Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Síða 61

Frjáls verslun - 01.04.1974, Síða 61
Þjórfé Mjög lítið eru um að þjórfé sé gefið í Osló. Þjónustugjald er innifalið í hótelreikningnum, en aðeins burðarmönnum er gefið þjórfé. Ekki er ástæða til að gefa starfsfólki hótelsins þjórfé, nema það hafi innt af hendi sérstaka þjónustu. Skemmtanir Þeir kaupsýslumenn, sem kjósa að sækja næt- urklúbba komast að raun um að fáir nætur- klúbbar eru starfræktir í Osló. En nokkrir þeirra eru þó opnir allan ársins hring. 5 leikhús eru starfandi í Osló. Stærst þeirra er þjóðleikhúsið. Yfirleitt eru sýnd í einhverju þeirra leikrit eftir Ibsen, Bjþrnson eða Holberg, svo og ýmis ný og gömul verk. Leikhúsin eru opin frá 10. ágúst til 15. júní. Viðskipti Verzlanir eru opnar á mánudögum, þriðju- dögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 8.30-17.00, en á fimmtudögum er opið til kl. 19.00. Verzlanir hafa yfirleitt opið á laugar- dögum frá kl. 8.30-14.00. Að komast leiðar sinnar Engum vandkvæðum er bundið að komast um í Osló. Almenningsvagnar aka um borg- ina þvera og endilanga frá morgni til kvölds, þá eru einnig lestir í ferðum allan daginn. Sömuleiðis geta menn tekið bifreið á leigu eða ekið með leiguibifreiðum. Edinborg Til Edinborgar, höfuðborgar Skotlands hafa margir íslendingar lagt leið sina í viðskipta- erindum. Borgin er íslendingum góðkunn, og leggja margir íslenzkir námsmenn stund á nám í háskólanum þar. Enginn veit með vissu, hve gömul borgin er, en talið er, að elzta bygging- in í borginni sem enn stendur sé frá érinu 1076. Hótel í Edinborg eru fjölmörg hótel í mismunandi gæðaflokkum. North Britisih hótelið er eitt þeirra, sem er í fyrsta gæðaflokki, og stendur það við Waverley Station. Roxburghe Hotel, Charlotte Square, Royal British Hotel, 20 Prin- ces Street og Charlton hótelið, North Bridge eru meðal nokkurra hótela í öðrum flokki. . Veitingahús Margir Skotar lifa á fiskveiðum og eru sjávarréttir því vinsælir á borðum veitingahús- anna í Edinborg. Á veitingahúsum og hótelum er morgunverður venjulega borinn fram milli kl. 7.30-9.00. Hádegisverður er seldur frá kl. 12.00-14.00. Veitingahús og hótel selja flest bjór og aðra áfenga drykki, enda er þetta land vískísins. Café Royal, 17 West Register Street, Epicure veitingahúsið, 19 Shandwiek Place og The Beehive Inn, 18-20 Grassmarket eru meðal vin- sælla veitingahúsa í borginni, sem hafa ljúf- fenga rétti á boðstólum. Þjórfé Leigubílstjórum í Edinborg er yfirleitt gef- ið 10% af akstursverði, burðarmenn fá venju- lega 5 pence fyrir hverja ferðatösku. Á veit- ingahúsum, þar sem þjónustufé er ekki inni- falið í reikningnum er alltaf gefið þjórfé, en barþjóninum er gefið sérstaklega. Þó er það aldrei gert á krám (pubs). Salernisvörðum er yfirleitt alltaf gefið 2% pence — 5 pence. Á hótelum, þar sem þjónustugjald er ekki inni- falið í reikningnum, þá er herbergisþernu venjulega gefið þjórfé og sömuleiðis burðai’- mönnum. Skemmtanir í Edinborg eru fjölmörg leikhús, sem sýna verk eftir Shakespeare m. a. og fjölda annarra leikritahöfunda, bæði sorgar- og gleðileiki jafnt sem söngleiki og kabarettsýningar. í boi'ginni er einnig fjöldi kvikmyndahúsa, og er yfirleitt mjög ódýrt að fara á kvikmyndasýningar. Viðskipti Flestar verzlanir í Edinborg eru opnar frá kl. 9.00-18.00. Á fimmtudögum er þó ooið til kl. 20.00. Skrifstofur og viðskiptamiðstöðvar eru opnar frá kl. 9.00-17.00. Bankar hafa opið, sem hér segir: Mánudaga-miðvikudaga frá kl. 9.30- 12.30 og 13.30-15.30. Á fimmtudögum er opið á sama tíma með klukkutíma matarhléi, en opnað er aftur kl. 16.30-18.00. Á föstudögum er opið frá kl. 9.30-15.30 án matarhlés. Lokað laugardaga. Að komast leiðar sinnar Um borgina er hægt að fara með lestum, sem einnig fara til ýmissa borga í Bretlandi svo sem Lundúna. Almenningsvagnar aka um borgina frá morgni til kvölds sömuleiðis ieigu- bílar. Þá er ennfremur hægt að leigja bíl til eigin afnota í borginni. Glasgow Glasgow er mesta iðnaðar- og verzlunarborg í Skotlandi og þangað hafa fjölmargir fslend- ingar átt viðskiptaerindi. Mikill meii’ihluti borgarbúa iifir á iðnaði. Hótel Fjölmörg hótel eru víða um borgina. Royal Stuart hótelið í Clyde Street og Jamaica Street og St. Enoch hótelið á St. Enoch Square eru meðal úrvals hótela í fyrsta gæðaflokki. f öðr- um flokki eru m. a. Buckingham, 31 Bucking- ham Terrace og Green’s hótel, 22-24 Woodland Terrace. Ingram-hótel hefur orðið vinsælt hjá Íslendingum í seinni tíð. FV 4 1974 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.