Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Síða 65

Frjáls verslun - 01.04.1974, Síða 65
Viðskipti Bankar eru opnir frá kl. 9.30-15.30 frá mánu- degi til föstudags, en þó eru nokkrir opnir til kl. 18.00 á fimmtudögum. Verzlanir í London eru venjulega opnar frá kl. 9.00-18.00 eða 19.00. Að komast leiðar sinnar Heathrow flugvöllurinn er aðeins 24 kíló- metra frá miðborginni og þaðan er auðvelt að komast með almenningsvagni. Neðanjarðlar- lestir eru í ferðum um alla borgina frá kl. 5.30 að morgni þar til um miðnætti. Þá aka hinir alþekktu rauðu strætisvagnar um alla borgina. Kjósi ferðamenn ekki þessar samgönguleiðir er hægt að taka leigubíl, bílaleigubíl eða jafnvel ganga. París París er ein elzta borg í Evrópu. Upphaflega var hún kölluð Lutentia, en nafninu var breytt í París að því er talið er árið 307 eftir Krist. Nú er borgin ein helzta menningarmiðstöð Evrópu. Hótel í París eru yfir 1000 mikilsmetin hótel. Ef viðskiptamenn hyggjast dveljast á hóteli í lúx- usflokki má gjarnan benda á Hilton hótelið í París, 18 Avenue de Suffren og Ritz hótelið, 15 Place Vendome. Mörg fjögurra stjörnu hótel eru einnig í borginni m. a. Claridge, 74 Ghamps Elysés, Grand Hotel, Boulevard des Capuncines og Normandy hótelið,, 4 Rue de l’Echelle. Þeir, sem íkjósa heldur þriggja stjörnu hótel geta m. a. dvalizt á Burgundy hótelinu, 8 Rue Duphot. Veitingahús í París eru fjölmargir vinsælir veitingastaðir bæði utan og innan dyra. Þ. á. m. eru Chochon d’Or, 192 Ave. Jean Jaurés, þar sem seldir eru m. a. ýmsir ljúffengir kjötréttir, Rotisserie de la Reine Pédaugue, 6 Rue de la Pépinere og La Méditerranée. Þjórfé Þjórfé er yfirleitt alltaf gefið í Frakklandi. Á kaffi- og veitingahúsum er þjónustugjald venjulega innifalið í reikningnum, en þó tíðk- ast að skilja eftir einhverja smámynt á borð- inu. Á hótelum er venja að gefa burðarmönn- um, dyravörðum og herbergisþernu 1 franka hverju, þegar þau veita þjónustu sína. Einnig tíðkast að gefa leigubílstjórum, hárgreiðslu- fólki og þeim, sem veitt -hafa viðskiptamannin- um sérstaka þjónustu, nokkurt þjórfé. Skemmtanir Engin borg í heiminum er frægari fyrir næturlíf og skemmtanir en einmitt París. Hún hefur ótalmargt upp á að bjóða kaupsýslumann- inum til skemmtunar. M. a. óperur, leikrit, hljómleika og fjölmargt annað. Stórkostlegar revíur og skopleikir eru sýnd á sviði Folies Bergéres og Casino de Paris. Vetrarsirkusinn, sem starfandi er í borginni frá októbermánuði og fram í apríl heldur skemmtilegar sýningar, sem fáir vilja missa af. Monmartre, listamanna- hverfið í París er annálað fyrir næturklúbba sína og skemmtistaði, og þar hafa ferðamenn átt margar skemmtilegar stundir. Viðskipti Flestar verzlanir í París hafa opið frá kl. 9.00-18.30 eða 19.00, skrifstofur eru venjulega opnar frá kl. 9.00-12.00 og 14.00-18.00. Bankar hafa opið frá mánudegi til föstudags kl. 9.00- 12.00 og 14.00-16.30. Að komast leiðar sinnar Um alla París fara neðanjarðarlestir frá því kl. 5.30 að morgni til kl. 12.30 eða 1.00 eftir miðnætti. Á hverri stöð er gott kort yfir þær leiðir, sem lestirnar fara. Brussel í Brussel höfuðborg Belgíu og stærstu borg landsins búa um 1,2 milljónir manna. í þessu litla landi búa alls um 9 milljónir manna og er þetta eitt þéttbýlasta landssvæði Evrópu. Hótel Beztu hótelin eru hreinleg og þjónustan og maturinn góður. Hér koma nöfn og heimilis- föng nökkurra þeirra. Brussels Europa Hotel, 107 Rue de la Loi, Hilton hótelið, 38, Blvd. de Waterloo, Metro- pole hótelið, 31 Place de Brouckere og Hótel Plaza, 118-126 Blvd. Adolphe Max. Veitingahús Belgískir réttir eru orðaðir fyrir gæði og ættu viðskiptamenn ekki að láta fram hjá sér fara að bragða hina frægu belgísku rétti „Carbonades Flamandes“ og „Fricadeles Brux- elloises". Veitingahús eru yfirleitt lokuð á morgnana og hafa því ekki á boðstólum morg- unverði, en þá er hægt að fá á hótelunum. Onið er á veitingahúsunum yfirleitt frá kl. 12.00-23.00. Le Charlton, 28-29 Blvd. de Waterloo, la Couronne, 28 Grand Place og Le Cygne, 2 Rue Charles Blue eru allt veitingastaðir, sem orð- lagðir eru fyrir skemmtilegt umhverfi og ágæta fæðu. Þjórfé í Belgíu er yfirleitt alltaf greitt 15% af verði í þjórfé á veitinga- og kaffihúsum og hótelum. í leikhúsum og kvikmyndahúsum er þeim sem FV 4 1974 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.