Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 11

Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 11
Sædýrasafnið Gestafjöldi nálgast hálfa milljón Ófáir hafa saknað þess, að hér á landi skuli ekki hafa gefizt svipuð tækifæri til dægrastytting- ar og víða erlendis, t. d. með heimsóknum í dýragarða eða Tívolí. Tilraunir hafa áður verið gerð- ar með vísi að hvoru tveggja en misheppnazt. Nú um nokkurra ára skeið hef'ur hins vegar starfað sædýrasafn og dýragarður suður í Hafnarfirði og er rekstur þess nú kominn í svo ákveðið horf, að fastlega má vænta þess, að þangað geti íbúar á höfuðborgarsvæðinu og aðrir gestir leit- að fróðleiks og ánægju á komandi tímum. Mörg félög og fyrirtæki hafa styrkt starfsemi Sædýrasafnsins. Þessar greindarlegu mörgæsir eru gjöf frá útgáfufélaginu Frjálsu framtaki. F.V.: „Hver var aðdragandi að stofnun safnsins?“ J. G.: „Hann má rekja allt til ársins 1964, er nokkrir fé- lagar úr Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði fengu þá hug- mynd, að gefa fólki kost á fiskisýningu í fjáröflunarskyni fyrir sveitina. Þetta voru dugnaðarforkar, sem ekki sátu við orðin tóm. Gamalt þurrk- hús, sem stendur við Flatar- hraun í Hafnarfirði var feng- ið að láni hjá Hafnarfjarðar- bæ og 11 ker, sem rúmuðu 50 tonn af sjó voru sett þar niður. í litlu porti við húsið var byggð laug fyrir tvo seli. Félagar úr Hjálparsveitinni fóru á sjó með trollbát til að afla tegunda á sýninguna, vatnafiska fengu þeir gefins frá Veiðimálastofnun og selirn- ir tveir voru gjöf nokkurra bænda úr Árnessýslu. Sýning- in stóð í 5 vikur og sóttu hana 26.000 manns. Ýmsir, er stóðu að þessari sýningu stofnuðu síðan félag áhugamanna um fiska- og sæ- dýrasafn og skyldi safnið verða sjálfseignarstofnun. Sæ- dýrasafnið var síðan fyrst opn- að almenningi 8. maí 1969.“ 400.000 GESTIR Á FIMM ÁRUM. F.V.: „Þar sem safnið er sjálfseignarstofnun, hefur fjár- hagsafkoma þess nær eingöngu byggst á aðsókn fólks að safn- inu. Hvernig hefur reksturinn gengið?“ J.G.: „Reksturinn hefur gengið vel fram á þennan dag, og ekki er ástæða til ann- ars en bjartsýni með framtíð- ina. Strax fyrsta árið, sem safnið var opið fór aðsókn fram úr björtustu vonum. Alls hafa um 400.000 gestir sótt safnið heim. Hafnarfjarðarbær hefur látið Sædýrasafninu í té landssvæði hér á Hvaleyrinni, sem er 5 hektarar að stærð, og hefur gefið vilyrði fyrir allt að 20 hekturum. Landið er leigulaust og byggingar undanþegnar venjulegum opin- berum gjöldum til bæjarins. Að frádregnum rekstrarkostn- aði fara fjármunir Sædýra- safnsins því allir til uppbygg- ingar.“ FJÁRFESTINGAR FYRIR 20 MILLJÓNIR. F.V.: „Hversu mikið fé hef- 'ur það verið, og hverjar hafa verið helztu framkvæmdirnar hér á undanförnum árum, Jón?“ J.G.: „Láta mun nærri, að það séu um 20 milljónir króna. Stærsti útgjaldaliður í þeirri tölu, er fullkomin bjarn- dýrsgryfja, sem er 1200 fer- metrar að flatarmáli og kost- aði 11 milljónir króna. Laug fyrir seli, 240 ferm. ásamt sér- stökum innréttingum, tvær borholur, önnur fyrir fersk- vatn, hin fyrir sjó, hafa líka verið meðal framkvæmda. Tvær húseignir voru keyptar, önnur fyrir sæljón, fóður- geymslur og hlöður og sem næturstaður fyrir hesta, fé og geitur, sem hýst eru, ef vont er veður. Hin húseignin er fyrir ljón og apa, kaffistofu, verkfærageymslu o. fl. Þessi FV 9 1974 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.