Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Side 82

Frjáls verslun - 01.04.1974, Side 82
Frá riistjórn Framboðs- vitieysan í allri ókyrrðinni á stjórnmálasviðinu víða um lönd hafa komið fram nýir flokk- ar og áður ókunnir spámenn, sem þykjast hafa yfir að ráða meöulum við öllu inn- anmeini samfélags mannanna í sinni heimabyggð. Fólki hefur mjög orðið tíð- rætt um samtryggingu hinna gömlu og rótgrónu stjórnmálaflokka, og svo sem vænta má hafa vaknað með almenningi spurningar um nýbreytni, eitthvað alveg nýtt og ferskt pólitískt afl, sem væri til- búið að lofta sæmilega út, ef það hlyti styrk og stuðning til þess að láta veru- lega að sér kveða. Reynslan sýnir þó, að nýir flokkar og aörar stórstjörnur í pólitík, heldur en gamalkunnu andlitin talsmanna hins hefðbundna flokkakerfis, hafa ekki unnið nein stórafrek og þarf ekki annað en að vitna til stjórnmálaþróunar í Danmörku upp á síðkastið. Þar hefur stofnun nýrra stjórnmálaflokka og uppstilling nýrra framboðslista til kosninga gengið yfir eins og hver önnur della eða tízkufyrirbæri. Afleiðingin hefur heldur ekki verið nein önnur en hörmulegt öngþveiti og veik landsstjórn á tímum, þegar sívaxandi vandamál þarfnast lausnar. Svolítið mótar fyrir þessari sömu hneigð hér á íslandi. Að vísu hafa fram- boð til kosninga verið misjafnlega mörg á liðnum tímum en fullyrða má, að nú séu þessi mál farin að ganga út í öfgar í stærstu kjördæmum landsins. Það er einkar ógeðfellt að ætla með valdi að koma í veg fyrir framboð allra þeirra, sem kunna að telja sig öðrum hæfari til að ráða fram úr landsins vanda. En stað- reyndin er samt sú, að tilkoma sjónvarps- ins og þau tækifæri, sem mönnum gefast þar til að auglýsa sjálfa sig og meiningar sínar fyrir kosningar, hefur óumdeilanlega orðið hvati að nýjum framboðum, sem mjög vafasamt er að hefðu annars komið fram. Eins og flokkakynning sjónvarps- ins nýveriö hefur sýnt, er það sáralítið eða ekkert, sem þessir nýju flokkar eða listar hafa fram að færa, og helzt sýnist fólki, aö tilgangur frambjóöendanna sé fyrst og fremst sá að fá fullnægt ein- hverjum leyndum eða óduldum hvötum til að sýna sig öllum áhorfendum til sárrar gremju. Heilbrigð skynsemi segir okkur, að slíka misnotkun á réttindum til að bjóða sig fram til opinberra starfa í þágu kjósenda og jafnframt á ríkisfjölmiðlunum verði að fyrirbyggja. Nú virðist hvaða sér- vitringi sem er opin leiö að sjónvarpi og útvarpi við hverjar kosningar, bara ef hann leitar til nokkurra annarra sér- vitringa og lætur þá skrifa upp á fram- boð sitt. Ef einhver alvara fylgir málinu eru stuðningsmenn lista færir um að leggja fram einhverjar umtalsverðar fjár- upphæðir, sem yrðu til marks um aö al- vöruframboö væru á ferðinni. Til slíkra aðgerða ætti aö grípa. 82 FV 4 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.