Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Síða 59

Frjáls verslun - 01.04.1974, Síða 59
Að komast leiðar sinnar Auðvelt er að komast um borgina með al- menningsvögnum eða neðanjarðarlestum, sem eru í ferðum allan daginn. Þá aka leigubílar með farþega, hvert sem óskað er, en einnig hafa margir ferðamenn viljað taka þann kost- inn að leigja bíl meðan á dvölinni stendur. Gautaborg Gautaborg er ein stærsta hafnarborg í Evr- ópu, og mjög mikilvæg fyrir allan út- og inn- flutning til Svíþjóðar. Ummerki frá steinöld hafa fundizt þar sem nú stendur Gautaborg, en borgin sjálf var stofnuð árið 1621 af Gústaf Adólf II. Hótel í Gautaborg eru mörg hótel í öllum gæðaflokk- um. Hér koma nöfn og 'heimilisföng nokkurra þeirra. Karl Johan, 66-70 Karl Johansgatan, Hotel Europa, 38 Köpmansgatan og Rubinen, 24 Kungsportsavenyn. Þá eru hótel í lægri verðflokki, sem margir kjósa að dveljast held- ur á: Hótel Eggers, Dronningtorget, Esso Motor Hotel Ábro, Mölmdal og sumarhótelið Viktor Rydberg, 48 Viktor Rydbergsgatan. Veitingahús (Heitir og kaldir sænskir réttir eru á boðr stólum á hverju veitingahúsi í Gautaborg. Ýmsir sjávarréttir eiga miklum vinsældum að fagna í borginni þar á meðal krabbaréttir. Bjór og áfengi er selt með mat á flestum veitinga- húsum. Meðal fyrsta flokks veitingahús í Gautaborg eru: Sju Tjuar, 24-28 N. Hamngatan, Lorensberg, 36-38 Kungsportsavenyn og Heh- riksberg, 7 Stigbergsgliden. Þjórfé Á veitingahúsum er þjónustugjald innifalið í reikningnum, en þó er vaninn að gefa þjón- ustufólki litla upphæð í þjórfé. Á hótelum er þjónustugjald einnig innifalið í reikningnum, en burðarmanni er alltaf gefið þjórfé. Salernis- vörðum er gefin 1 sænsk króna og leigubí]- stjórum 10-15% af akstursupphæðinni. Skemmtanir Næturklúbbar eru á nokkrum hótelum borg- arinnar og bjóða þeir upp á ýmsar skemmt- anir. Eitt elzta leikhúsið í Svíþjóð er Stora Teatern í Gautaborg. Það er opið allt árið og hefur upp á fjölbreytt efni að bjóða, m. a. söngleiki, balletsýningar og leikrit. Einnig er fjöldi kvikmyndahúsa í borginni. í Konsert- huset eru haldnir hljómleikar. Þá eru nokkrar krár í Gautaborg með ensku sniði og diskóteki. Viðskipti Verzlanir eru yfirleitt opnar frá kl. 9.30-18.00 frá mánudegi til fimmtudags, en á föstudögum er opið frá kl. 9.00-20.00. A laugardögum er opið frá kl. 9.00-15.00. Hundruð verzlana eru í Gautaborg og þar af eru um 300 í miðborg- inni. Að komast leiðar sinnar Nóg er um leigubíla í Gautaborg, en þeir sem ekki kjósa að nota slík farartæki geta tekið almenningsvagna, sem eru í ferðum um borgina frá morgni til kvölds. Þá geta ferða- menn ennfremur leigt sér bifreið, sé slíkt hent- ugra. Osló Fyrsti grundvöllurinn að höfuðborg Noregs, var lagður árið 1050 í tíð Haralds konungs harðráða. Var borgin nefnd Osló allt fram á 17. öld er nafninu var breytt í Christiania. Því nafni var haldið óbreyttu allt fram til árs- ins 1924, er nafnið Osló var aftur tekið upp. íbúafjöldi borgarinnar eru um hálf milljón. Hótel Fyrsta flokks hótel má finna í öllum helztu borgum Noregs. í Osló eru fjölmörg hótel, sem kaupsýslumenn dveljast gjarnan á t. d. Hotel Nobel, 33 Karl Johans götu, Continental hótel- ið við Stortingsgötu nr. 24-26 og Bristol hótel- ið við götu Kristjáns 4. Þá eru í borginni hótel, þar sem verði er nokkuð stillt í hóf. f þeirra hópi eru Indremisjonshotellet, Staffeldsgötu 4 og Nþrrþna Misjonshotell, 19 Grensen. Veitingahús Fjöldinn allur af góðum veitingahúsum eru í borginni, þar sem unnt er að neyta bæði dýrra og ódýrra máltíða, og flest þeirra hafa sitt sérkenni. Á hótel- og veitingastöðum er morgunverður borinn fram frá kl. 7.00-9.30. A veitingahúsunum eru seldir ljúffengir norskir fisk- og kjötréttir. Þar eru einnig á boðstólum léttir áfengir drykkir og bjór. Regnbuen, Klingenberggötu 4, Gallagher’s steikhús, Karl Johansgötu 10 og Tre Kokker, Drammensvej 30 eru meðal fjölda góðra veit- ingahúsa í Osló. FV 4 1974 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.