar. Mikill meirihluti Seltirninga sækir vinnu til Reykjavíkur. Sá hóp- ur Seltirninga sem vinnur á Nesinu er tiltölulega fámenn- ur. Almennt leiguflug með farþega og vörur bæði innan- lands og til nágrannaland- anna. Aðeins flugvélin fær betri þjónustu en þér. FLUGSTOÐIN REyKJAVfKURFLUGVELXt SÍMI 11422 FV 4 1974 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.